Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201530
Segja má að Guðmundur Hall-
grímsson á Hvanneyri hafi ýmis
járn í eldinum og yfirleitt er hann
ekki að feta í spor annarra. Nýsköp-
un í brunavörnum, bætt vinnuskil-
yrði bænda og aðbúnaður búpen-
ings eru hans ær og kýr. Undan-
farin misseri segir Guðmundur að
verkefnin sem tekið hafi hug hans
séu einkum þrjú. Í fyrsta lagi hef-
ur hann þróað og prófað færanlegt
úðakerfi sem hægt er að leggja út
komi upp sinu- eða gróðureldar, í
því skyni að hefta útbreiðslu þeirra.
Hin verkefnin snúa að bændum
og búskap til sveita og má segja
að Guðmundur búi vel af reynslu
því hann var um langt árabil bú-
stjóri kennslubúsins á Hvanneyri,
var þá aldrei kallaður annað en
Guðmundur ráðsmaður og titlar
sig reyndar sem slíkur í símaskrá.
Hann ferðast milli fjósa og fræsir
hálkuvarnir fyrir kýr í sleip fjós-
gólf. Loks hefur Guðmundur á
síðustu misserum þróað verkefnið
sem hefur vinnuheitið „Búum vel
– öryggi, heilsa, umhverfi.“ Verk-
efnið snýst um að heimsækja
bændur sem ráðgjafi, ekki eftir-
litsmaður, og ræða við þá um ör-
yggis-, heilsu- og umhverfisþætti í
víðustum skilningi. Sitthvað kem-
ur þar upp og ekki laust við að gott
geti reynst að vera mannþekkjari
og ekki skemmdi grunnþekking í
sálfræði heldur. Skessuhorn fékk
að heyra undan og ofan af þessum
verkefnum sem Guðmundur ráðs-
maður er að fást við.
Farið í brunavarnaátak
í dreifbýli
Um árabil hefur Guðmundur
starfað að slökkviliðsmálum og
brunavörnum. Sem slökkviliðs-
maður í Slökkviliði Borgarfjarð-
ardala og síðar Borgarbyggðar
fékk hann áhuga fyrir ýmsu sem
fylgir því að koma í veg fyrir elds-
voða og ráða svo niðurlögum elda
komi þeir upp. Þannig tók hann
ásamt fjölmörgum öðrum þátt í
hinni þriggja sólarhringa baráttu
við Mýraeldana vorið 2006 og hef-
ur komið að slökkvistarfi í Skorra-
dal og víðar. „Fyrir nokkrum árum
var komið af stað verkefni sem bar
heitið „Brunavarnaátak í dreif-
býli.“ Það var verkefni sem ég
byrjaði með á eigin vegum, en sá
fljótlega að það myndi vaxa mér
yfir höfuð. Búnaðarsamtök Vest-
urlands tóku við verkefninu og
gerðu samstarfssamning við flest
sveitarfélög á Vesturlandi. Allir
bæir í þeim sveitarfélögum voru
heimsóttir. Öll hús voru merkt inn
á loftmynd og útbúin var lýsing á
húsunum; úr hvaða byggingarefni
þau væru og útbúin mappa fyrir
slökkviliðið um aðstæður á bæjum.
Svo sem hvar væri hægt að komast
í vatn, hver vegalengdin væri og
hver hæðarmunur væri með tilliti
til þess hvort þyrfti millidælingu ef
ekkert vatn væri fyrir hendi, hvert
styst væri að sækja það og svo
framvegis.“
Þar sem eldarnir loga
Nú er það svo að lausaganga bú-
fjár heyrir víða sögunni til. Því vex
allskonar gróður óáreittur þann-
ig að úr verður mikil gróðurflækja
sem er mikill eldsmatur. „Í sam-
starfi við Huldu Guðmundsdótt-
ur á Fitjum í Skorradal og fleiri er
búið að þróa og prófa úðakerfi sem
hugsað er í þeim tilgangi að skipta
landi í brunahólf og hefta út-
breiðslu skógarelda. Hin þétta og
mikla sumarhúsabyggð í Skorradal
og allur sá gróður sem þar sprett-
ur eykur nauðsyn þess að menn
finni upp ráð til að hægt sé að
stöðva útbreiðslu elda blossi þeir
upp. Nú stendur til að setja upp
línu slökkvikerfis í Fitjalandi sem
virkar þannig að vatni er hleypt á
svera lögn komi upp eldur og við
hana tengdir úðarar með ákveðnu
millibili. Hægt er að hleypa vatni
á kerfið komi upp eldur og bleyta
upp allt að 54 metra breiða land-
ræmu. Það er því ekki beinlín-
is verið að slökkva eldinn, heldur
koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu
hans frá einu svæði til annars,“ út-
skýrir Guðmundur.
Með slöngu og
úðara í jeppakerru
Auk þessarar tilraunar í Skorradal
er Guðmundur nú búinn að koma
sér upp sambærilegu slökkvikerfi
sem rúmast í jeppakerru. Kerr-
an verður til taks þegar sinu- eða
gróðureldar kvikna og hægt að fara
með búnaðinn á staðinn og tengja
við dælur slökkvibíla og í læki eða
vatnsból. Nýverið var Guðmund-
ur einmitt að kynna fyrir slökkvi-
liðsmönnum á Akranesi þennan
búnað. Var dregin út 380 metra
lögn, fjögurra tommu sver, og úð-
arar settir með 50 metra bili og
vatni dælt úr Berjadalsánni inn á
lögnina. Tilraunin tóks ágætlega
og náði þetta úðakerfi að bleyta
vel í jarðveginum og hefði vafalít-
ið heft útbreiðslu gróðurelds hefði
hann verið til staðar. „Hugsun-
in með þessu er að geta á stuttum
tíma farið á staðinn í nálægð gróð-
urelda, komið búnaðinum fyrir og
varið mannvirki eða skóga. Með
þessu er verið að búa til brunahólf
á skömmum tíma.“
Vonandi koma fleiri sér
upp slíkum búnaði
Guðmundur segir að þessi til-
raunastarfsemi sín hafi smám sam-
an orðið til og framan af kostuð al-
farið úr eigin vasa. „Ég hef nú bent
mönnum á, þegar þeir spyrja mig
út í kostnað við þetta brölt, að ég
reyki ekki, drekk ekki, stunda ekki
hestamennsku, golf eða aðrar dýr-
ar íþróttagreinar og hef því getað
verið að leika mér að kaupa eitt og
annað sem þarf til að gera svona
tilraunir. Það kom mér reyndar
skemmtilega á óvart að þeir sem
halda um fjárráðin í Vaxtarsamn-
ingi Vesturlands ákváðu að styrkja
þetta brölt mitt og þá gat ég komið
mér upp búnaði í eina kerru. Vissu-
lega hjálpar slíkur styrkur mik-
ið við svona tilraunastarf og það
er hvatning að aðrir sjái einhverja
skynsemi í þessu.“ Guðmundur
segir að mjög auðvelt sé að lengja
lögnina, breyta henni og bæta. „En
ég held að þarna sé að verða til ör-
yggistæki sem menn munu gjarn-
an viljað geta gripið til þegar eldar
kvikna. Landið okkar er að breyt-
ast. Það eru færri skepnur að halda
gróðri í skefjun og það skapar
mikla hættu. Vonandi taka slökkvi-
lið þessa tækni upp og koma sér
upp viðlíka búnaði. Ekki síst getur
þetta verið til gagns í sumarhúsa-
hverfum þar sem mikið liggur við
að verja mannvirki og jafnvel fólk
þegar eldar blossa upp.“
Eru eins og
beljur á svelli
En Guðmundur hefur á síð-
ari árum mest verið að vinna fyr-
ir bændur. Hann ferðast meðal
annars um með klaufskurðarbás
og snyrtir klaufir á kúm, en slíkt
er jafnvel enn mikilvægara fyrir
kýr en fótsnyrting er fyrir okkur
mannfólkið. Við þessa vinnu varð
hann fyrir margt löngu var við að
kýr gátu átt erfitt með að fóta sig
á hálum fjósgólfum. „Víða þar sem
kýr eru mikið á hreyfingu, svo sem
til að komast af legubásum yfir í
mjaltaþjónana, voru þær ragar við
að ganga eftir fjósgólfum ef þau
voru hál. Ég las viðtal við Hol-
lending sem hafði þá nýverið fund-
ið upp tækni til að fræsa í fjósgólf-
in og innleiddi einfaldlega þessa
tækni hér á landi og kom mér upp
búnaði. Kýrnar þurfa að komast
með góðu móti milli staða í lausa-
göngufjósum. Á mjög hálum gólf-
um voru þær eins og segir í mál-
tækinu, eins og beljur á svelli. Það
hafa verið gerðar mælingar á áhrif-
um þess að fræsa gólfin og það sýnir
sig að hreyfanleiki kúnna stóreykst
við að þær þurfi ekki að hræðast
hálkuna. Sums staðar þar sem fjós
voru hvað hálust voru kýrnar jafn-
vel hættar að sýna yxniseinkenni,
en slíkt er, sjáðu til, afar bagalegt
fyrir frjósemina.“
Verkefnið Búum vel –
öryggi, heilsa, umhverfi
Það að reka bú til sveita krefst
fjölbreyttrar þekkingar af hálfu
bænda. Trúlega er búrekstur með
fjölbreyttari atvinnurekstri yfir-
leitt og þurfa bændur að kunna skil
á ótalmörgu sem snýr að fjármál-
um, upplýsingatækni, vinnuvernd,
hreinlæti, brunavörnum, umhverf-
ismálum og áfram mætti lengi
telja. Guðmundur Hallgrímsson
vann um árabil að úttekt á bruna-
vörnum í útihúsum og starfaði þá
með búnaðarsamböndum og sveit-
arfélögum víða um land. En við
úttektir á ástandi brunavarna varð
hann þess fljótt áskynja að sitt-
hvað fleira þarf að leiðbeina bænd-
um með. Nú er verið að þróa verk-
efni sem heitir „Búum vel - ör-
yggi, heilsa og umhverfi“ og felst
það í gerð almenns áhættumats í
búrekstri. „Í samstarfi við Bænda-
samtökin og búnaðarsamtök á
nokkrum svæðum hef ég verið að
heimsækja bændur og vinna í sam-
ráði við þá áhættumat fyrir búin.
Þetta er nokkurs konar innra eftir-
lit og snýr að fjölmörgum atriðum
í vinnuumhverfi bænda. En þetta
byggir allt á góðum samskiptum
við bændur. Ég lít ekki á mig sem
eftirlitsmann af hálfu hins opin-
bera og er það alls ekki, heldur
heimsæki ég bændur miklu frem-
ur sem ráðgjafi og er einhver sem
bændur geta leitað ráða hjá til að
bæta vinnuskilyrði, öryggi og um-
hverfið. Þeir þurfa að geta treyst
viðkomandi ráðgjafa og litið á
hann sem trúnaðarvin.“
Glöggt er gests augað
Þessi ráðgjöf getur að sögn Guð-
mundar snúið að fjölmörgum at-
riðum. „Til dæmis að vélum, raf-
magni í útihúsum, aðstöðu í gripa-
húsum, lýsingu, loftræstingu og
sitthverju öðru. Eins er rætt um
ásýnd býlisins, frágang túna og
girðinga, uppröðun véla og tækja,
rúllubaggaplön og fleira. Oft er
glöggt gests augað þegar til dæm-
is umhverfismál eru annars vegar.
Sumt átta menn sig jafnvel ekki
á að getur flokkast sem rusl eða
sóðaskapur, því þeir sjá notagild-
ið í hlutunum með öðrum augum
en þeir sem ekki til þekkja. Þann-
ig kom í ljós að á bæjarhlaðinu hjá
einum hafði bílhræ verið á toppn-
um í ein sjö ár af því alltaf stóð til
að hirða úr því náinn til að búa til
kerru. Tími hafði hins vegar ekki
gefist til þess, en áfram var bílhræ-
ið verðmæti í augum bóndans. Að
sama skapi virkaði hluturinn hins
vegar á gesti eins og sóðaskapur.
Sinnir verkefnum sem snúa að eldvörnum, nýsköpun og bættu vinnuumhverfi
Ráðsmaðurinn heimsækir bændur í verkefninu Búum vel
Guðmundur Hallgrímsson.
Nýverið kynnti Guðmundur færanlega úðakerfið fyrir slökkviliðsmönnum á
Akranesi. Hér er hann ásamt Þráni Ólafssyni slökkviliðsstjóra.
Færanlega úðakerfið sem Guðmundur hefur þróað rúmast í jeppakerru. Útdregið
getur það bleytt upp í 50 metra breiðu landi og heft gróðureld. Myndin er tekin
þegar kerfið var prófað við Berjadalsá nýverið.