Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 20152 uðu SALEK-samkomulagi sem gert var af heildarsamtökum launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði í lok októ- bermánaðar. Fulltrúar þessara sam- taka unnu síðustu þrjú ár undir for- ystu ríkissáttasemjara að því að inn- leiða samkomulag sem á að fela í sér bætt vinnubrögð við gerð kjarasamn- inga á Íslandi til að tryggja atvinnu- lífinu stöðugleika og launafólki aukn- um ávinningi að norrænni fyrirmynd. Með samkomulaginu á að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Ís- landi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Aðilar samkomulagsins telja að með því sé lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félags- legum stöðugleika í landinu. Forysta Verkalýðsfélags Akraness telur hins vegar að þetta samkomu- lag feli í sér brot á lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur því með því sé verið að taka frjálsa samningsréttinn af einstökum stéttarfélögum. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusam- bands Íslands hafnar því að SALEK- samkomulagið brjóti á rétti stéttar- félaga. Hið sama gerir Þorsteinn Víg- lundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í samtali við Morg- unblaðið í gær segir hann að stefna Verkalýðsfélags Akraness sé algerlega tilhæfulaust og byggð á grundvallar- misskilningi. Stefna Verkalýðsfélagsins var af- hent Félagsdómi á mánudag sem fer yfir það hvort á henni séu einhverjir annmarkar. Eftir að niðurstaða á því mati liggur fyrir verður hún afhend fulltrúum Sambands íslenskra sveit- arfélaga. mþh Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir mikilli menningarveislu í nóvembermánuði með fjölbreyttum viðburðum. Menningarveisl- an hefst með árlegu sagnakvöldi á morg- un, fimmtudaginn 12. nóvember. Nánar er sagt frá dagskrá Safnahússins í Skessuhorni vikunnar. Það verður suðlæg átt 3-10 m/s á morgun, fimmtudag. Skúrir eða él sunnan- og vest- anlands en léttskýjað fyrir norðan. Hiti 0-8 stig, víðast frostlaus á suðvestan til. Norð- an 5-13 m/s á föstudag og dálítil él á Norð- urlandi en suðvestlæg átt og stöku él suð- vestanlands fram eftir degi, annars bjart með köflum. Hiti 0-5 stig. Hæg norðlæg- eða breytileg átt og víða bjart þegar líður á laug- ardag en líkur á éljum með suður- og suð- vesturströnd landsins. Kalt í veðri. Gengur í stífa norðaustanátt á sunnudag með éljum um norðanvert landið en léttskýjað syðra. Áfram kalt í veðri, einkum inn til sveita. Á mánudag er útlit fyrir áframhaldandi norð- austanátt og snjókomu fyrir norðan og jafn- vel slyddu á Austurlandi. Úrkomulítið syðst. Hægt hlýnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu mikið reiðufé geymi þú að jafnaði í veskinu?“ Flestir eða 35,2% sögðu„fáein þús.“ en örlítið færri, 34,69% sögðust ekkert reiðufé geyma í veskinu. „5-10 þús.“ sögðu 13,78% og „nokkur hundruð kr.“ sögðu 6,63%. 3,06% geyma „5-10 þús.“ og sami fjöldi geymir „yfir 50 þús.“ í veskinu hverju sinni. „16-20 þús.“ sögðu 2,55% og 1,02% kváðust geyma „21-50 þús.“ í veskinu. Í næstu viku er spurt: Hvað borðarðu í morgunmat? Um liðna helgi fór sala Neyðarkallsins fram í tíunda sinn, en með henni fjármagna björg- unarsveitir á Vesturlandi og landinu öllu óeigingjarna og stöðugt umfangsmeiri starfsemi sína. Fórnfúst björgunarsveitarfólk er Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétt Í aðsendri grein og frétt á bls. 30 í síðasta tölublaði, um þátt- töku barna af Akranesi í fim- leikamóti á Akureyri, var mis- ritað nafn á einni stúlkunni. Hún heitir Alexandra Ósk Reynisdóttir en í fréttinni stóð að hún héti Andrea Reynis- dóttir. Alexandra Rós varð í 3. sæti á dýnu í A-flokki. Þetta leiðréttist hér með. –mm Óhöpp í ísingu VESTURLAND: Mánudag- inn 9. nóvember gerði mikla hálku á vegum á Vesturlandi. Af þeim sökum urðu nokkur óhöpp og slys í umferðinni. Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi við Kaldármela. Ökumað- urinn, sem var einn í bílnun, var fluttur slasaður á sjúkra- hús í Reykjavík. Bílvelta varð á Skorradalsvegi í ísingu og hálku. Ökumaður í því óhappi var fluttur á heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi til skoðun- ar. Þá varð bílvelta í ísingu á Holtavörðuheiði en ökumað- urinn slapp ómeiddur. –mm Minnast Gutta á flokksstjórnar- fundi AKRANES: Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur um næstu helgi saman til fundar á Akranesi. Staðarval er ekki til- viljun, en flokksfélagar munu minnast Guðbjartar Hann- essonar þingmanns og ráð- herra sem nýlega féll frá. „Við munum minnast Gutta okkar og ræða saman um stefnu og áherslur Samfylkingarinnar. Við munum ræða sérstaklega málefni ungs fólks í flokkn- um og hvernig við sköpum ný og verðmæt störf til að standa undir velferðarsamfélagi sem tryggir öllum jöfn tækifæri og líf með reisn,“ segir í tilkynn- ingu frá Samfylkingunni. Búið er að útbúa myndband um Gutta og hans störf sem sýnt verður á fundinum á sérstakri minningarstund. –mm Dæmalaus fjölg- un ferðamanna LANDIÐ: Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferða- málastofu í Leifsstöð. Eru það 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nem- ur því 48,5% milli ára og hef- ur hún ekki mælst svo mik- il milli ára í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn vel yfir 1,1 milljón. Aukning hefur verið alla mán- uði ársins á milli ára, þó aldrei jafn mikil og nú í október. Aukningin var 34,5% í janú- ar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí, 23,4% í ágúst og 39,4% í sept- ember. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkja- mönnum, Þjóðverjum, Kín- verjum og Pólverjum mest milli ára í október. –mm Að kvöldi síðasta fimmtudags lenti flutningabíll frá Nönnu ehf. á Pat- reksfirði utan vegar skammt sunn- an við Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Bíllinn var á suðurleið, nýkominn niður af hálsinum þegar óhapp- ið átti sér stað. Bíllinn sjálfur valt ekki en tengivagn sem hann hafði í eftirdragi, drekkhlaðinn fiski, lagð- ist nær alveg á hliðina. Menn úr björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólasveit voru ræstir út á ní- unda tímanum til að ná fiskinum. Annar flutningabíll kom á stað- inn um miðnætti og lauk verkinu á fimmta tímanum aðfararnótt föstu- dags. Bílstjóri flutningabílsins slapp ómeiddur og fiskurinn var fluttur óskemmdur á brott. Tengivagninn er hins vegar ónýtur. kgk/ Ljósm. Ágúst Már Gröndal. Flutninga- bíll útaf við Ódrjúgsháls Tengivagninn lagðist nær alveg á hliðina og er talinn ónýtur. Björgunarsveitarmenn unnu klukkustundum saman að því að koma fiskinum í annað flutningatæki. Matvælastofnun vinnur að undir- búningi þess að halda áfram rann- sóknum á ástæðum sauðfjárdauða í fyrravetur og fyrravor, sem varð eins og margir þekkja á sauðfjárbú- um víða um land. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Landssam- tök sauðfjárbænda, Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins, Bændasam- tökin og Tilraunastöð Háskóla Ís- lands. Rannsóknir sem gerðar hafa verið fram að þessu hafa ekki gef- ið afgerandi svör um ástæður van- halda í sauðfé. Svo virðist sem samspil margra þátta sé skýring- in en í tilkynningu Matvælastofn- unar segir að ekki sé hægt að úti- loka undirliggjandi orsakir og því sé þörf á frekari rannsóknum. Nú verða valdir bæir víða um landið sem urðu fyrir miklum afföllum úr bústofni sínum og þeim fylgt náið eftir. Tekin verða sýni og þau bor- in saman við þá bæi þar sem eng- in vandamál voru til að kanna hvort einhverjir þættir finnist sem geti skýrt þennan mun. Beðið er svara frá ráðuneytinu varðandi fjárhags- legan stuðning við verkefnið áður en rannsóknin getur hafist af full- um krafti. Út frá svörum í spurningakönnun sem lögð var fyrir sauðfjárbændur í sumar, voru valdir níu bæir sem síð- an voru heimsóttir af dýralæknum. Þeir skoðuðu féð, tóku blóðsýni og sendu kindur í krufningu að Keld- um, þegar það átti við. „Niðurstöð- ur þessara rannsókna gáfu engin af- gerandi svör. Blóðsýnin gáfu engar vísbendingar um að um smitsjúk- dóm væri að ræða. Þær kindur sem sendar voru í krufningu sýndu svip- aða heildarmynd, kindurnar voru mjög horaðar þótt þær hafi aug- ljóslega étið fram á síðustu stundu og benda krufningsniðurstöður til næringarskorts. Til viðbótar þess- um rannsóknum tók Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins heysýni sem sýndu há gildi af ómeltanlegu tréni.“ Þá segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun að þegar heildarmynd- in hafi verið skoðuð, út frá þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið hingað til, bendi allt til þess að vandamálið sé samspil margra þátta og má þar einna helst nefna tíðarfar. „Sökum mikillar vætutíðar síðasta sumar var erfitt að heyja og má ætla út frá fóðursýna- niðurstöðum að víða hafi heyforð- inn samanstaðið af úr sér sprottnu grasi sem dugar skammt til að við- halda þeirri orku sem fé þarf til að dafna, og ekki síst þegar fóstrin hjá ánum fara að taka til sín. Í kjölfarið tók við afar kaldur vetur og vor sem kallaði enn frekar á orku sem að fóðrið innihélt ekki. Þó er ekki hægt að útiloka undirliggjandi orsakir og er því þörf á frekari rannsóknum. Við rannsóknina munu ýmsar hug- myndir að skýringum verða hafðar til hliðsjónar, m.a. hvort um sé að ræða áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, en enn er ekkert sem styður þá tilgátu.“ mm Matvælastofnun er enn engu nær um orsök ærdauðans Fjárrekstur. Myndin er ótengd efni fréttarinnar. Verkalýðsfélag Akraness ætlar að stefna Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Forsaga málsins er að félagið á í kjaradeilu við launasnefnd sambands- ins. Þar brýtur á ákvæði í svoköll- VLFA stefnir Sambandi íslenskra sveitarfélaga Frá kröfugöngu á Akranesi 1. maí síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.