Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Síða 38

Skessuhorn - 11.11.2015, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201538 Háteigur var ein af elstu og stærstu jörðum Skagans og var alla tíð með stærri búum eftir því sem hér gerð- ist. Samkvæmt jarðamatsbókinni frá 1706 eru hér á Skaga 12 býli, þar á meðal er Háteigur. Hin eru Ívarshús, Efsti Teigur (Teigakot), Heimaskagi, Sýrupartur neðri, Sý- rupartur efri, Bræðrapartur, Breið, Sandgerði (einnig nefnt Neðravíti), Tobbabær (einnig nefnt Tjarnarkot eða Efravíti), Lambhús og Teiga- skarð (einnig nefnt Teigapartur, síðar Miðteigur og Guðrúnarkot). Bauka-Jón og Signor Gísli Sigurborgarson Árið 1706 býr á Háteigi Oddur Nikulásson en eigandinn er húsfrú Guðríður Þórðardóttir á Leirá, ekkja Jóns biskups Vigfússon- ar (Bauka-Jóns), sem átti auk Há- teigsins, jarðirnar Heimaskaga og Breið. Næstu 126 árin búa á Háteigi ýmsir sem ekki verða hér nefnd- ir. Þó má geta þess að Gísli Einars- son (Sigurborgarson) var húsmað- ur á Háteigi árið 1809, en hann var í lífverði Jörundar hundadagakon- ungs, aðeins 21 árs að aldri. Gísli var fæddur í Krosshúsi á Akranesi, en varð síðar gildur bóndi á Önd- verðarnesi og titlaður signor í virð- ingarskyni. Einar Þorvarðarson og Gunnhildur ljósmóðir Árið 1832 er Einar Þorvarðarson kominn á Háteig, þá 26 ára, og Gunnhildur Halldórsdóttir, ljós- móðir, kona hans, þá 19 ára. Í nóv. 1833 er þar talinn Halldór sonur þeirra á fyrsta ári (hann lést 1838). Einnig er þar talin Halldóra, 7 ára, talin dóttir Einars. Þau Einar og Gunnhildur bjuggu á Háteigi árin 1832 til 1841. Þau bjuggu síðar á Þórustöðum í Svínadal, en aftur á Akranesi; í Nýjabæ frá 1845-1862 og síðast á Grund, sennilega hjá Halldóri (yngri) syni sínum og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, en Ein- ar drukknar í marz 1864. Þau Einar og Gunnhildur eignuðust 12 börn saman. Seinni maður Gunnhild- ar var Jón Jónsson, hreppstjóri og bóndi á Bakka á Akranesi 1865-89. Þau voru barnlaus. Einar og Gunn- hildur voru vel stæð, áttu á Akra- nesi, Grund með Grenjalóð, Bakka og Nýjabæ. Einar var framkvæmda- maður mikill og meðhjálpari í Akra- neskirkju (í Görðum). Gunnhildur var orðlögð ljósmóðir og hafði tek- ið á móti yfir 1000 börnum þegar hún dó. Árið 1841 er á Háteigi Guð- mundur Ólafsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Guðmundi var ýmislegt til lista lagt, m.a. annálað- ur söngmaður. Upphaf kartöflurækt- unar á Akranesi Í desember 1844 er Sigurður Lynge bóndi á Háteigi, 32 ára; fyrst með móður sinni Kristínu Kristínar- dóttur, en síðar með konu sinni Guðrúnu Guðrúnardóttur, sem mun hafa verið Hallsteinsdóttir frá Brautartungu í Lundarreykja- dal. Sigurður var sonur Jóhannes- ar prentara Lynge í Leirárgörðum, sem síðast bjó hér á Akranesi. Tal- ið er að Sigurður Lynge hafi fyrstur manna ræktað kartöflur á Akranesi (þ.e. á Háteigi árið 1844, segir Hall- grímur í Guðrúnarkoti). Einnig var talið að hann væri fyrsti maður á Skaga til að gera skurði til jarða- bóta, og árið 1844 hafði hann gert túnasléttur í Háteigsmýrinni. Einn- ig hlóð hann mikið af grjótgörðum um tún og garða sem lengi stóðu á Háteigsjörðinni. Sigurður var mjög fjöhæfur maður, listaskrifari og víð- lesinn. Hann var lengi kennari á Akranesi og má lesa kafla um hann í bókinni „Skóli í 100 ár“ eftir Stefán Hjálmarsson, bls. 157 (Brautryðj- andinn Sigurður Lynge). Má geta þess hér að Sigurður hélt „sögu- ræðuna“ á Þingvöllum á þjóðhá- tíðinni 1874. Á árunum 1862-1872 bjó Sigurður á Miðteigi (Guð- rúnarkoti) í sambýli við Hallgrím hreppsstjóra Jónsson. Sigurður lést í Lambhúsum árið 1881, en hafði nokkur síðustu ár verið búsett- ur í Heimaskaga og titlaður „hús- maður“. Sigurður Lynge var dæmi- gerður fulltrúi þeirra alþýðumanna sem með dugnaði og áhuga öfluðu sér það mikillar sjálfsmenntunar að þeir gátu veitt úr viskubrunni sín- um eins og Sigurður gerði um ára- tugaskeið með barnakennslu sinni á Akranesi (St.Hj.). Sigurður stund- aði kennslu á Akranesi frá um 1838 til 1880. Guðmundur og Elín í Elínarhöfða Vorið 1861 flytur frá Miðteigi að Háteigi Guðmundur Sveinsson, þá 36 ára og kona hans Elín Ásmunds- dóttir, þá 42 ára. Þau höfðu bæði verið gift áður. Fyrri kona Guð- mundar Sveinssonar var Guðríð- ur Magnúsdóttir, systir Níelsar í Lambhúsum. Þau Guðmundur og Guðríður eignuðust fimm börn; þeirra á meðal var Ingibjörg sem var gift Þorbirni Jónssyni á Háteigi, sem drukknaði í Hoffmannsveðrinu 1884. Þau Ingibjörg og Þorbjörn áttu son, Guðmund Þorbjarnar- son, sem fæddist og ólst upp á Há- teigi. Guðmundur var steinsmiður og stóð hann m.a. fyrir byggingu steinstöplabryggjunnar í Steinsvör (fram af Bárugötu) árið 1907. Þótti það nokkuð vandasamt verk á þeim tíma að steypa í sjó og sprengja með dínamíti. Guðmundur var eftirsótt- ur iðnaðarmaður, m.a. sá hann um allt múrverk á hinu sérstæða húsi Gunnars Gunnarssonar skálds að Skriðuklaustri. Elín Ásmundsdóttir var frá El- ínarhöfða, en þar var hún fædd og uppalin og þar bjó hún með fyrri manni sínum Þórði Gíslasyni frá Lambhaga. Þeirra sonur var Ás- mundur Þórðarson á Háteigi. Þau Elín og Þórður bjuggu, eins og áður segir í Elínarhöfða, en þeg- ar hún missti mann sinn, flutti hún fyrst að Miðteigi 1860 og giftist þar Guðmundi Sveinssyni, en fluttist svo þaðan að Háteigi. Guðmundur Sveinsson var duglegur maður, vel gefinn og ágætur formaður. Hann drukknaði 14. okt. 1868, er hann var á leið úr Reykjavík við ann- an mann. Sonur Guðmundar og Elínar var Þórður Guðmundsson, hinn mesti efnismaður og ágætur formaður. Hann byggði stórt hús rétt hjá Nýjabæ og var byrjaður að versla þar. Þórður Guðmunds- son var formaður á öðru skipinu sem héðan fórst í hinu svokallaða Hoffmannsveðri, nóttina milli 7.-8. janúar 1884. Þórður formaður, Guðrún ljósmóðir og Hoffmannsveðrið Á skipi Þórðar Guðmundsson- ar fórust í einu allir fulltíða karl- menn sem þá voru heimilisfastir á Háteigi, nema einn, er setið hafði í landi í þetta sinn sökum sjúk- leika. Var það Ásmundur Þórðar- son, bróðir Þórðar formanns. Af þeim sjö mönnum sem fórust á skipi Þórðar voru fjórir búsettir á Háteigi; þ.e. Þórður, mágur hans Þorbjörn Jónsson, Hákon Sigurðs- son og Kristmundur Magnússon og tveir á Bræðraparti; þ.e. Þórð- ur Halldórsson og Magnús Magn- ússon. Sjöundi maðurinn var Krist- ján Jónsson frá Jaðri. Kona Þórðar Guðmundssonar var Guðrún Guð- mundsdóttir frá Garðhúsum, en þau Þórður voru barnlaus. Guðrún var ljósmóðir og flutti vestur um haf eftir lát manns síns, og gerðist hún þar bústýra Bjarna Þórðarson- ar, bróður Þórðar á Vegamótum og Guðjóns í Kirkjubæ og þeirra systk- ina. Guðrún var fyrst íslenskra ljós- mæðra til að framkvæma keisara- skurð (sjá Vestur um haf og heim aftur. Kanadadvöl Guðjóns á Ökr- um 1897-1909 eftir Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, 2009). Vakti þess einstæða aðgerð hinnar íslensku ljósmóður mikla athygli vestan- hafs, og var mikið um hana fjallað í Þarlendum blöðum. Þegar Guð- rún framkvæmdi keisaraskurðinn árið 1891 hafði aðeins einn keisara- skurður verið framkvæmdur á Ís- landi, en það var árið 1865, löngu áður en Guðrún fór í ljósmæðra- námið. Sá keisaraskurður var fram- kvæmdur af Jóni Hjaltalín, land- lækni, en hann mun hafa miðlað ljósmæðranemum sínum af læknis- þekkingu sinni. Ásmundur Þórðarson útvegsbóndi á Háteigi og Ólína Bjarnadóttir Eftir missi manns síns, Guðmund- ar Sveinssonar, bjó Elín um nokk- ur ár með sonum sínum á Háteigi. Elín hvað hafa verið mikil dugn- aðar- og myndarkona. Árið 1880 kvæntist Ásmundur sonur Elínar, Ólínu Bjarnadóttur, Brynjólfsson- ar á Kjaransstöðum. Tóku þau þá þegar við búi á Háteigi og bjuggu þar síðan um tugi ára við mikla Háteigur - ein af fyrstu jörðunum á Skipaskaga Á síðari hluta 19. aldar voru tveir portbyggðir bæir á Háteigi; þeir stóðu hlið við hlið með inngangi í báða milli þeirra. Bæir þessir stóðu nokkuð fram yfir aldamótin 1900. Teikning sr. Jóns M. Guðjónssonar. Bryggjan í Steinsvör. Guðmundur Þorbjarnarson steinsmiður stjórnaði byggingu steinstöplabryggjunnar í Steinsvör árið 1907. Hann var fæddur á Háteigi árið 1878. Guðmundur var annálaður byggingamaður, góður glímumaður og frægur hestamaður. Uppsátur Háteigsbátanna var í Háteigsvör fyrir neðan Heimaskaga, lengst til vinstri á myndinni. Mynd frá Guðjóni Bjarnasyni í Bæjarstæði. Ásmundur og Ólína á Háteigi ásamt börnum sínum. Frá v. Ólafína, Ólafur, Elín, Þórður og Bjarnfríður. Ásmundur átti heima á Háteigi í 82 ár frá 1861 til d.d. 1943. Ólafur sonur þeirra bjó þar alla ævi frá 1891 til 1960, eða 69 ár. Myndhöfundur: Sæmundur Guðmundsson. Lengst til vinstri sést nýja Háteigshúsið sem Ólafur Ásmundsson byggði árið 1932. Næst er „gamli“ Háteigur sem Ásmundur Þórðarson byggði árið 1883, en það hús stóð eitthvað fram yfir miðja 20. öld. Þar næst er fjósið og hlaðan á Litla-Teigi. Þá kemur Litli-Teigur sem síðar var fluttur að Presthúsabraut (nr. 28). Hvíta húsið aftan við er Borg (Háteigur 6), byggður af Bjarna Ólafssyni skipstjóra og Elínu Ásmundsdóttur upp úr 1920. Næsta hús hérna megin götu er Ráðagerði. Bak við það sést í „Viktorshús“ (Háteigur 4, byggður 1935). Bak við það er Tunga og síðan Minni-Borg (Háteigur 2, byggð fyrir 1930) lengst til hægri. Handan hlöðunnar sést í Þinghól, sem síðar var rifinn. Þar á lóðinni stendur nú Neðri-Teigur, sem var áður hús nr. 18 við Suðurgötu (hús „Sigurjóns og Gunnu á Teig“). Við Háteig 3 stóð húsið Laufás, sem var flutt og varð sumarhús í landi Stóra-Fjalls í Norðurárdal. Myndhöfundur: Bjarni Árnason.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.