Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201534 Kafli úr bókinni Utangarðs? Ferðalag til fortíðar Við birtum hér brot úr bók Hall- dóru Kristinsdóttur og Sigríð- ar Hjördísar Jörundsdóttur. Þar sem sagt er frá tveimur bræðrum sem ekki áttu auðvelda æfi. Mynd- skreytingar í bókinni eru eftir Hall- dór Baldursson. Eilífur Þorbjörnsson (1826–1873) Eilífur böðull, Eilífur Árnabróðir Hann [Eilífur] var sonur hjónanna Sigríðar Þorleifsdóttur (1794–1853) og Þorbjörns Árna- sonar (1786–1826) að Brúsholti í Flókadal. Faðir hans lést þegar hann var tæplega þriggja mánaða gamall og í kjölfarið hófst þvæling- ur Eilífs um Reykholtsdal. „Töku- drengur“, „niðursetningur“ og „á sveit“ eru orð sem tengjast uppvexti Eilífs sterkum böndum og bæirnir eru margir sem hann hafði aðsetur á. Frá átta ára aldri og fram að ferm- ingu dvaldist hann aldrei lengur en eitt ár í senn á hverjum bæ. Greini- legt er að hann hefur verið látinn fara skipulega á milli bæja í Reyk- holtsdalnum og mun hreppstjór- inn hafa ákveðið í hvaða röð hann fór um. Rótleysið hlýtur að hafa verið mikið og mun uppeldi hans hafa verið mjög áfátt. Þegar Eilífur fermdist árið 1840 fékk hann eftir- farandi umsögn frá prestinum: „Sæ- mil[ega] læs og kunnandi.“ Tuttugu árum síðar fékk Eilífur aftur um- sögn í sóknarmannatali prests. Þá var hann heimilismaður hjá sókn- arprestinum sem taldi Eilíf vera „óþjálgan“ og ári síðar var prestur enn ósáttur við hegðan sveitarlims- ins, sagði hann vera „þibbinn“. Eilífur hafði einn þungan bagga að bera allt frá því að hann var lítið barn en hann vætti rúm sitt um næt- ur og gerði hann það einnig á full- orðinsárum. Að upplagi var Eilífur hinn mesti meinleysingi, feiminn, óframfærinn og svifaseinn. Hann gat unnið alla þá vinnu sem hann var beðinn um en þrátt fyrir það sóttust bændur ekki eftir því að ráða hann í vist til sín og mun þar mestu hafa ráðið hversu svifaseinn hann var og einnig það að hann vætti rúm sitt. Þau verk sem hann var látinn vinna þegar hann var á bæjunum voru jafn- an erfiðustu og verstu verkin sem til féllu, svo sem að bera vatn, rista torf, mala korn og moka gripahús- in. Aðeins einu sinni er hann skráð- ur sem vinnumaður í manntali, ann- ars er hann alltaf skráður sem niður- setningur. Ástæða þess að böðulsnafnið fest- ist við hann var sú að stúlka að nafni Þórlaug Torfadóttir (f. 1812) hafði eignast börn í lausaleik með þrem- ur mönnum. Var henni dæmd refs- ing fyrir lausaleik sinn, annaðhvort að greiða sekt eða þola hýðingu ef hún gæti ekki greitt sektina. Þór- laug gat ekki greitt sektina og því átti að hýða hana en enginn fékkst til að framkvæma verkið uns Eilífur tók það að sér, en með semingi þó. Var verkið framkvæmt að Hofsstöðum í Hálsasveit og jafnskjótt og Eilífur sá stúlkuna á hlaðinu við bæinn byrjaði hann að dangla vendinum um lend- ar Þórlaugar. Hann áttaði sig aftur á móti ekki á því að þetta verk þyrfti að framkvæma í votta viðurvist og þurfti hann því aftur að hýða Þórlaugu. Eitthvað fannst mönnum hann linur við verkið og var hann beðinn um að herða höggin en þá sagðist hann hafa verið búinn að hýða hana áður og var ákveðið að láta gott heita. Upp frá þessu þurfti Eilífur að burðast með böðulsnafnið, honum til lítillar gleði. Sagan um andlát Eilífs er á þann veg að honum var í fyrsta og eina skiptið á sinni fábreyttu ævi boðið í brúðkaup. Var þetta brúðkaup Þor- bjargar Kláusdóttur (1848–1906) frá Steðja og Jóns Eggertssonar (1841–1920) frá Eyri í Flókadal. Var það brúðurin sem bauð honum en fjölskyldan á Steðja hafði ætíð sýnt Eilífi vinsemd og taldi hann sjálfur það fólk sína bestu vini. Veislan var haldin að Eyri og ólíkt öðrum gest- um kom Eilífur gangandi til veisl- unnar. Vel var veitt í veislunni, bæði af mat og víni, og fékk Eilífur allt það sama og aðrir gestir. Að veislu lokinni var honum boðið að gista á bænum en hann vildi heldur ganga að Steðja og gista þar. Þangað komst hann aftur á móti aldrei því að næsta morgun fannst hann lát- inn í Flókadalsá. Hafði hann dott- ið og ekki getað reist sig við aft- ur. Í sóknarmannatal hefur sóknar- presturinn skrifað: „Fannst dauður í Flókadalsá móts við Eyri.“ Var Ei- lífur aðeins 48 ára gamall er hann lést, skráður sveitarlimur til heimil- is að Kjarvalsstöðum. Eilífur átti bróður sem Árni (1824–1869) hét og átti hann um margt svipaða sögu. Ungur að árum var hann orðinn niðursetn- ingur og þvældist um milli bæja líkt og bróðir hans. Þó var frekar að menn sæktust eftir því að ráða hann í vinnumennsku þrátt fyrir að hann teldist frekar linur til verka og mik- ill matmaður. Báðir hófu þeir bræð- ur ævi sína sem umkomulausir nið- ursetningar en örlög þeirra urðu engu að síður ólík. Árni eignaðist barn með konu sem hét Helga Þor- leifsdóttir (1817–1899) en þau voru ekki gift þegar barnið fæddist og stóð því til að refsa Helgu með sekt eða hýðingu. Til þess kom þó ekki þar sem Árni bað hennar og þau giftu sig. Lifðu þau hjón svo ým- ist í vinnu- eða húsmennsku. Sig- ríði (1858–1942), dóttur þeirra var ungri komið í fóstur og í manntali 1870 var hún sögð niðursetning- ur. Seinna átti hún eftir að vera í vinnumennsku og loks giftast, eign- ast börn og lifa löngu lífi. Um næstu helgi munu höfundar bók- arinnar „Utangarðs? Ferðlag til for- tíðar“ kynna bók sína hér á Vestur- landi. Bókin segir frá utangarðs- og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörð- um frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Saga þessara ein- staklinga er rakin og dregin fram skjöl og handrit sem þeim tengjast. Höfundar bókarinnar eru þær Hall- dóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjör- dís Jörundsdóttir og myndskreyting- ar gerði Halldór Baldursson. Ugla útgáfa gefur út bókina sem kemur út 12. nóvember næstkomandi. Féllu ekki inn í samfélagið Að sögn Sigríðar má rekja upp- haf verkefnisins til ársins 2012 þeg- ar hugmyndin um að halda sýningu um utangarðsfólk vaknaði meðal starfsmanna Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. „Sumarið 2013 var sýning um utangarðsfólk opnuð í safninu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Grunntónn sýningarinn- ar var umfjöllun um einstaklinga sem féllu ekki inn í hið þrönga sveitasam- félag 19. aldar og voru því utangarðs, um lengri eða skemmri tíma. Sem kornabörn áttu flestir þessir einstak- lingar lífið fyrir sér en örlögin hög- uðu því svo að eitthvað varð til þess að þeir urðu á skjön við samfélag sitt. Sumir fæddust fatlaðir, aðrir veiktust alvarlega og enn aðrir fengu í vöggu- gjöf hæfileika sem voru ekki metn- ir að verðleikum. Breytingar á fjöl- skylduhögum fólks, svo sem eins og andlát maka eða ást sem brást, gátu líka orðið til þess að það færðist út Skrifuðu bók um utangarðs- og förufólk á Vesturlandi og Vestfjörðum í jaðar samfélagsins,“ segir Sigríður Hjördís. Á áðurnefndri sýningu voru sýnd ýmis handrit og skjöl sem tengd- ust því utangarðsfólki sem fjallað var um. Handritin eru varðveitt á hand- ritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns þar sem höfund- ar bókarinnar vinna. „Þessi sýning vakti nokkra athygli og komu ýmsir að máli við okkur um hvort ekki ætti að gera bók um þetta efni.“ Slóð utangarðsfólks leynist víða Að sögn Sigríðar er víða hægt að finna frásagnir af utangarðsfólki, bæði í handritum, bókum, blöðum og tímaritum. „Við undirbúnings- vinnu fyrir sýninguna safnaðist mik- ið efni hjá okkur um fólk víða um land, sem að okkar mati átti fullt er- indi á sýninguna. Í dag erum við með upplýsingar um ríflega fimmhundruð einstaklinga, sem á einhverjum tíma- punkti í lífi sínu gátu talist hafa ver- ið utangarðs,“ heldur Sigríður áfram. Hún segir að með því að setja sam- an þessa bók hafi þær stöllur viljað segja sögu einstaklinga sem horfið hafa í skuggann af sér „merkilegra“ samtíðarfólki. Saga efri stéttar fólks frá þessum tíma hafi verið skilmerki- lega skráð en saga lítilmagnans aftur á móti ekki. „Hún var oftar en ekki verið afgreidd á þann hátt að til varð nafnlaus hópur kvenna, karla, barna, fátæklinga, vesalinga, sjúklinga, geð- fatlaðra og svo framvegis, sem skilja eftir sig lítil sem engin spor í heimild- um. En þegar farið er að skoða sögu þessara einstaklinga nánar leynist slóð þeirra víða, vissulega ekki allra, en nógu margra til þess að hægt sé að draga fram sögu nokkurra sem geta orðið eins konar fulltrúar þessara týndu hópa,“ útskýrir Sigríður. „Slóð utangarðsfólks leynist ótrúlega víða þegar betur er að gáð - og fjöldi þess kemur á óvart,“ bætir Sigríður við að endingu. Laugardaginn 14. nóvember verða höfundar bókarinnar „Ut- angarðs? Ferðlag til fortíðar“ í Héraðsskjalasafni Borgarfjarð- ar klukkan 11 og í Vatnasafninu í Stykkishólmi kl. 15. Á sunnudag- inn verður kynning í Sauðfjársetr- inu á Ströndum klukkan 14 og Í Leifsbúð í Búðardal klukkan 17. Bókin verður á sérstöku tilboðs- verði á kynningunum. grþ Höfundar bókarinnar, Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir. Ljósm. Helgi Braga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.