Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201630 „Hvað er það besta við páskana? Spurning vikunnar (spurt í Borgarnesi) Karólína Guðmundsdóttir: „Það besta er að þá eru allir í fríi.“ Friðrik Óskarsson: „Fríið.“ Sigríður Herdís Magnúsdóttir: „Páskaeggin, ekki spurning.“ Elva Pétursdóttir: „Páskaegg.“ Hörður Gunnar Geirsson (t.v.) og Ágúst Ísfjörð: „Páskafríið.“ Sjóbaðsfélag Akraness var stofnað fyrir tæpum fimm árum. Síðan hef- ur þeim jafnt og þétt farið fjölgandi sem fara í sjóböð við Langasand og svamla þar í öllum veðrum og vind- um. Bjarnheiður Hallsdóttir hefur stundað sjósund undanfarin ár og er í stjórn Sjóbaðsfélagsins. Hún seg- ir marga vera forvitna um sjóböð- in og þekkir það að fá ýmsar spurn- ingar því tengdu. Hún segir þó að sjósundfólki verði oftast orða vant. „Áhrifum sjósundsins er nefnilega alls ekki hægt að gera skil með einu orði eða einni meitlaðri setningu. Þessu er erfitt að lýsa. Orðið núll- stilling eða endurræsing finnst mér komast næst því að lýsa áhrifum sjó- sundsins hvað mig snertir. Kannski nær þarna núvitundin hæstu hæð- um? Þegar komið er í sjósundið skil- ur maður allar áhyggjur og streitu- valda eftir í fjörunni og öll skynjun og vitund helgast af því að laga sig að þeim aðstæðum sem bíða þegar út í sjóinn er komið,“ útskýrir hún. Hún bætir því við að starfsemi lík- amans fari líka öll í einn farveg, að reyna eftir mætti að halda á sér hita við erfiðar aðstæður. „Þegar vaðið er út í sjóinn, læsist kuldinn um líkam- ann. En fljótlega eftir að fólk er lagst til sunds, eða komið á kaf upp að hálsi, færist yfir þægilegur doði sem gerir fólki kleift að njóta verunnar í sjónum. Stundum er hann spegil- sléttur og þá er ekkert betra en að synda rösklega meðfram ströndinni, eða í átt til hafs – finna saltbragðið á vörunum og njóta nálægðarinnar við náttúruna, fuglana, fiskana, selina og útsýnisins,“ heldur hún áfram. Verða börn á ný Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyr- ir sjósundi við Langasand þrisvar í viku, allt árið um kring. Hist er klukkan 11 á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum og klukkan 18 á miðvikudögum. Bjarnheiður segir að þar hittist ákveðinn kjarni fólks sem fer stækkandi með hverju ári. „Þetta er líklega líflegra yfir sum- arið en þó fer þeim fjölgandi sem mæta yfir veturinn. Síðasta sunnu- dag mættu til dæmis tólf manns. Þetta vex frekar en hitt og það eru fleiri sem eru farnir að stunda þetta árið um kring.“ Hún segir sjóinn stundum óstilltan, að kraftmiklar öldurnar lemji ströndina og að þá sé gaman. „Þá lætur maður öldurn- ar kasta sér fram og aftur, lætur þær brotna á sér og stingur sér í þær. Við þessar aðstæður verða allir börn á ný og njóta þess að leika sér. Eftir sjó- sundið fer fólk síðan skælbrosandi í heita pottinn og hitar líkamann upp aftur. Við tekur vellíðan sem end- ist það sem eftir lifir dags,“ útskýr- ir hún. Dýfingakeppni nýjung í ár Á undanförnum árum hefur þró- ast dagskrá hjá félaginu og bætast nýir viðburðir við á hverju ári. Nýj- ung í ár er dýfingakeppni í tilefni af Degi hafsins. „Við reynum líklega að fá bát sem siglir með okkur að- eins út frá bryggjunni og höfum dýf- ingakeppnina af þilfarinu. Svo förum við aftur í vorferð á Bjarteyjarsand í ár, líkt og við gerðum í fyrsta sinn í fyrra. Þá syndum við í sjónum þar, förum í pottinn og borðum kvöld- mat,“ segir Bjarnheiður. Þá er boðið upp á nokkur sund í sumar, þar sem syntir eru allt að 1700 metrar. Ekki taka þó allir félagar þátt í að synda slíkar vegalengdir. „Það má eigin- lega segja að það séu tvær deildir í sjóbaðsfélaginu. Sumir synda en aðr- ir ekki. Það eru ekki nærri því allir sem kæra sig um að taka þátt í þess- um löngu sundum, það er bara brot af félögunum sem eru í því. Flestir fara bara í sjóbað og láta það duga.“ Bjarnheiður segir ekkert hafa verið sannað um hollustu þess að stunda sjósund eða sjóböð, enda hafi senni- lega ekki verið gerðar neinar mark- tækar rannsóknir á áhrifum þess á mannslíkamann. Hún segir það þó mál bæði leikra og lærðra að sjó- sundið hafi góð áhrif á blóðrásina, hjarta og húð. „Það er fátt betra eft- ir að hafa reynt vel á sig en að henda sér í sjóinn og láta hann mýkja auma vöðva. Áhrif á andlega heilsu eru sömuleiðis álitin góð, allavega af þeim sem stunda sjóinn að ráði. Það er óhætt að segja að allir komi endurnærðir og í góðu skapi upp úr sjónum. Kostir sjósundsins eru ótal margir og ávinningur óumdeildur, kostnaður í lágmarki og skemmt- un í hámarki. Ég get ekki annað en hvatt alla til að prófa.“ grþ / Ljósm. Guðni Hannesson. Drög að viðburðaáætlun Sjóbaðs- félags Akraness fyrir árið 2016 (birt með fyrirvara um breyting- ar). 26. maí: Vorferð á Bjarteyjar- sand, með sundspretti, pottaferð og kvöldmat (brottfarartími auglýstur síðar). 04. júní: Dýfingakeppni í tilefni af Degi hafsins (tími auglýstur síðar). 20. júní kl. 20: Álmaðurinn, þrí- þraut (e.t.v með „skemmtiútgáfu“). 2. júlí kl. 11: Helgasund á Írskum dögum, 900m. 16. júlí kl. 12:30: Skarfavararsund, 1.700m. 27. ágúst kl. 12:30: Helgusund í Hvalfirði, 1700m. 10. desember kl.12: Jólastund eft- ir sjóbað 24. desember kl. 09:30: Jólasjó- bað. 31. desember kl. 09:30: Gamlárs- bað. Allir koma endurnærðir upp úr sjónum Synt í sjónum við Langasand. Langisandur hentar einstaklega vel til sjóbaða. Félagar úr Sjóbaðsfélagi Akraness á Bjarteyjarsandi. Stuð á Aggapalli á sjómannadaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.