Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 20166 Veiðikortið kynnir silungsveiðina VESTURLAND: Innan vé- banda Veiðikortsins eru fjöl- mörg vötn um allt land. Nú hefur Veiðikortið kynnt hvenær opnað verður til silungsveiða í vor. Af vötnum á Vesturlandi má nefna að Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn á Snæfells- nesi eru opnuð þegar ísa leysir á vorin og er veiði í þeim leyfð til 30. september. Eyrarvatn, Þór- isstaðavatn og Geitabergsvatn í Svínadal verða opnuð 1. apríl næstkomandi og verða opin til 25. september. Hraunsfjörður á Snæfellsnesi verður opnaður 1. apríl til 30. september. Með- alfellsvatn í Kjós er opið frá 1. apríl til 20. september. Hítar- vatn verður opnað til veiða 31. maí og verður út ágúst. –mm Fjölluðu um úrgangsmál BORGARBYGGÐ: Í síðustu viku var haldinn opinn fundur um úrgangsmál í Borgarbyggð. Á fundinum kynnti formaður umhverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefndar fyrirkomu- lag sorphirðu og úrgangsmála í sveitarfélaginu og að því loknu voru flutt nokkur áhugaverð er- indi um málefnið. Meðal þess sem kom fram er að ekki þarf lengur að setja endurvinnsluúr- gang í glæra plastpoka, heldur er í góðu lagi að setja hann beint í grænu tunnuna. Ný flokkun- artafla fyrir grænu tunnuna er aðgengileg á vef Borgarbyggð- ar þar sem jafnframt má lesa um það sem fram fór á fundinum. -mm Keppa í Útsvari á morgun SNÆFELLSBÆR: Ann- að kvöld, miðvikudaginn 23. mars, hefst á ný keppni í Út- svari, spurningakeppni sveitar- félaganna á RÚV, en venju sam- kvæmt var gert hlé á keppninni vegna Gettu betur. Aðeins ein viðureign er eftir í 16 liða úrslit- um og þar eigast við Snæfells- bær og Rangárþing ytra. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunn- arsson. Sem kunnugt er unnu þeir í fyrstu umferð keppninnar stórsigur á Rangárþingi eystra, 103-32 og munu freista þess annað kvöld að leggja nágranna þeirra í Rangárþingi ytra að velli. –kgk Fóru í örnefnagöngu AKRANES: Síðastliðinn fimmtudag stóðu Landmæling- ar Íslands fyrir örnefnagöngu. Tilefnið voru írskir vetrardag- ar, sem nú voru haldnir í fyrsta skipti. Það voru þau Rannveig Benediktsdóttir, Guðni Hann- esson og Eydís Finnbogadóttir sem miðluðu af fróðleik sínum í göngunni sem farin var í blíð- skaparveðri. Lagt var af stað frá Aggapalli þar sem sagðar voru sögur af Langasandi, Þjótnum, Jaðarsbökkum að ógleymdum Agga, sem pallurinn er nefndur eftir. Þaðan lá leiðin að Kross- víkurvita og síðan á Sólmund- arhöfða þar sem göngumenn fundu fornan neysluvatnsbrunn innan um kúmenplöntur sem vaxa í miklu magni á höfðanum. Næst var gengið í kirkjugarðinn og sagðar sögur og endað för við írska steininn. –mm/ Ljósm. akranes.is Jafnir á toppnum AKRANES: Félagar í Bridds- félagi Akraness byrjuðu Akra- nesmótið í tvímenningi síðast- liðinn fimmtudag. Spilaður er barómeter, tvöföld umferð á kvöldi með forgefnum spilum, fjögur spil á milli para. Staðan eftir fyrsta kvöld af þremur er sú að jafnir í efstu sætunum með 56,4% skor eru Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögn- aldsson annars vegar en Borg- firðingarnir Logi Sigurðsson og Heiðar Árni Baldursson hins vegar. Í þriðja sæti með 56,1% skor eru Magnús Magnússon og Leó Jóhannesson. Næst verður spilað hjá félaginu fimmtudag- inn 31. mars. –mm Föstudaginn 11. mars var hald- inn sameiginlegur deildarfund- ur þriggja deilda Auðhumlu svf. í Snæfellsness- og Mýrasýsludeild, Borgarfjarðardeild og Hvalfjarð- ardeild. Fundurinn var haldinn að Hótel Hamri í Borgarnesi. Eg- ill Sigurðsson, stjórnarformað- ur Auðhumlu, Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri Auðhumlu, Ari Edwald forstjóri MS og Björn Baldursson mjólkurbússtjóri á Sel- fossi fóru yfir rekstur Auðhumlu og MS á síðalstliðnu ári. Fram kom að aldrei hefur verið vigtuð inn jafnmikil mjólk á lands- vísu og á síðasta ári, eða 146 millj- ónir lítra. Framleiðsla mjólkur var langt umfram það sem spáð hafði verið en salan gekk engu að síður mjög vel. Birgðastaða var í upphafi liðins árs í lágmarki en er komin í viðunandi horf. Miklar umræð- ur urðu á fundiunum um málefni mjólkuriðnaðarins og kynnt voru drög að samþykktarbreytingum Auðhumlu sem verða lagðar fyrir aðalfund félagsins sem fram fer á Akureyri 15. apríl næstkomandi. Framleiddu úrvalsmjólk Undanfarin ár hefur verið venja að mjólkurbússtjóri veiti þeim inn- leggjendum viðurkenningar sem framleiða úrvalsmjólk allt árið. Í ár var eftirfarandi búum veittar við- urkenningar: Úr Hvalfjarðardeild: Bakki. Úr Borgarfjarðardeild: Hægindi, Mófellsstaðir og Skálpastaðir. Úr Snæfellsness- og Mýrasýslu- deild: Jörfi, Stakkhamar, Furu- brekka og Nýja-Búð. mm/lb Fengu verðlaun fyrir framleiðslu úrvalsmjólkur Þau fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 2015. Annað forgjafarmót í pútti hjá eldri borgurum í Borgarbyggð fór fram í Eyjunni í Brákarey þriðjudaginn 15. mars. Þátttakendur voru 13 talsins. Leiknar voru 36 holur. Verulegar framfarir voru sýnilegar frá sams- konar móti sem haldið var í febrúar og margir hafa lækkað forgjöf sína, sem byggðist á meðalskori á æf- ingum í febrúar. Hlutskarpastur án forgjafar varð Þórhallur Teitsson með 60 högg. Annar varð Þorberg- ur Egilsson með 62 högg og þriðji Ingimundur Ingimundarson með 63 högg. Hugrún B. Þorkelsdóttur stóð uppi sem sigurvegari með for- gjöf. Lék hún á 58 höggum nettó. Í öðru sæti varð Ágúst M. Har- aldsson með 60 högg og Sigurður Þórarinsson þriðji með 60 högg. Að sögn Ingimundar Ingimundar- sonar er stefnt að þriðja forgjafar- mótinu innanhúss um miðjan apríl. En væntingar eru að upp úr því geti æfingar farið að hefjast utan húss. mm/ii/ Þórhallur og Hugrún sigurvegarar á púttmóti Verðlaunahafar á öðru forgjafarmóti eldri borgara í Borgarbyggð. Ljósm. Guðmundur Bachmann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.