Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 7 Viltu vaxa með okkur? Söludeild Skaginn 3X Sölumaður í söludeild fyrirtækjanna í Reykjavík og á Akranesi. • Starfsmaður skal hafa marktæka reynslu og brennandi áhuga á sölustarfi. • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. • Önnur tungumálakunnátta mikill kostur. • Hafa þekkingu á vinnslu- og framleiðslutækni. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri í síma 897 1403. Umsóknir skulu berast í netfang halldor@skaginn3x.com fyrir 4. apríl. Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavini þeirra að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistig fyrirtækjanna er hátt en þar vinna samtals um 150 manns í þremur starfsstöðvum sem eru um 10.000m2 að stærð. Félögin hafa vaxið umtalsvert síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er enn sem fyrr lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Vegna aukinna umsvifa fyrirtækjanna leitum við að nýjum starfskröftum. Þorgeir & Ellert hf. Vélvirkjar, stálsmiðir, suðumenn og aðstoðarmenn við framleiðslu í járniðnaði á Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Valgeir Valgeirsson yfirverkstjóri í síma 896 0180. Umsóknir skulu berast í netfang verkstjorar@skaginn3x.com fyrir 4. apríl. Skaginn hf. Vélvirkjar, stálsmiðir, rennismiðir, suðumenn og aðstoðarmenn við framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli á Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Sveinn R. Ingason yfirverkstjóri í síma 896 0182. Umsóknir skulu berast í netfang svenni@skaginn3x.com fyrir 4. apríl. skaginn3x.is Reykholtsprestakall Verið innilega velkomin S K E S S U H O R N 2 01 6 Athafnir í Reykholtskirkju um páska 25. mars Föstudagurinn langi kl. 22 26. mars páskavaka kl. 23 27. mars Páskadagur kl. 14 Á Gilsbakka 28. mars Annar páskadagur kl. 11 Sóknarprestur Í Stafholti 27. mars Páskadagur kl. 11 Í Norðtungu 25. mars Föstudagurinn langi kl. 14 Í Hvammi 28. mars Annar páskadagur kl. 14 Skipverjar á Víkingi AK komu með um þúsund tonn af loðnu til vinnslu á Akranesi á þriðjudags- kvöld í liðinni viku. Að sögn Al- berts Sveinssonar skipstjóra var þetta mjög góður afli ekki síst vegna þess að hann samanstóð að 85% af hrognafullri kvenloðnu. Albert sagði að það hefði engu að síður skyggt á ánægjuna í þessari veiðiferð að eftir að þessi þúsund tonn voru komin um borð í skip- ið hafi nótin gefið sig þar sem hún var við skipshlið og þeir misst af vænum skammti. „Maður var al- veg ótrúlega svekktur við þetta og nokkra stund að jafna sig. Það stefndi í að við hefðum fyllt skipið, allt upp í 2800 tonn í þessum túr af úrvals hráefni. Ótrúlega svekkjandi þegar veiðarfærin gefa sig svona,“ sagði Albert. Eftir löndun úr skip- inu var siglt til Reykjavíkur, ný nót tekin um borð og því næst haldið á miðin á Breiðafirði. mm Grátlegt að missa góðan afla út af rifinni nót Bjarki Steinar, Sigríður Vala, Sól- ey Saranya og Sóley Líf héldu ný- verið tombólu og söfnuðu 1.913 kr sem þau færðu Rauða krossinum á Akranesi. Rauði krossinn þakkar þessum duglegu börnum kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilk. Söfnuðu fyrir RKÍ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.