Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 37 Um 170 manns mættu til veislu og skemmtunar þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Laugargerðisskóla sem var haldið síðastliðinn laugar- dag. Fyrrum skólastjórar skólans, kennarar, gamlir nemendur með mökum og börnum ásamt öðr- um velunnurum skólans áttu þar góða stund. Nemendahópinn skip- aði fólk allt frá fyrstu árum skól- ans til þeirra sem eru nýútskrifaðir. Einnig komu menn sem tóku þátt í því að byggja skólann fyrir rúmum fimm áratugum síðan. Haldin var skemmtileg sýning á verkum nemenda skólans. Bæði voru sýnd verk núverandi nemenda og hinna eldri. Skoða mátti gott safn ljósmynda sem teknar hafa verið í gegnum tíðina af skólastarf- inu. Þótti greinilega mörgum gam- an að skoða þær og jafnframt að fletta í gegnum gömul skólablöð og sjá þar æskuverk á borð við sögur og myndir eftir sig síðan í „gamla daga.“ Einnig var haldin stutt skemmti- dagskrá í sal. Lítið var þar um ræðu- höld en mikið um skemmtileg tón- listaratriði. Nefna má að nemend- ur 1. – 4. bekkjar tóku nokkur lög, fyrrum nemendur komu og spiluðu og sungu og síðan sungu allir sam- an afmælissöng Laugargerðisskóla. Eftir skemmtidagskrá bauð Eyja- og Miklaholtshreppur upp á kaffi og meðlæti sem var í umsjón kven- félagskvenna úr Eyja- og Mikla- holtshreppi og Kolbeinsstaðar- hreppi. mþh/iss/ Ljósm. iss. Fjölmenni í fimmtugsaf- mæli Laugargerðisskóla Á mánudag voru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að Heiðarskóli í Hval- fjarðarsveit tók til starfa. Þann 9. nóvember 1965 renndi fyrsti skóla- bíllinn þar í hlað með fyrstu nem- endur skólans. Þessa var minnst í skólanum á mánudag með því að halda opnunarhátíð afmælisárs- ins 2015. Í hádeginu var nemend- um og starfsmönnum boðið upp á lambalæri til hátíðarbrigða. Eft- ir hádegi var svo hátíðardagskrá í sal skólans. Fjöldi velunnara komu í heimsókn til skólans til að sam- gleðjast með nemendum og starfs- fólki. Einar Sigurðsson, fyrrverandi nemandi skólans og núverandi starfsmaður, flutti erindi þar sem meðal annars var komið inn á sögu skólans. Marteinn Njálsson ræddi um mikilvægi þess að varðveita söguna og færði skólanum gamlan skólastól frá tímum farskólans að gjöf. Daníel Ottesen, sveitarstjórn- armaður og formaður fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar af- henti skólanum gjafabréf fyrir þrí- víddarprentara frá sveitarfélaginu. Börnin í 1.-4. bekk sungu afmæl- issönginn, Hrönn Eyjólfsdóttir og Ester Elfa Snorradóttir sungu lag. Örn Arnarson kynnti niðurstöður könnunar sem hann framkvæmdi nú í vor meðal útskrifaðra nem- enda, gamlar myndir voru sýnd- ar og að lokum var boðið upp á af- mælistertu. „Þetta gekk ljómandi og dagurinn var ótrúlega skemmti- legur. Við fengum nokkuð af gest- um. Þetta verður þó aðeins upp- hafið. Nú verður skipuð afmælis- nefnd. Hún mun skipuleggja við- burði sem haldnir verða á árinu. Við verðum vör við að það er mikill áhugi á því að haldin verði afmæl- ishátíð þar sem eldri nemendur, fyrrum starfsfólk, núverandi nem- ar og starfsfólk og aðrir velunnarar skólans geti komið saman og fagn- að þessum tímamótum,“ segir Sig- ríður Lára Guðmundsdóttir kenn- ari við Heiðarskóla. mþh Haldið upp á hálfrar aldar afmæli Heiðarskóla Afmælissöngurinn var sunginn af 1.-4. bekk Heiðarskóla. Katrín Rós Sigvaldadóttir kennari sker afmælisköku fyrir nemendur Heiðarskóla. Skúffukaka og marengskaka voru höfð með kaffinu þennan dag en áður höfðu allir fengið íslenskt lambalæri í hádegismat. Ýmsir gestir komu í Heiðarskóla á mánudag til að fagna því að nú er runnið upp 50. afmælisár skólans. Á myndinni eru m.a. Fríða Þorsteinsdóttir á Vestri- Leirárgörðum og hjónin Anton Ottesen og Ingileif Daníelsdóttir á Ytra-Hólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.