Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur heimsótti Fjölni í loka- leik 1. deildar karla í körfuknatt- leik á föstudag. Með sigri í leiknum gátu Borgnesingar tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og þar með heima- leikjarétt í úrslitakeppninni. Jafnt var á með liðunum á upphafs- mínútum leiksins sem gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Skalla- grímsmenn tóku forskotið með góð- um kafla undir lok fyrsta leikhluta en Fjölnir jafnaði skömmu síðar. Leik- urinn var í járnum og liðin skiptust á að leiða það sem eftir lifði fyrri hálf- leiksins. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í leikhléinu, Fjölnir leiddi 44-43. Heimamenn mættu gríðarlega ákveðnir til síðari hálfleiks og sigu fram úr í þriðja leikhluta. Skalla- grímsmenn voru hins vegar hvergi af baki dottnir og svöruðu fyrir sig í lokafjórðungnum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og upphófust spennandi lokamínútur. Fjölnir hélt hins vegar út og hafði fjögurra stiga sigur, 89-85. J.R. Cadot var atkvæðamestur Skallagrímsmanna með 29 stig og 15 fráköst. Sigtryggur Arnar Björns- son kom honum næstur með 18 stig, þá Hamid Dicko með 12 stig en aðr- ir höfðu minna. Úrslit leiksins þýða að Skalla- grímur hafnar í fjórða sæti deildar- innar og rétt missir af heimaleikja- rétti í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild. Þar mætir liðið Val og fyrsti leikurinn í þriggja leikja viður- eign liðanna verður leikinn í Vals- heimilinu þriðjudaginn 29. mars næstkomandi. kgk Skallagrímsmenn rétt misstu af heimaleikjaréttinum J.R. Cadot og félögum hans í Skallagrími tókst ekki að tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppni 1. deildar karla. Þeir töpuðu naumlega gegn Fjölni og mæta því Valsmönnum í úrslitakeppninni. Mynd úr safni. Körfuknattleikslið Ungmenna- félags Grundarfjarðar tók á móti toppliði Laugdæla í 3. deild karla laugardaginn 19. mars síðastliðinn. Gestirnir höfðu fram að þessu ekki tapað leik í deildinni og voru verð- skuldað á toppnum. Heimamenn mættu grimmir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Var jafnræði með liðunum en gestirnir leiddu þó í hálfleik. Laugdælir urðu svo fyrir áfalli þegar einn leikmaður þeirra meiddist illa og þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Skömmu síðar varð annar leikmaður þeirra fyrir hnjaski og þurfti að horfa á leikinn af varamannabekknum. Þar af leið- andi þurftu gestirnir að klára leik- inn einum leikmanni færri og náðu heimamenn að landa dýrmætum sigri 78 - 70 og koma sér í þriðja sæti í deildinni með 14 stig. Laug- dælir sitja þrátt fyrir þetta enn á toppnum með 22 stig. tfk Grundfirðingar lögðu toppliðið Eftir öruggan sigur á Keflavík síð- asta miðvikudag, 80-59, heimsóttu Snæfellskonur Grindavík í næst- síðustu umferð Domino‘s deild- ar kvenna í körfuknattleik síðast- liðinn laugardag. Snæfellskonur tóku stjórn leiksins snemma í sín- ar hendur, léku vel í upphafsfjórð- ungnum og náðu 14 stiga forystu. Heimaliðið reyndi að hanga í þeim en með góðum kafla skömmu fyrir hálfleik jók Stykkishólmsliðið for- skot sitt frekar. Staðan í leikhléi var 28-50 og Snæfell komið í væn- lega stöðu. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði. Snæfell réði lögum og lofum á vellinum og Grindvík- urkonur komust aldrei inn í leik- inn aftur. Gestirnir bættu hægt og rólega við forskotið allt til leiks- loka og unnu að lokum öruggan 30 stiga sigur, 62-92. Enn einu sinni fór Haiden Pal- mer mikinn í liði Snæfells. Hún setti upp laglega þrennu með 23 stig, 15 fráköst og tíu stoðsending- ar. Henni næst kom Bryndís Guð- mundsdóttir með 17 stig og sjö fráköst, þá Gunnhildur Gunnars- dóttir með tólf stig, María Björns- dóttir með ellefu en aðrar höfðu minna. Fyrir lokaumferðina er Snæfell í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, tveimur stigum á eftir topp- liði Hauka sem unnu sinn leik um helgina. Snæfell á þó enn mögu- leika á deildarmeistaratitlinum. Þær þurfa að sigra Val í Hólmin- um í kvöld, þriðjudaginn 22. mars, og treysta á að Haukar tapi á sama tíma gegn botnliði Hamars. kgk Snæfellskonur geta enn hampað deildarmeistaratitlinum Haiden Palmer setti upp enn eina þrennuna þegar Snæfell vann stór- sigur í Grindavík á laugardag. Mynd úr safni. ÍA heimsótti Þór Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik síð- astliðið föstudagskvöld. Leikur- inn skipti engu máli upp á stöðu liðanna í deildinni að gera. Þórs- arar höfðu þegar tryggt sér deild- armeistaratitilinn og öruggt sæti í Domino‘s deildinni að ári. Skaga- menn voru fyrir leikinn öruggir með 5. sætið og þátttökurétt í úr- slitakeppni 1. deildar. Þórsarar byrjuðu leikinn með miklum látum, hittu ótrúlega vel og náðu afgerandi forskoti snemma leiks. Áfram réðu þeir ferðinni og leiddu með 23 stigum í hálfleik, 62-39. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði. Heimamenn réðu ferðinni og Skagamenn virtust ekki líklegir til að gera neina atlögu að forystunni en Þórsarar bættu lítið eitt við forskot sitt. Leikurinn var aldrei spennandi og lauk með 33 stiga sigri Þórs, 107-74. Sean Tate var atkvæðamestur leikmanna ÍA með 26 stig og fimm stoðsendingar. Honum næstur kom Fannar Freyr Helgason með 20 stig og sex fráköst. Sem fyrr segir voru Skagamenn öruggir með 5. sæti deildarinn- ar og sæti í úrslitakeppninni. Þar mæta þeir Fjölni, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Fyrsti leik- urinn í þriggja leikja viðureign þeirra verður leikinn í Grafarvogi þriðjudaginn 29. mars næstkom- andi. kgk Skagamenn töpuðu stórt í lokaumferðinni Sean Tate var atkvæðamestur Skaga- manna í tapleiknum gegn Þór Ak. síðastliðinn föstudag. Mynd úr safni. Deildarmeistarar Skallagríms heimsóttu Fjölni í lokaleik 1. deildar kvenna í körfuknattleik síðastliðinn föstudag. Staða beggja liða í deildinni var ráðin fyrir leik- inn og að því litlu að keppa. Skallagrímskonur náðu foryst- unni á upphafsmínútum leiksins en leikmenn Fjölnis sýndu góða bar- áttu og gættu þess að missa gest- ina ekki of langt frá sér. Þær áttu sér hins vegar ekki viðreisnar von í öðrum leikhluta. Skallagrímskon- ur tóku öll völd á vellinum, skelltu í lás í vörninni, gáfu í sóknarlega og leiddu með 25 stigum í hálfleik, 23-48. Leikurinn var unninn og aðeins formsatriði að ljúka honum og það gerðu Skallagrímskonur með stæl. Þær juku forskot sitt hægt og stíg- andi allt til loka leiksins á með- an heimaliðið átti erfitt uppdrátt- ar. Þegar lokaflautan gall höfðu þær skorað rúmlega tvöfalt fleiri stig en Fjölnir. Leiknum lauk með hvorki meira né minna en 44 stiga sigri Skallagríms, 84-40. Ka-Deidre J. Simmons var stigahæst Skallagrímskvenna með 21 stig en næst henni kom Erikka Banks með 20 stig og fimm frá- köst. Deildarmeistarar Skallagríms eiga heimaleikjarétt í úrslitavið- ureigninni um laust sæti í Dom- ino‘s deildinni að ári. Þar mætir Skallagrímur annað hvort KR eða Njarðvík. kgk Risasigur Skallagrímskvenna í lokaleiknum Ka-Deidre J. Simmons lék vel í risasigri Skallagrímskvenna á Fjölni í lokaleik deildarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.