Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201542 Á hverju hausti í um aldarfjórðung hefur verið haldin álaveisla í Ferju- koti á bökkum Hvítár í Borgar- firði. Glerálar, en svo nefnast seiði ála ganga upp Hvítána og í Ferju- kotssíkin sem liggja upp í Ferju- bakkaflóann norðan Hvítár. Þar ala þessir dularfullu fiskar aldur sinn til fullorðinsára að þeir hverfa á braut til hafs þar sem þeir hrygna í Þanghafinu lengst suður í Atlants- hafi. Lirfur og seiði rekur svo aftur norður á bóginn með Golfstraumn- um að ströndum Evrópulanda, þar með talið Íslands. Svona er lífs- hringur flestra Ferjubakkaálanna, nema þá helst þeirra sem veiðast á haustin og fara í álaveisluna hvaðan þeir eiga ekki afturkvæmt. Kúnstin að roðfletta ál Það er eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður Skessuhorns ekur síð- asta laugardagskvöld októbermán- aðar í hlað í Grenigerði rétt ofan við Borgarnes. Þar búa hjónin Páll Jensson og Rita Bach. Undanfarið hafa þau stundað álaveiðar í gildr- ur í Ferjukotssíkjum til að útvega hráefni í álaveisluna. Páll og Rita eru fjölmörgum að góðu kunn. Þau fluttust til Íslands fyrir um það bil 50 árum síðan, settust að í Borgar- firði og hafa alið aldur sinn hér og eru löngu orðin Íslendingar. Páll stendur inni. Við hlið hans á borði liggja nýveiddir álar, eitt- hvað um 20 talsins. Páll er að slátra þeim, gera að og roðfletta fyr- ir veislu kvöldsins. Að roðfletta ál er ákveðin kúnst þar sem roðinu er rykkt af í heilu lagi eins og um væri að ræða sokk á fæti. Páll ger- ir þetta vönum höndum og legg- ur álana í fat við hlið sér. Ef menn kunna handtökin við að roðfletta þá er einfalt mál að gera að álnum fyrir matreiðslu. Þessir roðflettu álar við hlið hans eru tilbúnir í matreiðslu. Nú er ekkert í vegi fyrir því að hefja hana. Veislan orðin hefð Rúmum klukkutíma síðar erum við komin í Ferjukot. Eins og nafn- ið gefur til kynna þá er það gamall ferjustaður yfir Hvítá gegnt Hvít- árvöllum en þeirri sögu lauk þegar Hvítárbrúin var vígð 1928. Ferju- kot er líka fornfræg laxveiðijörð. Þar hafa miklir veiðibændur búið með sínu fólki í áranna rás. Síð- astur þeirra var Þorkell Fjeldsted. Hann lést 18. nóvember í fyrra eftir snarpa en harða baráttu við krabba- mein. Þorkell sem oftast var kallað- ur Keli af ættingjum og vinum, var fjórði ábúandi í Ferjukoti í bein- an karllegg af Fjeldsted-ætt. Hann var mikill áhugamaður um veiði- sögu og vatnanytjar. Þorkell byggði meðal annars upp veiðiminja- og sögusafn í gömlu bæjarhúsunum á Ferjukoti til að miðla sögu veiða í ám og vötnum fyrr á tímum í Borg- arfjarðarhéraði. Heba Magnúsdóttir, ekkja Þor- kels, býr áfram í Ferjukoti. „Við höfum haft álaveisluna sem árleg- an haustviðburð í um 23 ár. Þetta er fjölskylduviðburður. Keli fór með Páli að leggja álagildrur og svo héldum við veislu með börn- um okkar, mökum þeirra og barna- börnum. Við buðum síðan alltaf einum hjónum utan fjölskyldunn- ar. Í fyrra náði Keli að njóta henn- ar með okkur rétt fyrir andlátið en það var í fyrsta skipti sem við vor- um bara við fjölskyldan. Við höf- um haldið okkur við það einnig í ár. Álaveislan í ár er haldin í minningu Kela. Mér finnst mjög gott að hafa einmitt svona viðburð sem hef- ur skírskotun til veiðinytjanna og heiðra þannig með því minningu Kela og þess sem hann helgaði sig mest í störfum sínum,“ segir Heba. Veiddu álinn fyrst á krepputímum Í eldhúsinu á Ferjubakka er það Rita Bach sem sér um að matreiða álana. Hún hefur langa reynslu af því og veit upp á hár hvernig á að gera hann bestan. „Ég sker hann í bita, velti upp úr smá rúgmjöli og steiki síðan í smjöri. Svo bæti ég smá kryddi í,“ segir hún á meðan álabitarnir fruss- ast í bráðnuðu smjörinu á heitri pönnunni á eldavélinni fyrir framan hana. Lyktin í eldhúsinu er himnesk og kitlar bragðlaukana. Hún og Páll maður hennar hafa nýtt sér álinn um áratugaskeið. Á æskuslóðum þeirra í Danmörku var hann eftirsótt mun- aðarvara en Íslendingar kunnu ekki að meta hann, eða kunnu kannski bara ekki að matreiða þennan fisk og borða hann. „Við Páll fengum mjög mikið af ál hér í síkjunum þegar við byrjuð- um að veiða hann fyrst árið 1965. Reyndar svo mikið að við urðum leið á að borða hann en við höfð- um ekki efni á að kaupa annan mat. Á þessum árum var kreppa og at- vinnuleysi á Íslandi. Erfiðir tímar. En Kristján Fjeldsted leyfði okk- ur að hafa álagildrur í Ferjukotssíkj- unum. Þar gátum við veitt ála okkur til matar. Fyrir okkur munaði mik- ið um að geta veitt og nytjað álinn. Við þekktum álinn frá Danmörku og kunnum bæði að veiða hann og matreiða en þarna var sjaldgæfara en í dag að Íslendingar legðu sér hann til munns,“ segir Rita. Hún bætir því að henni þyki sem minnkað hafi um ál í Ferjukotssíkjunum frá því þau Páll voru að byrja að veiða hann fyrst. „Þó hefur veiðin glæðst á síð- ustu árum. Undanfarin þrjú ár hef- ur hún verið betri heldur en hún var fyrir fimm árum síðan. Álarnir eru líka stærri núna.“ Vinsæll matur í Danmörku Páll Jensson eiginmaður Ritu segir að þau hafi þekkt álinn vel frá Dan- mörku. „Þegar ég var að alast upp í Danmörku á árunum eftir seinna stríð, var geysilega mikið af ál þar. Miklar veiðar voru stundaðar og mikill peningur í þessum veiðiskap. Menn áttu sína staði þar sem þeir veiddu. Maður sá oft bíla á vegun- um sem voru með vatnstanka og súrefni sem dælt var í vatnið í tönk- unum. Þessir bílar fluttu lifandi ála frá Danmörku til markaða sunnar í Evrópu. Í dag er þetta nánast al- veg búið. Það hefur dregið svo mik- ið úr álagöngum og aflabrögðum í dönsku álaveiðunum. Nú fer nánast allur áll sem veiðist í Danmörku til neyslu innanlands,“ segir hann. Páll kann ekki frekari skýringu á hnign- un álaveiðanna í Danmörku. „Það hafa orðið einhverjar breytingar í náttúrunni sem hafa valdið þessu.“ Við vitum minna um sveiflur í ála- gengd á Íslandi því veiðar hafa ver- ið svo stopular. Þó eiga þær rúm- lega hálfrar aldar sögu í Ferjukoti. „Skúli Pálsson heitinn fiskeldis- bóndi á Laxalóni byrjaði fyrst að veiða ála hér í Borgarfirði árið 1963 eða þar um bil. Hann lagði gildr- ur víða. Vandamálið var þá helst að það veiddist svo mikið af mink í þær. Minkurinn skreið í gildrurnar á eftir fiskinum. Til að byrja með var állinn lagður í salt og síðan reyktur. Síðan Álaveislan í Ferjukoti – í minningu Þorkels Fjeldsted Hópurinn sem var í álaveislunni í Ferjukoti. Vitjað um álagildrurnar fyrr í haust. Ljósm. grþ. Páll Jensson roðflettir álinn vönum höndum. Það er gert með því að ná taki á flipa af roðinu fremst á búknum. Roðinu er síðan kippt af í einum rykk. Hjónin Páll og Rita með fulla skál af álum sem nú eru tilbúnir á pönnuna. Rita við að steikja álinn og ljúfan ilm leggur um húsið. Nýsteiktur áll, algert sælgæti, sem tilbúið er á borð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.