Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201612 Undanfarnar tvær vikur hafa Borg- nesingar heyrt hamarshögg berast frá Hrafnakletti 1b, þar sem veit- ingastaðurinn Vinakaffi var áður til húsa. „Við byrjuðum að vinna að breytingunum fyrir tveimur vik- um og stefnum á að opna veitinga- staðinn La Colina í byrjun maí, segir Jorge Ricardo sem stend- ur að rekstrinum ásamt eiginkonu sinni Alicia Guerrero. „Við hefð- um gjarnan viljað opna fyrr en hús- ið þarfnast viðhalds bæði að inn- an sem utan og því næst það ekki fyrr,“ bætir hann við. Því er unnið hörðum höndum að breytingum og viðhaldi hússins þessa dagana, en allir sem koma að framkvæmdum eru heimamenn. Verður La Colina fyrsta veit- ingahúsið sem þau Ric- ardo og Alicia reka á Íslandi en bæði hafa þau reynslu úr veitingageiran- um, sem rekstraraðilar og almenn- ir starfsmenn. Eru þau þegar farin að leggja drög að matseðli staðar- ins. Þar verður meðal annars boðið upp á kaffi og ástarpunga en einnig eldbakaðar pitsur og kjötsúpu, svo dæmi séu tekin. Þar að auki verða kólumbískir smáréttir á boðstóln- um. Við ætlum að vera með emp- anadas, sem eru litlir hálfmán- ar, fylltir með kjúklingi eða nauta- hakki og grænmeti. Þá er bæði hægt að djúpsteikja eða ofnbaka. Emp- anadas eru bornir fram með ají, sem er chili sósa og eru alveg svakalega góðir, segir Ricardo. Ber óvenjulegt nafn Þar sem við sitjum og ræðum sam- an í miðjum framkvæmdum vek- ur einn smiðanna mál á nafni Ric- ardo og ekki að ástæðulausu. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt fyr- ir tuttugu árum síðan og þurfti að breyta nafninu sínu, í samræmi við þágildandi reglur. Já, ég heiti sem- sagt Eilífur Friður, segir hann og brosir. Ég þurfti að taka upp ís- lenskt nafn eins og allir sem fengu íslenskt vegabréf þurftu að gera þá,“ segir Ricardo og bætir því við að honum hafi verið bent á að taka upp nafnið Jörgen Ríkharður því það líktist Jorge Ricardo. Hann var hins vegar ekki á þeim buxunum, það væri einfaldlega ekki nafnið hans. Mér fannst alveg fáránlegt að ég mætti ekki halda nafninu mínu en ég varð að gera það. Enn vitlaus- ara fannst mér þetta allt saman eftir að ég keypti nafnaskrá og sá öll fá- ránlegu nöfin sem ég mátti bera. Ég var fyrst að spá í að taka upp „Ljót- ur Bolli“ eða eitthvað slíkt en varð svo hugsað til barnanna minna, það myndi ekki gera þeim neinn greiða að vera Ljótsson eða Ljótsdóttir,“ segir hann. „Því ákvað ég að taka upp nafnið Eilífur Friður og gefa aðeins skít í reglurnar.“ Skömmu síðar var umræddum reglum breytt og kveðst Ricardo hafa tekið því fagnandi, þrátt fyrir að hafa þurft að breyta um nafn sjálfur. Ég lít á það sem mannréttindi að fólk fái að halda nafninu sínu, segir hann og bætir því við að hann skrifi sig alltaf sínu upprunalega nafni. Hlýðir á óskir heimamanna Að útúrdúr um nafn Ricardo lokn- um tökum við upp þráðinn það- an sem frá var horfið. Aðspurð- ur hvers vegna þessi staðsetn- ing varð fyrir valinu en ekki ein- hver önnur kveðst Ricardo allt- af hafa hrifist af húsinu. Ég virti það fyrir mér í hvert skipti sem ég keyrði í gegnum Borgarnes. Á end- anum ákvað ég að spyrjast fyrir um húsið, hringdi í eigandann, fékk að skoða það og leist strax vel á, seg- ir Ricardo. Auk þess að þykja húsið fallegt er hann ánægður með hvar það stendur í Borgarnesi. „All- ir sem keyra hér í gegn sjá okkur, hvort sem þeir eru á leið norður eða suður. Svo skemmir ekki hvað útsýnið er fallegt þegar veðrið er gott,“ segir Ricardo og bendir út á Borgarvoginn. Eins og áður sagði er áætlað að opna La Colina í byrjun maí og til stendur að hafa það opið allan árs- ins hring. Kveðst Ricardo gjarn- an vilja fá ábendingar heimamanna og fá að heyra óskir þeirra varð- andi matseðil og hvaðeina sem við- kemur staðnum. „Við höfum þeg- ar fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort þetta verði pöbb á kvöldin, segir hann. „Það höfum við ekki ákveðið enn en munum skoða það þegar þar að kemur,“ bætir hann við. Vitanlega verði þó boðið upp á léttvín og bjór með matnum. Koma muni í ljós þegar nær dregur hvort opið verði fram eftir kvöldi og veitt vín á barnum. „Fyrst og fremst munum við leggja áherslu á að hér verði hægt að fá góðan mat og drykk,“ segir Ricardo að lok- um. kgk Veitingastaðurinn La Colina brátt opnaður í Borgarnesi Jorge Ricardo, veitingamaður á La Colina en staðurinn verður opnaður í Borgar- nesi í maí. Veitingastaðurinn er við Hrafnaklett 1b, þar sem Vinakaffi var áður til húsa. Mikill framkvæmdabragur var á staðnum þegar blaðamann bar að garði, bæði innan húss og utan. Ólafur Axel Björnsson smiður mundar sögina. Mjög góður afli var við Snæfellsnes í síðustu viku og kom línubáturinn Gullhólmi með 20 tonn að landi í Ólafsvík eftir eina lögn. Að sögn Péturs Erlingssonar skipstjóra var langt stím á miðinn. „Við vorum langt vestur í rassgati,“ sagði Pét- ur og bætti við til nánari útskýring- ar að þetta hefði verið sjö tíma stím í land. „Það þarf að fara langt eftir fiskinum þegar maður er á línuveið- um þar sem fiskurinn liggur í loðnu á heimamiðunum,“ sagði Pétur. Einnig gerði línubáturinn Kvika SH góðan túr eða 13 tonn á eina lögn og var vel siginn og lestin stútfull af fiski þegar komið var að landi. Nokkrir línubátar hafa þegar haldið til veiða við Suðurland og landa í Sandgerði. Hefur línuafli þar aukist og bátar verið með um tíu tonn í róðri. Mokveiði hefur verið hjá neta- og dragnótarbátum og nokkrir þeirra komnir í langt páskafrí. Eru sum- ir þeirra að spara kvótann en verð á fiskmörkuðum hefur farið lækk- andi og menn halda að sér höndum vegna þess. af Góð aflabrögð í liðinni viku Pétur Erlingsson skipstjóri á Gullhólma SH ánægður með aflabrögðin, þrátt fyrir að langt þurfi að fara eftir fiskinum. Lestin vel full á Kviku SH. Kvika SH kemur að landi vel sigin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.