Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201620 Um helgina fór fram Vormót Ár- manns í sundi í 25 metra laug. Sundfélag Akraness sendi um 30 keppendur til þátttöku á mótinu undir merkjum ÍA. Stóðu þeir sig að vanda með stakri prýði og verð- launapeningarnir sem þeir komu með heim skiptu tugum. Auk ógrynni af verðlaunum í einstökum keppnisgreinum kom í ljós við lok móts, þegar heildar- stig keppenda voru tekin saman, að Sundfélag Akraness átti stigahæstu keppendurna á mótinu. Sólrún Sig- þórsdóttir var stigahæst í flokki kvenna og Sævar Berg Sigurðsson í karlaflokki. kgk/ Ljósm. SA. Sundfélag Akraness átti stigahæstu keppendurna Sólrún Sigþórsdóttir var stigahæst kvenna á Vormóti Ármanns. Sævar Berg Sigurðsson var stiga- hæstur karla á mótinu. Mikil gleði ríkti hjá nemendum og starfsfólki Grunnskóla Snæfells- bæjar í liðinni viku, þegar árshátíð skólans var haldin. Nemendur 1. til 4. bekkjar héldu árshátíð sína um miðja vikuna. Að þessu sinni var þema árshátíðarinn- ar hin eina sanna Lína Langsokkur. Undanfarið hafa nemendur unn- ið að gerð leikmyndar í hringekju- vinnu með kennurum og var hún mjög flott og vel unnin. Nemendur 2. bekkjar hófu sýninguna á því að segja frá höfundi Línu rithöfundin- um Astrid Lindgren, einnig sögðu þau aðeins frá Línu sjálfri. Þá var komið að nemendum 1. bekkjar en þau kynntu Línu og sungu um hana. Nemendur 3. og 4. bekkj- ar léku svo valin atriði úr sögunni um Línu. Nemendur í 5. til 7. bekk skól- ans héldu árshátíð sína síðasta fimmtudag. Krakkarnir höfðu dag- ana á undan æft leikþætti og unn- ið að búningum með kennurum sínum. Afraksturinn sýndu þau svo foreldrum sínum og öðrum gest- um í Félagsheimilinu Klifi við góð- ar undirtektir. Fimmti bekkur kíkti á Fólkið í blokkinni, Rauðhettu og útiskóg. Sjötti bekkur kíkti á Fróða og alla hina gríslingana og sjöundi bekkur á Öskubusu í uppreisn. Að leiksýningunni lokinni var svo slegið upp diskóteki og skemmtu bæði nemendur og starfsmenn sér vel. Það voru því glaðir en þreytt- ir nemendur sem mættu í skólann daginn eftir sem var síðasti dagur fyrir páskafrí. þa Héldu árshátíð Grunnskóla Snæfellsbæjar Nemendur af miðstigi. Ljósm. Valgerður Margrét Ægisdóttir. Svipmynd frá árshátíð yngsta stigs. Ljósm. þa. Sannkallað vor var í lofti á Akra- nesi um síðastliðna helgi. Miðað við árstíma var veðrið milt og ljúft og nýtti fólk sér það til hins ýtr- asta, sinnti vorverkum og nýtti tím- ann til útiveru. Jónas H. Ottósson tók þessar vorlegu myndir sem sýna Akurnesinga njóta sín við mjög svo ólík verk í blíðunni. grþ Vor í lofti á Akranesi Góðviðrisdagur nýttur til vorverka. Þegar hlýnar í veðri og vorið nálgast nýtir fólk tímann til ýmis konar útiveru. Síðustu dagar fyrir páskafrí voru viðburðaríkir í Grundaskóla á Akra- nesi. Árshátíð skólans var haldin í síðustu viku með pompi og prakt þar sem nemendur sýndu öðr- um nemendum, foreldrum, kenn- urum og leikskólabörnum fjöl- breytt tónlistar- og dansatriði. Þá var haldið upp á Mannréttindadag- inn 17. mars síðastliðinn. Sem tákn um samstöðu mynduðu nemend- ur, starfsmenn og hollvinir skólans hring um skólann, sungu saman og gengu einn hring. Hringurinn var stór enda voru það um 700 manns sem tóku höndum saman og mynd- uðu samstöðukeðjuna. grþ Árshátíð og Mannréttindadagur í Grundaskóla Alls mynduðu um 700 manns hring um Grundaskóla á Mannréttindadaginn. Nemendur, starfsfólk og hollvinir Grundaskóla mynduðu samstöðukeðjuna. Nemendur í 2. bekk að flytja sitt atriði. Á árshátíðarsýningunni mátti sjá ýmis dans- og söngatriði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.