Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 31 RÚV þakkar þeim sem mættu á opinn fund RÚV Í Borgarnesi fyrir uppbyggilega gagnrýni og góðar umræður um starfsemi Ríkisútvarpsins. Þeir sem vilja koma með ábendingar, hugmyndir eða tillögur um starfsemi RÚV eru hvattir til að senda tölvupóst á abending@ruv.is. Frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV á Vesturlandi Gísli Einarsson gisli.einarsson@ruv.is TAKK FYRIR GOTT SAMTAL -okkar allra Hér er hægt að fylgjast með fréttum og umfjöllun RÚV frá Vesturlandi www.ruv.is/vesturland Utangarðs? Ferðalag til fortíðar Laugardaginn 14. nóvember kl. 11.00 verður fyrirlestur og bókarkynning í Safnahúsi í til- efni norræna skjaladagsins. Kynnt verður bókin Utangarðs? eftir Halldóru Kristins- dóttur og Sigríði H. Jörundsdóttur; mynd- skreytingar: Halldór Baldursson. Höfundar kynna. Sagt verður frá Svani Jónssyni frá Grjóteyrar- tungu og Kristínu Pálsdóttur sem fædd var að Eystri-Leirárgörðum og var síðar víða í Borgar- firði, m.a. á Gilsbakka. Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi www.safnahus.is, - 430 7200 Facebook: Safnahús Borgarfjarðar Dagskráin er á vegum Héraðsskjalasafns. Hún tekur um klukkutíma og heitt verður á könnunni á eftir. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum. Ef veður hamlar verður tilkynning á ww.safnahus.is. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ábendingum um ákveðna tiltekt eða færslu á aðskotahlutnum er hins vegar oftast vel tekið. Kannski er jafnvel drifið í að brenna hjóla- stellin undan og henda hræinu, jafnvel smíðuð kerra í hvelli. Allir ánægðir og ekki síst bóndinn með nýju kerruna sína.“ Persónuleg vandamál upp á yfirborðið Þá nefnir Guðmundur að ýms- ir mannlegir þættir komi gjarnan upp á yfirborðið þegar farið er að ræða saman. Hann segir að bænda- stéttin eigi það sammerkt að fólk vinnur mikið. „Bændur vinna mun fleiri stundir á ári en flestar aðr- ar vinnandi stéttir. En það er ekki einungis að þeir vinni mikið, þeir eru oft einir. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að bændur sem starfs- stétt eru í verulegum áhættuflokki með að verða þunglyndir. Í þessum heimsóknum koma stundum upp á yfirborðið mál sem snerta bændur persónulega og sem þeir hafa jafn- vel ekki getað rætt um við aðra. Það kemur kannski upp úr dúrn- um að þeir eru að kljást við þung- lyndi sem rekja má til þess að þeir vinna sömu vinnuna árið um kring og eiga sjaldan eða jafnvel aldrei frí. Bændur þekkja vel þessi ein- kenni, en það eru ekki allir sem ná að vinna úr þeim, finna sér frekar ástæðu til að gera eitthvað annað en að vinna úr sínum málum, verða bara aðeins geðvondari. Bændur geta hins vegar verið tregir til að taka á slíkum málum, vegna þess að þá skortir aðstoð við afleysingar á búunum. Stoðkerfi landbúnaðar- ins er ekki sterkt þegar kemur að þessum þætti. Kannski má segja að það hafi brugðist. Bændur þurfa að sjálfsögðu að getað sótt sér aðstoð til að komast að heiman, bæði til að geta tekið sér frí nú eða leitað sér lækninga. Þessi vandamál geta verið fjölbreytt, margslungin en ekki síst falin.“ Þá nefnir Guðmundur að sum- ir bændur geta til dæmis verið að kljást við lesblindu. Slíkt vanda- mál í æsku hefur jafnvel valdið því að þeir hafa horfið úr námi og valið búskap af því það útheimti ekki lestur skólabóka. Voru jafn- vel kallaðir skussar í skólum af því þeir áttu erfitt með lestur og urðu þeirri stund fegnastir þegar skólinn var kvaddur. Dæmi um slík vanda- mál er reyndar að finna í mörgum öðrum stéttum. „Það er fullt af les- blindum bifreiðastjórum, þunga- vinnuvélastjórum, sjómönnum og í öðrum stéttum. En vandamálin eru til að leysa þau og það eru til aðferðir sem hjálpa fólki sem glím- ir við lesblindu. Í kynningarbækl- ingi um verkefnið Búum vel er til dæmis áherslu á myndræna leið- sögn og lítinn texta. Bæklingur- inn er gerður að norskri fyrirmynd þar sem menn hafa fyrir margt löngu gert sér grein fyrir að marg- ir bændur kljást við lesblindu.“ Valfrjálst Guðmundur kveðst aðspurður ná að ferðast á fjóra til fimm bæi á dag í þessum heimsóknum til bænda í verkefninu Búum vel. Ferðirn- ar eru oftast skipulagðar í samráði við búnaðarsamböndin í lands- hlutunum sem kalla eftir upplýs- ingum um hverjir vilji fá heimsókn ráðgjafans. Fram að þessu hefur Guðmundur mest verið að heim- sækja Suðurland, Þingeyjarsýsl- ur og Skagafjörð í þessu verkefni. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa stutt verkefnið sem og bún- aðarsambönd sem hafa niðurgreitt heimsóknakostnaðinn, en bændur greiða sjálfir hluta. Guðmundur leggur áherslu á að þessi aðstoð er valfrjáls fyrir bændur, því eins og fyrr segir lítur hann ekki á sig sem embættismann, heldur ráðgjafa eða vin og að þessi hjálp verði ekki þvinguð upp á neinn. „Mér telst til að bændur geti nú þegar átt von á heimsóknum frá allt að níu emb- ættis- og andans mönnum yfir árið og er ég þá ekki að telja með jóla- sveininn eða sóknarprestinn. Það er því lagt upp með að þessi ráð- gjöf sé og verði valfrjáls,“ segir Guðmundur ráðsmaður að end- ingu. mm Guðmundur ferðast um og fræsir hálkuvarnir í fjósgólf. Þessa tækni innleiddi hann hér á landi en hugmyndin er hollensk. Í heimsókn á býli í Eyjafirði í síðustu viku í verkefninu „Búum vel – öryggi, heilsa, umhverfi.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.