Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201614 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Síðastliðinn miðvikudag brá frétta- ritari Skessuhorns sér í siglingu yfir Breiðafjörð með ferjunni Baldri. Skipstjórinn Sigmar Logi Hin- riksson og stýrimaðurinn Mattí- as Arnar Þorgrímsson sitja saman í brú ferjunar þessa dagana en aldrei hafa verið yngri skipstjórnarmenn á Baldri. Sigmar er 33 ára en Mattí- as 29 ára. Báðir eru þeir mennt- aðir úr Stýrimannaskólanum, Sig- mar útskrifaðist þaðan árið 2012 og Mattías 2015. Meðalaldurinn í brúnni var ekki hár þennan dag og létt andrúmsloftið ilmar af ný- löguðu kaffi. „Það er dýrari týpan,“ eins og skipstjórinn orðar það, Sen- seo classic kaffipúðar sjá um að fylla bolla áhafnarinnar af ilmandi kaffi. Menn skiptast á skemmtisögum úr Stýrimannaskólanum og njóta sam- veru hvers annars. Yfir vetartímann fer Baldur eina ferð frá Stykkishólmi yfir á Brjáns- læk og til baka sex daga vikunnar og stoppar í Flatey þegar tilefni er til. Veturinn er rólegur tími á ferjunni. Lítið, en þó eitthvað, af ferðafólki og svo þurfa vöruflutningabílar að komast sína leið. Yfir sumarið er öllu meira að gera, þá eru ferðirnar tvær yfir fjörðinn og alltaf stoppað í Flatey. Aðspurðir segjast Sigmar og- Mattías báðir ætla að búa í Stykkis- hólmi um ókomna tíð. Þeir stefna ótrauðir að því að verða einn dag- inn elstir um borð, ólíkt því sem er í dag, en saman eru þeir félagar gjarnan kallaðir Unglingavaktin af samstarfsfólki sínu. Auk þess að sigla saman á Baldri eru þeir báðir skipstjórar á Særúnu sem siglir um Breiðafjörðinn og kynnir gestum sínum fyrir eyjum og umhverfi. jse Unglingavaktin á Baldri Sigmar og Mattías við störf í Baldri. Á Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem hald- in var á Selfossi dagana 16. - 18. mars síðastliðna var skorað á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfé- lög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á mál- efnum samfélagsins. Einkum mála sem varða ungmennin sjálf. Yfir- heiti ráðstefnunnar var „Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna“ og fjallaði hún um stöðu geðheil- brigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag. Þátttakendur á ráð- stefnunni voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heima- svæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf. Í ályktun ungmennaráðs sagði m.a.: Geðheilbrigðismál í ólestri „Biðtími eftir sér- og ítarþjónustu geðheilbrigðiskerfisins getur verið allt að 18 mánuðir. Við lok síðasta árs voru 718 börn og ungmenni á biðlistum eftir þess háttar þjónustu, en það eru þeir sem þegar höfðu sótt grunnþjónustu en ekki fengið. Á grunnþjónustustigi geðheilbrigð- iskerfisins er löng bið veruleiki sem bitnar á mjög stórum hópi barna og ungmenna. Heildarbiðtími barna og ungmenna eftir þjónustu getur því orðið allt að þrjú til fjögur ár. Það er fullkomlega óásættanlegt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þessir löngu biðlistar ganga ekki einungis gegn lögbundnum skyld- um ríkisins heldur stofna þeir vel- ferð borgara í hættu. Það teljum við algjörlega óviðunandi og krefjumst þess að stjórnvöld átti sig á mikil- vægi þessa málaflokks, ekki bara í orði heldur verki, strax í dag.“ Fordómar vegna aldurs Síðar í ályktun ungmennaráðs segir: „Það er mikill vilji meðal ungmenna að taka virkan þátt í lýðræðinu en við upplifum fordóma vegna aldurs og meints reynsluleysis. Við viljum benda á að reynsla einstaklinga er mjög fjölbreytt og að ungt fólk býr margt yfir reynslu og upplifunum sem þeir sem eldri eru þekkja ekki. Okkur er stórlega misboðið yfir áhugaleysi stjórnmálamanna til þess að höfða til ungmenna og minnum á það að ungmenni á aldrinum 16 - 30 ára eru 76.000 manns á Íslandi í dag. Fjórði hver Íslendingur er ung- menni en það endurspeglast hins- vegar ekki á alþingi, æðsta stjórn- valdi á Íslandi. Til þess að styrkja stöðu ungmenna í lýðræðinu kemur lækkun kosningaaldurs í 16 ár sterk- lega til greina. Ungt fólk er ekki bara framtíð- in, við erum til núna og höfum áhrif í dag. Biðtími eftir þjónustu í geð- heilbrigðismálum barna og ung- linga hefur náð hættustigi. Í dag eru hundruðir barna og ungmenna sem hljóta skaða af þeim langa biðtíma sem úrræðaleysi stjórnvalda árum saman hefur valdið. Ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til þess að setja mál- efni barna og ungmenna í forgang strax, þá mun það halda áfram að valda óafturkræfum skaða fyrir sam- félagið allt.“ mm Ungmenni vilja taka virkari þátt í lýðræðinu Svipmynd frá ungmennaráðstefnu UMFÍ þar sem menntamálaráðherra var meðal gesta. Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Myndlistasýning í Átthagastofu Snæfellsbæjar Guðjón Stefán Kristinsson, hleðslumeistari frá Dröngum á Ströndum mun sína verk sín í Átthagastofu Snæfellsbæjar frá og með 24 mars næstkomandi. Guðjón mun sýna málverk og skúlptúra sem hann hefur unnið í hvalbein meðal annars. Sýningin verður opin á opnunartíma Átthaga- stofunnar og mun standa yfir til 15 apríl. Opnunarhátíð verður 24 mars kl 14– 17 og eru allir velkomnir. Boðið verður uppá léttar veitingar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.