Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 39
rausn og hylli. Árið 1883 byggir
Ásmundur timburhús það á Há-
teig sem stóð eitthvað fram yfir
miðja 20. öld. Var húsið 11 x 10
al. (þ.e. uþb 43 fermetrar), með
ágætum kjallara undir. Á þessum
tíma voru á Háteigi tveir port-
byggðir bæir, sem stóðu hlið við
hlið, með inngangi í báða milli
þeirra (sjá teikningu sr. Jóns M.
Guðjónssonar). Báðir þessir bæir
stóðu nokkuð fram yfir aldamótin
1900. Háteigsbær Ásmundar var
byggður rétt vestan við bæina tvo
sem áður sagði frá. Um aldamótin
1900 byggði Ásmundur heyhlöðu
og fjós úr timbri heima, og fjár-
hús niður í mýri. Sýnir allt þetta
að Ásmundur fylgdist með tíman-
um í flestum efnum.
Meðan hann bjó á Háteigi þá
sléttaði Ásmundur mikinn hluta
túnsins, sem ekki var slétt frá nátt-
úrunnar hendi. Á Háteigi voru
líka alla tíð miklir kartöflugarð-
ar, sennilega alla tíð frá því að Sig-
urður Lynge hóf þar kartöflurækt
1844, fyrstur manna á Skaga.
Minningargrein um Ásmund
eftir Ólaf B. Björnsson er að finna
í 1. tbl. Akranessins, í jan. 1944.
Einnig má lesa um Ásmund í fyrsta
bindi Íslenskra skipstjórnarmanna
eftir Þorstein Jónsson. Margar til-
vitnanir eru um Ásmund í Akra-
nesinu eftir Ólaf B. Björnsson, en
Ásmundur var einn aðal heimilda-
maður Ólafs vegna skrifa hans um
Akranes. M.a. má benda á greinina
„Að fara í beitufjöru“, sem er höfð
eftir Ásmundi í Akranesinu í sept-
ember 1942. Ásmundur varð allra
manna elstur á Akranesi, hann lést
árið 1943, 93 ára að aldri. Það er
til marks um gott heilsufar hans,
að 87 ára að aldri fór hann þá um
sumarið daglega í sjóinn, niður í
Víkur.
Ólafur á Háteigi, Oliver
og Steindór formaður
Þau Ásmundur og Ólína á Há-
teigi voru bæði hin mestu merkis-
og myndarhjón. Þegar Ásmund-
ur hætti búskap á Háteigi, líklega
1930, tók þar við búi sonur hans
Ólafur, sem bjó þar upp frá því,
en hann lést árið 1960. Ólafur Ás-
mundsson var verslunarmaður og
lengi verkstjóri og íshússtjóri hjá
bróður sínum Þórði, bæði á Akra-
nesi og í Sandgerði. Ólafur var
kvæntur Helgu Oliversdóttur ætt-
aðri frá Sandgerði. Fóstursonur
þeirra (bróðursonur Helgu) var
Oliver Kristófersson.
Hið fyrrnefnda gamla timburhús
seldi Ólafur, Brynjólfi Nikulás-
syni, skipstjóra. Húsið stóð eins og
áður sagði eitthvað fram yfir miðja
20. öld, þá orðið allmikið breytt að
útliti. Auk þess sem gluggaskipun
var gerbreytt, þá var það „forskal-
að“ sem svo er kallað (múrhúðað).
Fyrri kona Brynjólfs Nikulássonar
var Guðrún Jónsdóttir, Helgason-
ar. Þeirra dóttir var Guðrún, kona
Bergþórs Guðjónssonar, skipstjóra
á Ökrum. Síðari kona Brynjólfs
var Sigfúsína Ólafsdóttir, og þeirra
börn Auður og Nikulás Már.
Eftir að Ólafur seldi hið gamla
hús, byggði hann örlítið sunn-
ar og neðar við hina gömlu götu,
stórt og vandað steinhús; þetta var
árið 1932. Það hús stendur enn og
er nr. 12 við götuna Háteig. Oli-
ver Kristófersson tók við búi á Há-
teigi ásamt konu sinni Ingibjörgu
Söru Jónsdóttur og bjuggu þau
þar ásamt þremur börnum sín-
um. Oliver var aðalbókari Akra-
nesbæjar um árabil og er lands-
frægur bridge-spilari þrátt fyrir
háan aldur. Eftir að Oliver flutti til
Reykjavíkur hefur Steindór Oli-
versson búið á Háteigi ásamt fjöl-
skyldu sinni, eða í yfir tvo áratugi
(býr þar enn 2015). Lengi vel var
lítið byggt af íbúðarhúsum í landi
Háteigs, en eftir miðja síðustu öld
var farið að skipuleggja og byggja
einbýlishús á jörðinni, og er hún í
dag (2015) að mestu byggð íbúð-
arhúsum.
Ásmundur Ólafsson tók saman
Heimildir: Rit Ólafs B. Björnsson-
ar, Íslenzkt mannlíf (Jón Helgason),
Borgfirzkar æviskrár og Æviskrár
Akurnesinga. Ljósmyndir úr Ljós-
myndasafni Akraness.
Þegar ég las það sem Már Guð-
mundsson, seðlabankastjóri vorr-
ar þjóðar, lét frá sér í tengslum
við afnám haftanna viðurkenni ég
að hafa orðið spenntur. En orðin
„bing-bang“ í sömu andrá og gjald-
eyrishöft er furðuleg samsetning og
stórkostlega hræðileg í leiðinni. Þá
ágerðist ákveðinn lagstúfur í heila-
búinu mínu. Umrætt lag er Bjarg-
ráðin eftir heiðursmanninn Ómar
Ragnarsson. Hluti lagsins þar sem
hann syngur „Og nú var aðeins
einn eftir af okkar bestu mönn-
um, sem alltaf er svo hreinskilinn
og klár,“ þá birtist fyrir mér vel
greiddur seðlabankastjórinn með
efri vör sem gæti verið úr graníti
því hún hreyfist aldrei þegar hann
talar. Nú skal taka til hendinni og
kippa þessu í lag, það eru allir að
fara með fyrirtækin sín út og skilja
í leiðinni lítið eftir handa ríkissjóði.
Það vantaði reyndar að hann myndi
syngja viðlagið í laginu hans Óm-
ars þegar hann sagði að höftin gætu
farið mjög hratt jafnvel bara: Bing
bang - „ú-í-ú-a-a ting-tang vala-
vala bing-bang“.
Ég veit það ekki, finnst ekki beint
traustvekjandi að heyra andlit ríkis-
stofnunar sem fer með stjórn pen-
ingamála á Íslandi segja bing bang
þegar rætt er um afnám hafta. Þýð-
ir kannski „bing bang“ að lánið mitt
muni hækka sig hraðar upp en eld-
flaug á leið til tunglsins eða munu
bankarnir hafa næga lausafjárstöðu,
þegar fjármagn tekur að streyma
út, þannig að ég geti haldið áfram
að kaupa lopasokka og slátur? Lát-
um þetta bara flakka segi ég, það er
búið að vera nógu mikill forleik-
ur að þetta er komið út í það að
vera einskonar háerótískt fjármála-
tantra, útúrsnúin útgáfa af 50 Sha-
des of Gray, alveg að koma, nema
í stað alvöru reipis eru lögbund-
in höft notuð. Ég heyri tvo hluti.
Þetta mun springa í andlitið á okk-
ur og við förum enn eina ferðina
í parísarhjóli andskotans í formi
hárra stýrivaxta og þess háttar. Eða
það að okkur tekst að fleyta bátn-
um af skerinu og hafið aftur víking,
fjármálavíking sem ég mun líklega
missa af vegna þess að ég fæ líklega
ekki að taka kúlulán og veðsetja frí-
merkjasafnið mitt.
En orðaleikurinn var ekki búinn
því þegar Már var búinn að hálf-
þylja Bjargráðin eftir Ómar fyrir
land og þjóð var skellt í samlíkingu,
íslenska hagkerfið með krónunni er
víst eins og viljugur foli sem erfitt
er að hemja. Þessu er ég ósammála.
Hagkerfið okkar er meira eins og
klárgengur 16 vetra fituhlunkur
sem ætti fyrir löngu að vera búið að
skjóta, setja í tunnu og salta vel yfir.
Hann er húðlatur og hrekkjótt-
ur líka, að fóðra hann kostar okkur
milljarða og reynist jafnvel illa upp
á fjalli í leitum þegar mikið ligg-
ur við. Samt þykir okkur einhvern
veginn óskaplega vænt um hann
því við fengum hann í fermingar-
gjöf frá þunglyndum frænda sem
við þekkjum ekki lengur en heim-
sækjum stundum og svo tengjum
hann einhvern veginn við eitthvað
frelsi og sjálfstæði. Já, ég held að
Már ætti frekar að nota þessa sam-
líkingu, hún er miklu raunsannri.
Með kveðju,
Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði
Bjargráðið
PIstill
Háteigur eins og hann lítur út í dag. Húsið er nr. 12 við götuna Háteig sem áður gekk undir nöfnunum Auðarstígur og
Laufásvegur. Oliver Kristófersson ólst upp á Háteigi og bjó þar ásamt konu sinni Ingibjörgu Söru Jónsdóttur og börnum
þeirra, Steindóri, Helgu og Kristófer. Steindór tók við búinu upp úr 1990. Myndhöfundur: Vitinn.
Komið af þorskveiðum. Formaðurinn á Þuru II, AK-82, Steindór Oliversson heldur
við hefðinni sem fylgt hefur Háteigi frá fyrstu tíð, að draga fisk úr sjó. Hann og
kona hans Inga Björg Sigurðardóttir rækta einnig Akraneskartöflur í garðinum
á Háteigi, einmitt í þeim garði sem þær voru fyrst ræktaðar af Sigurði Lynge árið
1844. Myndhöfundur: Árni S. Árnason.
Steindór í skúrnum. Þurrkar þarna kartöflur og er að beita.
Ljósm. FH.