Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201610 Ársreikningur Dalabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Þar kemur fram að rekstrartekjur sveitarfélagsins á síðasta ári námu 755,2 milljónum króna fyrir A og B hluta en rekstrargjöld 691 milljón. Rekstrarniðurstaða án fjármagns- liða var jákvæð um 35,1 milljón- ir en fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur námu 15,1 milljónum. Rekstrarniðurstaða Dalabyggðar fyrir árið 2015 er því jákvæð um sem nemur 20,8 milljónum króna. Í A hluta voru rekstrartekjur 625,6 milljónir., rekstrargjöld 558,5 og fjármagnsgjöld 2,8 milljónir. Rekstrarniðurstaða A hluta var já- kvæð um sem nemur 44,3 milljón- um króna, að teknu tilliti til fjár- magnsgjalda. Fastafjármunir sveitarfélags- ins voru í árslok 866,7 milljón- ir, veltufjármunir 171,9 og eignir alls rúmur milljarður króna. Lang- tímaskuldir voru 290,7 milljónir, skammtímaskuldir 126,7 milljónir, lífeyrisskuldbinding 83,6 og heild- arskuldir því alls um 501,0 milljón- ir króna. Veltufé frá rekstri fyrir A hluta var 75 milljónir og handbært fé frá rekstri 79,8 milljónir. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 63,7 milljónir og handbært fé frá rekstri 69,9 milljónir. Veltufjárhlutfall var 1,91, eiginfjárhlutfall 0,57, skulda- hlutfall 66% og skuldaviðmið 56,6%. Fjárfesting í varanlegum rekstr- arfjármunum nam 56,5 milljónum króna. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 25 milljónir. Handbært fé í ársbyrjun var 118,8 milljón en í árslok 116,4 milljón króna. kgk Jákvæð rekstrarafkoma Dalabyggðar á síðasta ári Horft yfir Búðardal. Ljósm. sm. Áhugamenn um skíðasvæðið í Grundarfirði hittust í Sögumið- stöðinni 16. mars síðastliðinn. Þá var fundargestum tjáð að vel hefði gengið að safna fyrir diskum á lyft- una en 15 diskar eru komnir og 55 á leiðinni og að búið að greiða fyr- ir alla diskana. Þessu var safnað á örskotsstundu með dyggri hjálp bæjarbúa og fyrirtækja. Diskarnir verða ekki settir upp fyrr en það fer að snjóa aftur því að það á einungis að hafa þá uppi á meðan lyftan er í gangi og verða þeir settir í geymslu þess á milli. Þá var ný stjórn skip- uð og hana skipa Rósa Guðmunds- dóttir formaður, Hólmfríður Hildimundardóttir og Guðmund- ur Pálsson gjaldkerar, Rut Rúnars- dóttir ritari og Jón Pétur Péturs- son meðstjórnandi. Ákveðið var að hafa vinnudag í lyftunni dagana 28 - 29. maí næstkomandi en þá á að klæða skíðaskálann og dytta að því sem þarf að gera. Það er því ljóst að mikill hugur er í skíðaáhugamönn- um á Snæfellsnesi en til stendur að fjárfesta í snjótroðara og húsi undir hann við fyrsta tækifæri. Það verð- ur áhugavert að fylgjast með fram- vindu mála og vona að í framtíðinni megi búast við snjóþyngri vetrum! tfk Í gær var undirritaður samstarfs- samningur milli Ritari.is og Fé- lags eldri borgara á Akranesi og ná- grenni um símsvörun fyrir FEBAN. Á samningstímanum tekur Ritari. is að sér að svara í síma félagsins á tímabilinu frá klukkan 9 til 17 alla virka daga. Þar geta innhringjend- ur aflað upplýsinga um dagskrár- atriði hjá félaginu, sent inn erindi og skráð sig á viðburði hjá félaginu. Símanúmerið er 431-2000. Samn- ingurinn tekur gildi 1. apríl næst- komandi. mm Taka að sér símsvörun og upplýsingagjöf fyrir FEBAN Hér er stjórn FEBAN við undirritun samningsins. Við borðið eru Ingibjörg Valdi- marsdóttir framkvæmdastjóri Ritari.is og Jóhannes Finnur Halldórsson formaður FEBAN. Ljósm. Þjóðbjörn Hannesson. Fréttir af skíðamálum í Grundarfirði Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Pálsson, Rósa Guðmundsdóttir, Rut Rún- arsdóttir og Jón Pétur Pétursson. Á myndina vantar Hólmfríði Hildumundardóttur. Í lok síðasta árs skilaði Jónína Hólmfríður Pálsdóttir BS verk- efni sem hún skrifaði við Landbún- aðarháskóla Íslands og bar heit- ið: „Hefur friðlýsing áhrif á nær- samfélagið? Viðhorf heimamanna til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.“ Leiðbeinandi Jónínu Hólmfríðar við verkefnið var Arnheiður Hjör- leifsdóttir. Í útdrætti um verkefnið segir: „Náttúruvernd er ein tegund af landnýtingu og nauðsynlegt er að hafa alla hagsmunaaðila með í ráð- um um alla landnýtingu. Mikilvægt er að stefnumörkun stjórnvalda um landnotkun sé skýr og að gerðar séu verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði. Snæfellingar eru framarlega í um- hverfismálum og samvinnuverkefn- um eins og stofnun Svæðisgarðsins Snæfellsnes ber vott um.“ Tilgangur verkefnis Jónínu Hólmfríðar var að afla upplýsinga um viðhorf íbúa í fimm sveitarfé- lögum á Snæfellsnesi til Þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls. Könnun var sett upp á netkönnunarformi og not- aðar voru lokaðar spurningar, þar sem allir svarkostir voru fyrirfram gefnir. Heimamenn voru spurð- ir um hvort þeir telji þjóðgarðinn skipta máli fyrir samfélagið. Einnig var kannað hvort þeir hefðu fylgst með undirbúningsvinnu við stofn- un þjóðgarðsins og gerð verndar- áætlunarinnar. Helstu niðurstöður voru þær að um helmingur svarenda telja þjóð- garðinn mikilvægan fyrir atvinnu- lífið en meirihluti svarenda telur að hann hafi ekki áhrif á starf sitt og tekjur eða flutning fólks á svæð- ið. „Í ljós kom að meirihluti þátt- takenda fylgdist lítið með vinnu- ferlinu við stofnun þjóðgarðsins. Minnihluti svarenda höfðu kynnt sér verndaráætlunina fyrir þjóð- garðinn og fáir fylgdust með gerð hennar. Viðhorfin voru greind nið- ur eftir búsetu nær og fjær þjóð- garðinum og búsetu á sunnanverðu og norðanverðu nesinu. Niður- stöður sýna að viðhorfin voru harla lík. Mikilvægt er að standa vel að kynningu meðal heimamanna um stækkun þjóðgarðsins því þriðjung- ur svarenda er ósammála stækkun hans. Aukið kynningarstarf og efl- ing samráðs er tækifæri fyrir þjóð- garðsyfirvöld til að auka jákvæðni í garð þjóðgarðsins. Þekkingu á til- gangi friðlýsinga þarf að auka með markvissu fræðslustarfi,“ segir Jón- ína Hólmfríður í niðurstöðukafla um verkefnið. mm Auka þarf þekkingu á tilgangi friðlýsingar Við „innganginn“ í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Hagnaður Rarik samstæðunnar á árinu 2015 var ríflega 2,2 milljarð- ar króna, nokkru lakari afkoma en árið á undan. Á aðalfundi félagsins í síðustu viku var ákveðið að greiða 350 milljónir króna í arð til eigand- ans sem er íslenska ríkið. Rekstrar- tekjur Rarik voru 13.252 milljónir króna en rekstrargjöld 10.755 millj- ónir. Heildareignir í árslok voru 57,7 milljarðar króna og hækkuðu um 9.215 milljónir á milli ára. Eig- ið fé samstæðunnar nam 35,6 millj- örðum í árslok og er eiginfjárhlut- fallið 62%. Fjárfest var fyrir 2.432 milljónir króna á árinu, sem er heldur minna en áætlað var og um 137 milljónum króna lægri upphæð en árið áður. Á aðalfundinum kom fram að áætlað er að á núverandi verðlagi muni kosta um 17 milljarða króna að færa það sem eftir er af loftlín- um í dreifikerfi Rarik í jarðstrengi. Unnið hefur verið að endurnýj- un kerfisins undanfarin ár, eins og greint var frá í Skessuhorni ný- verið, og eru nú 55% dreifikerfis- ins komin í jarðstrengi. Enn er eft- ir að endurnýja um 3.700 km. af loftlínum og gera ætlanir RARIK ráð fyrir að því verði lokið á næstu 20 árum. Á fundinum kom fram að jarðstrengjavæðing undanfar- inna ára hefur aukið mjög rekstrar- öryggi dreifikerfisins og dregið úr truflunum. mm Áætlað að taki tuttugu ár að koma öllum raflínum í jörð Raflína plægð í jörð. Ljósm. Rarik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.