Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201520
Í liðinni viku stóð Íþróttabandalag
Akraness fyrir opnum fyrirlestri
um árangursrík viðhorf og vinnu-
brögð. Fyrirlesari var dr. Viðar
Halldórsson íþróttafélagsfræðing-
ur en hann fjallaði m.a. um mik-
ilvægi félagstengsla og uppbyggi-
legra hefða fyrir árangur, sem og
hvernig viðhorf einstaklinga móta
árangur þeirra og annarra. Fund-
urinn var framlag ÍA til dagskrár
Vökudaga á Akranesi og er þetta
í fyrsta skipti sem ÍA tekur með
formlegum hætti þátt í menning-
arhátíðinni. Eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd var fullt út úr dyr-
um á viðburðinum og fyrirlestur-
inn bæði áhugaverður og skemmti-
legur, að sögn Sigurðar Arnar Sig-
urðssonar formanns ÍA.
mm
Fyrirlestur um árangursrík
viðhorf og vinnubrögð
Eins og greint var
frá í síðasta tölublaði
stendur Blómasetrið
– Kaffi kyrrð í Borg-
arnesi fyrir skemmti-
legum leik í vetur.
Íbúar geta tilnefnt
einstaklinga í Borg-
arbyggð sem ástæða
er til að verðlauna
fyrir jákvæðni. Fyrstu
handhafar rósa voru
Rúnar Gíslason og
Guðrún Daníels-
dóttir. Sigursteinn
Sigurðsson arkitekt
fékk rós vikunnar í
Vetrar-Kærleiknum.
Rósina fær hann fyr-
ir hvað hann er, eins
og segir í tilnefning-
unni; „duglegur, dríf-
andi og er umhugað
um nærumhverfi sitt.
Algjör orkusprauta
sem smitar heilmik-
illi gleði frá sér.“
mm
Sigursteinn er rósahafi
Vetrarkærleiks vikunnar
Sigursteinn ásamt syni sínum og rós frá Blómasetrinu.
Síðastliðinn föstudag hélt félags-
starf aldraðra og öryrkja að Kirkju-
braut 40 á Akranesi sýningu á hand-
verki félagsmanna. Þá var einnig
haldinn árlegur markaður og kaffi-
hlaðborð sem fjölmargir nýttu sér.
Að sögn Laufeyjar Jónsdóttur verk-
efnisstjóra heimaþjónustu var þetta
í fyrsta skipti sem markaðurinn og
sýningin voru tengd dagskrá Vöku-
daga sem nú standa yfir.
Greinilegt er að fjölbreytni er
mikil í félagsstarfi aldraðra þeg-
ar handverkið er skoðað. Hlutir
eru brenndir í gler, keramik mál-
að, bútasaumsteppi listilega gerð,
prjónaskapur, útskurður og fleira.
mm
Markaður
og sýning
félagsstarfs
aldraðra
Þær hafa umsjón með félagsstarfinu. F.v. Margrét Jóhannsdóttir, Ingigerður
Guðmundsdóttir sem jafnframt er yfir starfseminni, Vilborg Ragnarsdóttir og Lilja
Birkisdóttir.