Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 25 Freisting vikunnar Ljúffeng súkkulaðikaka Hér er uppskrift að góðri köku sem nota má við öll tækifæri. Efni: 5 msk smjör 100 gr suðusúkkulaði 3 egg 3 dl sykur 1 tsk vanilludropar 1,5 dl hveiti 1 tsk salt 4 msk smjör 1 dl púðursykur 2 msk rjómi 1 poki pekanhnetur (eða valhnetur) 100-150 gr saxað suðusúkkulaði. Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði sam- an yfir vatnsbaði og geymið. Þeyt- ið egg og sykur vel saman. Bætið vanilludropunum út í eggjablönd- una. Þá er þurrefnunum bætt var- lega samanvið. Hellið nú súkkul- aðinu saman við deigið og hellið því svo í hringlaga form. Kakan er bök- uð í 15 mínútur við 175 gráður. Á meðan kakan er í ofninum hitið þá í potti 4 msk af smjöri, 1 dl. af púður- sykri og setjið síðast í rjómann. Lát- ið blönduna sjóða í eina mínútu. Þegar kakan er tilbúin er ein- um poka af pekanhnetum (eða val- hnetum) dreift yfir kökuna og síð- an er púðursykurs-karamellunni hellt yfir. Kakan er síðan sett aftur í ofninn og bökuð áfram í u.þ.b. 20 mínútur. Þegar hún er fullbökuð er 100-150 gr af söxuðu suðusúkkulaði stráð yfir kökuna. Mjög gott er að bera þessa köku fram með vanillu- ís eða rjóma. Theódóra Friðbjörnsdóttir kennir 5. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæj- ar í Ólafsvík. Hún hefur frá áramót- um notað Mystery Skype til kennslu í landafræði. Mystery Skype er leik- ur sem byggir á samskiptaforritinu Skype, sem gerir fólki kleift að eiga vídjósamtal, þ.e. tala saman en einnig fylgjast hvort með öðru gegnum vef- myndavél. Áður en leikurinn getur hafist finna kennarar tíma fyrir bekki sína að hittast, en lykilatriði er að börnin viti ekki hvar hinn bekkurinn er staddur á jarðkúlunni og er því nokkurs kon- ar feluleikur. „Leikurinn gengur út á að láta bekkina leita að hvorum öðr- um. Krakkarnir spyrja hinn bekkinn spurninga eins og til dæmis „eruð þið á Norðurlandi?“ og ef svarið er „já“ fær bekkurinn að spyrja aftur. Sé svarið hins vegar neikvætt fær- ist svarréttur yfir,“ segir Theódóra í samtali við Skessuhorn. Sá bekkur fer með sigur af hólmi sem fyrr getur staðsett hinn. Áður en leikurinn hefst þarf að fara fram rannsóknarvinna og nokkrar spurningar þarf að undir- búa. Krakkarnir taka svo að sér mis- munandi hlutverk á meðan leikurinn stendur yfir. Spyrlar sjá um að fara að myndavélinni og bera upp spurn- ingar bekkjarins og svarfólk sér um að svara þeim spurningum sem ber- ast. Skrásetjarar halda utan um alla þá vitneskju sem bekkurinn aflar og kortafólkið sér um að leita í landa- bréfabókum og á Íslandskorti. Einn- ig hafa verið gúgglarar, sem leita á internetinu eftir upplýsingum sem nýst gætu bekknum við leitina. Horfa inn í önnur bæjarfélög Theódóra segir börnin hafa af leikn- um bæði gagn og gaman. „Krökkun- um finnst þetta rosalega skemmti- legt og leikurinn getur kennt þeim ótrúlega margt. Þetta er ekki að- eins landafræðikennsla heldur líka samfélagsfræði, rannsóknarvinna og kennir þeim að vinna í hóp þar sem allir hafa afmarkað hlutverk en sam- eiginlegt markmið. Það næst aðeins með því að vinna saman sem ein heild og það kennir krökkunum sam- skipti og gagnrýna hugsun,“ segir hún. En umfram allt segir Theódóra að Mystery Skype getir gert landa- fræðikennsluna lifandi. „Í þessum tímum nota krakkarnir hugtök sem tengjast landafræðinni,“ segir hún og nefnir landshluta og bæjarfélög sem dæmi. „En í þessum tímum er ein- hvern veginn allt lifandi fyrir framan okkur á skjánum. Þarna erum við að tala við fólk sem býr annars staðar á landinu og fáum jafnvel að sjá hvern- ig er umhorfs út um glugga kennslu- stofunnar gegnum vefmyndavélina. Þá horfa krakkarnir inn í önnur bæj- arfélög. Ég held að þau fái dýpri lær- dóm af þessu en þau fengju gegn- um hefðbundna kennslu eingöngu,“ bætir hún við. Orðinn fastur liður Aðspurð kveðst Theódóra fyrst hafa komist í kynni við Mystery Skype gegnum Hugrúnu Elísdóttur, sem er verkefnisstjóri í upplýsingatækni við Grunnskóla Snæfellsbæjar. „Hún er alveg frábær og hugmyndarík. Hún hefur verið að viða að sér alls kon- ar öppum og hugmyndum og læt- ur okkur vita þegar hún rekst á eitt- hvað sniðugt,“ segir Theódóra. „Hún benti mér á Mystery Skype og mér fannst það mjög spennandi. Ég fór því að lesa mig til um leikinn og ákvað að haf samband við fleiri kenn- ara, kanna áhuga fyrir þessu og í kjöl- farið komum við á fyrsta fundinum. Síðan þá er þetta orðinn fastur liður í kennslunni,“ bætir hún við og þar skipta undirtektir nemenda miklu máli. „Þetta eru skemmtilegustu skóladagarnir, þegar við eigum Mys- tery Skype fundi. Þá er mikil spenna og gleði í kennslustofunni og krökk- unum þykir gaman að tala við jafn- aldra sína annars staðar á landinu,“ segir Theódóra. Hver leikur tekur um það bil 20 mínútur og spilað er einu sinni til tvisvar í mánuði. Enn sem komið er hefur aðeins verið spilað innanlands en Theódóra segir næsta skref að prófa að hafa samband við skóla er- lendis. „Þegar krakkarnir verða orðn- ir öruggir með sig í leiknum stefni ég að því að koma á fundi við bekk í öðru landi. Þá fengju krakkarnir að spreyta sig á ensku og þá myndi enn einn lærdómurinn bætast við leik- inn,“ segir Theódóra. „En það er rökrétt að byrja innanlands, svona á meðan allir er að læra á þetta, bæði nemendur og kennarar.“ Leikurinn er að sögn Theódóru gagnlegt tæki til að brjóta upp hefð- bundna kennslu og segir hún að áhugasamir kennarar geti gengið í hópinn „Mystery Skype í íslensku skólasamfélagi“ á Facebook. Það sé umræðuvettvangur fyrir kennara sem hafa áhuga á að nýta sér leikinn í sinni kennslu. „Það er um að gera að kennarar séu óhræddir við að fikra sig áfram og prófa nýja hluti,“ seg- ir Theódóra Friðbjörnsdóttir að lok- um. kgk Notar Mystery Skype til að lífga upp á kennsluna Nemendur 5. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar fylgjast spenntir með gangi mála í fyrsta Mystery Skype kennslutímanum. Theódóra Friðbjörnsdóttir kennari ásamt spyrli hópsins, sem hefur það hlutverk að bera upp spurningar til bekksins á hinum enda vídjósam- talsins. Krakkarnir vita ekki hvar hinn bekkurinn er og er markmið Mystery Scype leiksins að komast að því. Nemendur í Grunnskóla Grundar- fjarðar héldu árshátíð sína 17. mars síðastliðinn þegar þeir gerðu sér glaðan dag í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar. Þá var sett upp leiksýn- ingin um Pétur Pan hjá yngsta stiginu og krakkarnir á miðstig- inu sýndu tvö frumsamin leikverk ásamt skemmtilegum myndbrotum þar sem kennararnir fengu að kenna á því, ef svo mætti að orði komast. Fréttaritari Skessuhorns gat ekki séð betur en að mikill metnað- ur hafi verið lagður í öll atriðin og skilaði það sér vel til áhorfenda. tfk Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar Í síðustu viku var frétt hér í blaðinu um bikarmeistaramót Íslands í dansi og greint frá góðum árangri barna og ungmenna bæði frá Akranesi og Borgarfirði. Þrátt fyrir ítarlega frétt af mótinu láðist að geta um frábær- an árangur 14 ára ungmenna úr Borgarnesi. Í grunnsporakeppninni var keppt um bikarmeistaratitil hjá þeim sem eru í efsta styrkleikaflokki í grunnsporum og dansa fjóra dansa. Þau Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir urðu bikarmeistar- ar í Latín dönsum í flokki „ungling- ar II“. Í fréttinni var sagt að annað danspar, Helgi Reyr og Heiður Dís frá Akranesi, hafi orðið í þriðja sæti í þeim flokki, en þau urðu í öðru sæti á eftir Anton Elí og Örnu Jöru. Þetta leiðréttist hér með og beðist velvirð- ingar á að nafn þeirra féll niður. Jafn- framt skal áréttað að þegar upplýs- ingum um fjölmenn mót sem þetta er komið til ritstjórnar, er æskilegt að alls heimafólks sé getið í ábendingu, til að svona óhöpp hendi síður. mm Viðbót við dansfrétt Arna Jara Jökulsdóttir og Anton Elí Einarsson urðu bikarmeistarar í Latín dönsum í flokki „Unglingar II.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.