Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201510 Miðvikudaginn 4. nóvember voru liðin 60 ár frá stofnun Tónlistar- skólans á Akranesi. Af því tilefni mætti fjöldi fólks í tónlistarskólann þegar haldið var upp á daginn með tónlistar- og kökuveislu. Haldn- ir voru þrennir nemendatónleikar í Tónbergi og boðið upp á súkkul- aðiköku og drykkjarföng í anddyri skólans. Um kvöldið voru tónleik- arnir Þá og nú, þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur stigu á stokk. grþ Ung kona hringdi til lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni og sagði far- ir sínar ekki alveg rennisléttar. Milli kl. 19 og 20 á mánudagskvöldið hefði hún verið að koma að sunnan og verið á leiðinni norður í land, ein á gamla, litla fólksbílnum sínum. Þegar hún var stödd á veginum við Hafnarfjall var skyggni slæmt, myrk- ur og vegurinn blautur og hefði hún séð illa hvað var framundan og því ekið fremur hægt. Töluverð umferð hefði verið á móti og nokkrir bílar hefðu því safnast upp á eftir henni og þrír flutningabílar þar fremst- ir. Síðan hafi stórri flutningabif- reið með eftirvagni skyndilega ver- ið ekið mjög nærri henni, ljósunum hefði verið blikkað og ökumaður- inn legið á flautunni. Konan kvaðst hafa orðið hrædd við þessa ofbeldis- fullu hegðun og reynt að auka hrað- ann til að vera ekki fyrir. Síðan hafi þessum þremur flutningabílum ver- ið ekið fram úr henni með flauti og ljósagangi en hún hefði náð skrán- ingarnúmerinu á fremsta bílnum. Konan stöðvaði síðan för sína á N1 í Borgarnesi til að jafna sig og þá hafi hún séð bílana þar fyrir utan og síðan bílstjórana þar sem þeir voru að panta sér mat. Hún kvaðst hafa gefið sig á tal við þá og spurt hvað hefði eiginlega gengið á hjá þeim og hvers lags framkoma þetta eig- inlega væri í umferðinni. Þeir hafi brugðist reiðir við og öskrað á hana að hún ætti að reyna að „drulla sér áfram og vera ekki fyrir öðrum í umferðinni og réttast væri að snúa upp á hendurnar á henni og tuska hana til.“ Konan kveðst hafa orðið hrædd og forðað sér út eftir þessa gusur. Þegar hún kom heim var hún ákveðin í að þegja ekki yfir þessu og ræða málin við lögregluna sem hún og gerði. Lögreglan setti sig í samband við flutningafyrirtækið og forsvars- maður þess ætlaði að kanna hverj- ir hefðu verið þarna á ferðinni en svona framkoma, ef rétt væri sagt frá, væri auðvitað ekki boðleg. mm Meint umferðarofbeldi trukkabílstjóra Mánudaginn 26. október hófst að- altvímenningur Briddsfélags Borg- arfjarðar. Til leiks mættu 16 galvösk pör. Einræðisherra mótanna und- anfarin ár, Ingimundur frá Deild- artungu, afsalaði sér völdum fyr- ir mótið til ungstirnisins Heiðars Árna Baldurssonar frá Múlakoti sem stjórnaði sínu fyrsta (heppnaða) móti þetta kvöld. Eftir að nýi keppnis- stjórinn áttaði sig á að tölvubúnaður- inn gekk fyrir rafmagni og stakk öllu „klabbinu“ í samband, gekk mót- ið smurt fyrir sig og var æsispenn- andi og kaflaskipt fram til síðustu setu. Eyjólfur Kristinn á Skálpastöð- um og Magnús B. Jónsson á Hvann- eyri stigu vart feilspor þetta kvöld og urðu í efsta sæti með 62,2% skor. Nýi keppnisstjórinn og makker hans Logi Sigurðsson í Steinahlíð tóku fyrstu seturnar rólega enda tók sinn toll að hugsa um tölvuna og spilin. Þeir gáfu þó heldur betur í og verma nú annað sætið með 59,5%. Jöfn í þriðja til fjórða sæti sitja Borgnesing- arnir Guðmundur Arason og Elín og nýpússaðir makkerar Jón Einarsson og Unnsteinn Arason með 58,3%. Aðaltvímenningi félagsins var síð- an framhaldið á mánudaginn. Nokkr- ar innáskiptingar voru framkvæmdar milli lota og nokkur pör sem voru að spila saman í fyrsta skipti. Eitt af þeim voru Anna Heiða frá Múlakoti og Einar „vigtari“ á Skaganum. Þau létu eins og þau hefðu spilað saman til margra ára og enduðu efst, með rétt tæplega 60% skor. Fast á hæla þeirra komu rollukallarnir úr Tung- unum, Jói á Steinum og Kristján í Bakkakoti, með 59% skor. Baldur í Múlakoti fór að ráði dóttur sinn- ar og sótti sér varamann út á Skaga, Magnús Magnússon sem oftast spil- ar við Leó. Þeir félagar smullu sam- an í fyrsta spili og óvíst hvort Jón á Kópa komist að aftur eftir Þýska- landsför. Enduðu þeir Baldur og Magnús í þriðja sæti með um 57% skor. Í heildarkeppninni leiða Borg- nesingarnir Guðmundur Arason og Elín Þórisdóttir með 381 stig, áður- nefndir Baldur - Magnús og Jón eru í öðru sætinu með 377 stig og Borg- nesingarnir Jón Einarsson og Unn- steinn Arason eru þriðju með 371 stig. Enn eru tvö kvöld eftir af þess- ari keppni og ljóst að spennan á eft- ir að magnast. ahb/ij Fyrsta briddsmót nýs keppnisstjóra hjá BB Heiðar Árni Baldursson keppnisstjóri BB. Þessa dagana er unnið að end- urnýjun hitaveitulagnarinnar frá Mið-Fossum og niður fyrir Ausu í Andakíl. Þetta er hluti af aðveitu- lögninni sem liggur frá stóru hita- veitulögninni milli Deildartungu og Akraness og sér Hvanneyri fyr- ir heitu vatni. Verktakafyrirtæk- ið Borgarverk sinnir þessu verk- efni. „Þarna er verið að skipta út hluta af gömlu asbestslögninni sem var lögð þarna í upphafi þeg- ar ráðist var í gerð hitaveitunnar og setja plastlögn í staðinn. Þetta eru alls 2,1 kílómetri. Verkinu á að ljúka núna í desember. Það er hluti af því sem Orkuveitan hefur verið að gera að undanförnu í endurnýj- un á þeim köflum aðveitukerfisins frá Deildartungu sem hafa verið verstir hvað varðar leka og bilan- ir,“ segir Óskar Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Borgarverks í samtali við Skessuhorn. mþh Hitaveitulögn að Hvanneyri endurnýjuð Grafið fyrir nýju lögninni við þjóðveginn skammt frá tengivirki Andakílsárvirkj- unar. Þeir Valdimar Guðmundsson á gröfunni og Þórir Aðalsteinsson voru glaðbeittir við að grafa fyrir nýju lögninni í grennd við Mið-Fossa á laugardaginn. Tónlistarskólinn á Akranesi sextugur Gestir og gangandi gæddu sér á afmælistertu í anddyri tónlistarskólans. Prúðbúnar og spenntar að bíða eftir því að stíga á svið. Nemendur tónlistarskólans fluttu margskonar tónlistaratriði á tónleikum dagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.