Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201622 Einstaklingskeppni KB mótaraðar - stig. 13.feb 5.mar 19.mar Barnaflokkur Fjórgangur Tölt Tölt/fimmg Alls Aníta Björk Björgvinsdóttir 6,4 5,67 4,23 16,3 Andrea Ína Jökulsdóttir 5,5 4,77 4,07 14,34 Kolbrún Katla Halldórsdóttir 4 5,17 3,8 12,97 Fjóla Rún Sölvadóttir 3,7 4,43 3,9 12,03 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir 3,8 4,83 0 8,63 Unglingaflokkur Annabella R Sigurðardóttir 5,83 6,7 6,4 18,93 Berghildur Björk Reynisdóttir 5,87 6,23 5,67 17,77 Húni Hilmarsson 5,83 5,6 5,63 17,06 Ísólfur Ólafsson 5,7 5,46 5,57 16,73 Inga Dís Víkingsdóttir 5,83 3,67 5,6 15,1 Ungmennaflokkur Máni Hilmarsson 6,47 6 5,8 18,27 Guðný Margrét Siguroddsdóttir 7 6,7 0 13,7 Louise Maria Adrianzon 5,5 4,43 0 9,93 Ólafur Axel Björnsson 5,23 4,37 0 9,6 Thelma Björk Jónsdóttir 0 4,1 3,1 7,2 2. flokkur Inga Vildís Bjarnadóttir 5,57 6,37 5,4 17,34 Helgi Baldursson 6,3 6,23 4,23 16,76 Veronika Osterhammer 5,4 5,77 5,5 16,67 Herborg Sigríður Sigurðardóttir 5,1 4,27 3,83 13,2 Vaka Helga Ólafsdóttir 4,53 4,07 3,77 12,37 1. flokkur Ólafur Guðmundsson 6,23 5,9 5,47 17,6 Hrefna Rós Lárusdóttir 6,9 5,67 3,93 16,5 Ulrika Ramundt 6,13 5,1 5,07 16,3 Gunnar Tryggvason 6 6,5 3,6 16,1 Hlynur Þór Hjaltason 6,03 4,7 4,8 15,53 Opinn flokkur Siguroddur Pétursson 7,2 7,2 5,03 19,43 Benedikt Þór Kristjánsson 6,7 6,43 5,97 19,1 Iðunn Svansdóttir 6,47 6,87 4,4 17,74 Halldór Sigurkarlsson 6,43 0 5,9 12,33 Haukur Bjarnason 0 5,59 5,77 11,36 Liðið Garðatorg eignamiðlun & ALP/GÁK gerði góða hluti í áhuga- mannadeild Glugga- og glerdeildar í hestaíþróttum, en keppninni í fimm- gangi lauk í síðustu viku. Allir knap- ar liðsins eru frá og/eða búa á Vest- urlandi. Liðið náði þeim frábæra ár- angri síðustu tvö mót að vinna liða- bikarinn, þ.e.a.s. var efst í fimmgangi og í síðustu viku endurtók það leik- inn og sigraði í slaktaumatölti. Til að vinna liðabikarinn þurfa allir knapar liðsins að ná góðum árangri og þurfa að vera vel fyrir ofan miðju. Alls eru 45 keppendur úr 15 liðum á hverju móti og er baráttan hörð, góðir hest- ar og snjallir knapar. Í liðinu Garðatorg eignamiðlun & ALP/GÁK eru félagsmenn frá Snæ- fellingi, Skugga og Faxa á Vestur- landi. Styrktaraðilar eru frá Reykja- vík en hafa tengingar á Vestur- land svo sem eru með ræktun sína í Saurbæ í Dölum. „Gaman er að segja frá því að í fyrra heyrðum sög- ur af því að sumir keppendur kölluðu okkur sveitalubbana. Ja, ekki urð- um við beint sár yfir þessari nafnbót heldur kannski þvert á móti þá efldi hún okkur í því að gera það vel að sveitalubbarnir myndu koma, sjá og sigra. Og það höfum við svo sannar- lega gert síðustu tvö mótin nú í vet- ur. Mikil gleði ríkir í liðinu í dag en líka spenna fyrir síðasta og örugglega erfiðasta mótinu sem verður í tölti. Það verður hart barist um efstu sæt- in því margir góðir hestar eru bæði innan liðsins og í hinum liðunum. Þangað til ætlum við að njóta þess að liðið okkar er núna liðsmeistari í fimmgangi og slaktaumatölti,“ seg- ir Anna Berg Samúelsdóttir liðsstjóri og knapi. Anna Berg er í Skugga og býr á Hvanneyri. Aðrir liðsfélagar eru: Aníta Lára Ólafsdóttir í Faxa, en hún varð í öðru sæti í fimmgangi og fjórða sæti í slak- taumatölti. Ámundi Sigurðsson er í Skugga. Hann varð í fimmta sæti í Treck og þriðja sæti í fimmgangi. Gunnar Tryggvason frá Brimilsvöll- um er í Snæfellingi og Stefán Hrafn- kelsson er í Skugga og býr á Hvann- eyri. Þjálfarar liðsins eru Ragnheið- ur Samúelsdóttir, tamingakona og reiðkennari og Ragnar Hinriksson, tamningarmaður og reiðkennari, er eins og kunnugt er einn sigursælasti knapi okkar Íslendinga. mm Sigursælt lið í hestaíþróttum sannar að gott er að vera „sveitalubbi“ Síðasta mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg um liðna helgi. Mótið gekk vel fyrir sig í alla staði og var árangur kepp- enda góður, að sögn mótshaldara. Það var LIT liðið (lið Lögfræði- stofu Inga Tryggvasonar) sem bar sigur úr býtum í liðakeppninni en skammt á hæla þess kom lið Líf- lands, Berserkir urðu í þriðja sæti, Sólargeislar í fjórða og Brimhestar fimmtu. Siguroddur Pétursson var svo stigahæstur allra keppenda. mm/kg KB mótaröðinni lokið þetta árið Þeir tóku við verðlaunum fyrir liðakeppnina. Ingi Tryggvason lengst til hægri. Ljósm. kg. Siguroddur Pétursson var stigahæstur allra keppenda. Ljósm. kg. Annabella Sigurðardóttir var stigahæsti knapinn í unglingaflokki. Ljósm. iss. Aníta Björk hefur staðið sig vel í vetur og var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Ljósm. iss. Kolbrún Katla var valin skemmtilegasti knapinn af áhorfendum. Ljósm. iss. Húni Hilmarsson sigraði í fimmgangi ungmenna og var stigahæsti knapi í ungmennaflokki. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.