Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201618 Vigfús Friðriksson, betur þekktur sem Fúsi Fljótsdælingur, er orðinn mörgum Borgfirðingum og nær- sveitamönnum góðkunnur. Undan- farin tvö ár hefur hann starfað sem sölumaður í Kaupfélagi Borgfirð- inga og lætur vel af þeim vinnustað. Hann býr nú á Bifröst ásamt eigin- konu sinni, Guðveigu Eyglóardótt- ur hótelstýru. Hún er Borgnesing- ur en Fúsi er, eins og viðurnefnið gefur til kynna, Fljótsdælingur að ætt og uppruna, frá Valþjófsstað II í Fljótsdal. Þar búa foreldrar hans með um 500 fjár auk þess sem þau reka ferðaþjónustu á staðnum. „Ég er mikill Fljótsdælingur og þarf að fara aftur um fjóra eða fimm ætt- liði til að komast út úr Fljótsdaln- um. Það kemur mér bara út á Velli sem eru ekki nú bara 25 kílómetra í burtu,“ segir hann léttur í bragði. „Samt er ég ótrúlega lítið skyld- ur sjálfum mér,“ bætir hann við og hlær. Fúsi og Guðveig kynntust á Hvanneyri þar sem þau námu bú- fræði við Landbúnaðarháskólann. „Ég er fræbúðingur, sem kallað er,“ segir Fúsi léttur í bragði og upplýs- ir blaðamann um að það séu þeir kallaðir sem aðeins ljúka fyrsta ári búfræðinámsins. Hann segist allt- af hafa verið áhugasamur um bú- skap og leigðu hann og Guðveig rekstur búsins á Valþjófsstað II um þriggja ára skeið. „Sauðfjárrækt á vel við mig. Það er fjölbreytt starf og ég hef alltaf leitað í slíkt,“ seg- ir Fúsi. Aðstæður voru hins vegar með þeim hætti að þau urðu að láta af búskapnum. „Við Guðveig áttum á þeim tíma eitt barn sem fór í leik- skóla á Hallormsstað og hún vann á Skriðuklaustri. Það var mikill akst- ur og afkoman af sauðfjárræktinni var einfaldlega þannig að maður þurfti að teygja sig eftir öllu sem bauðst meðfram búskapnum,“ seg- ir hann. „Ég hefði alveg viljað vera áfram í búskap en það var bara ekki í boði, því miður. Aftur á móti gaf það mér góða innsýn í hugarheim bænda og nýtist mér í mínu starfi núna,“ bætir hann við. Á hálum ís Fúsi hefur ekki náð fjörutíu ára aldri en hefur engu að síður reynt margt á sinni ævi. Hann kveðst hafa verið erf- itt barn og alltaf hafa átt erfitt upp- dráttar í skóla. „Það hefur sennilega ekki verið auðvelt að ala mig upp. Ef ég væri að vaxa úr grasi í dag hefði ég sennilega fengið margar greiningar,“ segir hann. Þegar komið var undir tvítugsaldurinn var hann síðan kom- inn á hálan ís í lífinu. „Ég var alveg korter í að verða alkahólisti,“ seg- ir Fúsi. „Ég var 19 ára gamall, nem- andi í Menntaskólanum á Egilstöð- um. Það var mikill óreglutími og ég var meira og minna bara alltaf fullur. Ef ég hefði ekki tekið í taumana hefði ef til vill getað farið illa,“ bætir hann við. Leiðin sem farin var til að rétta úr kútnum var aftur á móti óhefð- bundin. „Vinur minn hafði þá feng- ið vinnu í Noregi og spurði hvort ég vildi ekki bara koma með út. „Jú, jú,“ sagði ég og fór út með honum,“ seg- ir Fúsi en bætir því við að foreldrum sínum hafi ekki litist á þessi áform. „Mamma og pabbi urðu alveg brjál- uð,“ hlær hann við og kveðst eftir á skilja þau mæta vel. Fúsi hóf þar störf hjá litlu fjöl- skyldufyrirtæki sem slátraði laxi, reykti og fleira slíkt. Þrátt fyrir að hann vilji kannski ekki mæla með þessari aðferð segir hann að hún hafi virkað fyrir sig. „Ég hafði alveg ótrú- lega gott af þessu. Ég henti mér bara beint út í djúpu laugina og tók mig á. Auðvitað gerði ég mér stundum glaðan dag með strákunum en það var ekkert í líkingu við það sem áður var. Það má segja að þessi Noregs- ferð hafi bjargað mér frá því að verða alkahólisti,“ segir hann. Hefur víða reynt fyrir sér Fúsi kveðst alltaf hafa verið viljugur til vinnu. „Ég kann ekki að vera at- vinnulaus, tek yfirleitt bara því sem býðst. Mér var innrætt strax sem unglingi að vinna og hef blessunar- lega aldrei verið atvinnulaus. Mamma sagði að það kæmi ekki til greina. Ég stend í þeirri trú að það hafi verið rétt hjá henni, en það er kannski að ein- hverju leyti bara þverhausaháttur,“ segir hann. „Ég hef alltaf haft vilja til að vinna þó að vinnan hafi ekki endi- lega verið skemmtileg,“ bætir hann við. Fúsi hefur því komið víða við í gegnum tíðina og reynt fyrir sér í hinum fjölbreyttustu störfum. „Að mínum dómi á ég dálítið athyglis- verða ferilskrá. Ég hef annað hvort verið í frekar harðri líkamlegri vinnu, byggingavinnu eða úrbein- ingu til dæmis, eða þjónustustörf- um,“ segir Fúsi. Hann hefur þann- ig unnið byggingavinnu hjá Loft- orku en einnig þjónað til borðs í Landnámssetrinu, úrbeinað kjöt hjá Norðlenska daginn út og dag- inn inn en einnig afgreitt í kjöt- borðinu í Melabúðinni í Reykjavík og starfar nú í verslun Kaupfélags Borgfirðinga. Hvert einasta starf er hann þakklátur fyrir að hafa próf- að og segir að hafi nýst sér seinna á ævinni. „Kaupfélagið dregur kannski allt þetta saman, bygginga- vinnu og bústörf. Reynslan af kjöt- vinnslunni nýtist mér vel og þó ég sé ekki að þjóna til borðs þá bý ég að því í samskiptum við viðskiptavin- ina. Ég hef öðlast innsýn í ótrúlega margt sem snertir okkar viðskipta- vini í dag,“ segir Fúsi. „Eftir því sem maður verður eldri áttar maður sig betur á hvað maður tekur úr hverju verki sem maður hefur tekið sér fyr- ir hendur. Hvert starf getur kom- ið að góðum notum síðar þó maður átti sig ekki á því þá og þegar.“ Er langt frá heimahögunum Fúsi flutti fyrst í Borgarnes ásamt Guðveigu þegar þau hófu rekstur fiskbúðarinnar Ship O Hoj í sam- starfi við aðra rekstraraðila. Það samstarf segir hann hins vegar ekki hafa gengið. Þau létu af störfum og búðinni var lokað skömmu síð- ar. Fúsi segir að þau hafi ákveðið að búa áfram í Borgarnesi. „Hún vildi gjarnan vera áfram í Borgarnesi, hér er allt hennar fólk og ég skil það mjög vel. Mér er í sjálfu sér alveg sama hvar ég bý svo lengi sem ég hef gott og skemmtilegt fólk í kring- um mig og okkur fjölskyldunni líður vel,“ segir hann. Fúsi og Guðveig eiga þrjú börn; Ásdísi Lind átta ára, Hilmar Karl sex ára og Hallgrím þriggja ára. Eft- ir að Guðveig tók við starfi hót- elstýru á Hótel Bifröst flutti fjöl- skyldan þangað og líkar vel. Eina ókostinn við að búa í Borgarfirðin- um segir Fúsi vera hve langt hann sé frá heimahögunum. Hann geti því ekki leyft börnunum að hitta ömmu og afa fyrir austan jafn oft og hann gjarnan vildi. Heimsóknirnar verði aftur á móti lengri fyrir vikið. „Ég fór austur og var í mánuð hjá for- eldrum mínum síðasta sumar og tók börnin með mér. Ég hef aldrei verið lengur í seinni tíð og það var gott að leyfa þeim að dvelja lengi og mynda góð tengsl við afa og ömmu,“ seg- ir Fúsi. Sjálfur nýtti hann tækifærið og brá sér upp á Fljótsdalsheiði. „Mér líð- ur alltaf best þegar ég er kominn inn til landsins og finnst til dæmis nauð- synlegt að komast á Fljótsdalsheiðina á hverju sumri,“ segir hann og bæt- ir við að hvers kyns fjallamennska sé honum kær. „Afi minn var mikill fjallamaður og tók mig með að kíkja eftir hreindýrum, rollum og ref þegar ég var strákur og leyfði mér að keyra bílinn þegar við vorum komnir upp á heiðina. Það þótti mér gaman,“ seg- ir Fúsi og brosir við endurminning- arnar. „Svo þegar ég varð aðeins eldri fékk ég að fara með honum og pabba í refaveiði. Það voru fimm til sjö daga túrar í senn og legið á greni í öllum mögulegum veðrum,“ segir hann. Allir þurfa að læra að bjarga sér Undir lok viðtalsins lítur Fúsi yfir farinn veg og kveðst sáttur við líf- ið og tilveruna. „Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir það sem lífið hefur boðið mér upp á til að þrosk- ast og verða betri manneskja“ seg- ir hann og kveðst vonast til þess sín börn eigi eftir að geta notið skóla- göngunnar, þroskast og orðið góðar manneskjur án þess að þurfa reka sig mikið á. „Það þurfa þó allir að læra að bjarga sér.“ Hann segist ánægður í starfi og hefur ekki í hyggju að breyta til. „Mér líkar mjög vel í Kaupfélaginu og vil gjarnan vera þar áfram. Það er aldrei að vita hvaða tækifæri kunna að bjóðast öðru hvoru okkar í fram- tíðinni en þangað til uni ég mér vel hér í Borgarfirðinum,“ segir Fúsi Fljótsdælingur að lokum. kgk Fúsi Fljótsdælingur hefur reynt ýmislegt um ævina: „Get ekki annað en verið þakklátur fyrir það sem lífið hefur boðið mér upp á“ Fúsi fyrir utan Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi. Ásamt eiginkonunni Guðveigu Eyglóardóttur og börnunum þremur; Ásdísi Lind, Hilmari Karli og Hallgrími. Í hestaferð á Norðurlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.