Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201624 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 53 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Eigi veldur sá er varir (varar).“ Vinningshafi er: Bára Sigurjónsdóttir, Skipalóni 4, 220 Hafnarfirði. mm Matur Rölt Þverslá Daprar Mylja Röskur Amboð Smávik Kostur Atferli Angan Eggja Berg- mál Púki Kona Reisn Slíta Borð- stokkur Vær Skjögr- ar 9 Baggi Hugur Kl.3 Grjót Vigtaði Tók Kæpa Depill Athuga Risa Óttast 8 Rimla- kassi Planta Plöntu- ríki Raustin For- faðir Skap Dinamór Atgervi Fákar Heilsu- vernd 5 Huldu- verur Hagnað Lögur Samhlj. Kann Átt Málmur Sigtar Dýra- ríki 1 Alda Laga- grein 3 Kimi Uppskrift Haka Þegar Hímir Leir Meiðsli Korn Fang Ólund Reita arfa Brask Rödd Slétta Titill Ögn Makindi Dæld Okkur Frísk Bygging Örn Ástund- un Bogi Sál Ljóð Álít 6 Blása Keyrð- um Þreyttur 1000 2 Raus Loðna Rölt Sérstök Sk.st. Átt Athygli Sáðlönd Tangi 4 Leifar Flana Sér- hljóðar Fersk Of lítið Mynni Þakop 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Pennagrein Umræður um hausaþurrkun hafa staðið lengi á Akranesi. Þó hefur sú umræða aldrei farið mjög hátt, í það minnsta ekki á landsvísu og löngum náði hún ekki athygli fjöl- miðla utan Akraness. Mörgum íbúum Akraness var þó löngum ljóst að margt mátti betur fara í vinnslunni. Samt sem áður er stað- reyndin sú að vinnslan hefur fram að þessu haft vinnsluleyfi, þ.e. hún hefur uppfyllt þau skilyrði sem til hennar eru gerðar lögum sam- kvæmt. Reksturinn hefur nokkrum sinnum skipt um eigendur og hús- bændur þar hafa verið margir. Framfarir breytast í vandamál Þegar HB Grandi festi kaup á rekstri Laugafisks og lagði í kjöl- farið fram stórhuga hugmyndir um stórbætta aðstöðu við hausa- þurrkun og uppbyggingu hennar á einum stað lifnaði yfir umræðunni að nýju. Umræðan snérist ekki um þær ánægulegu breytingar sem í vændum væru heldur hversu slæmt ástandið hefði verið í gegnum tíð- ina. Innan skamms var sú umræða komin úr böndum. Og nú fór að lifna yfir Ríkisútvarpinu okkar og varð málið fyrsta frétt í sérstökum fréttatíma sem settur var upp í til- efni Írskra daga í sumar. Er nú svo komið að stór hluti landsmanna telur að ólíft hafi verið um árabil á Akranesi vegna ólyktar. Fyrst í stað var málflutningur andstæðinga framfaranna í fisk- þurrkun á þann veg að ekkert væri að marka fyrirætlanir HB Granda. Með tíð og tíma kom í ljós að að- eins með því að bæta húsakost mætti stórbæta vinnsluna og þeg- ar við bættist betri tækni fór stað- an að þrengjast. Þegar síðan í ljós kom að á stöðum eins og Sauðár- króki, Grindavík og Vestmanna- eyjum fer þessi vinnsla fram í sátt við íbúa var orðið erfitt um vik að halda því fram að ekki væri hægt að bæta vinnsluna. Hugtakið loftgæði verður til Um síðir varð til í munni and- stæðinga framfara í hausaþurrkun á Akranesi hugtakið „Sömu loft- gæði fyrir alla“ og mun þar átt við alla íbúa Akraness, í það minnsta. Andstæðingarnir segjast ekki vera á móti hausaþurrkun eða atvinnu- uppbyggingu. Hins vegar þurfi að tryggja þessi sömu loftgæði og því þurfi starfsemin að vera á einhverj- um öðrum stað. Veltum aðeins fyrir okkur þessu hugtaki og kröfunni á bak við hana í bæjarfélagi eins og Akranesi sem státar af fjölbreyttu mannlífi og fjölskrúðugu atvinnulífi, ennþá að minnsta kosti. Fylgir ekki þéttbýli að maður verði var við nágrann- ann að ekki sé talað um atvinnu- lífið, sem þéttbýlið hefur myndast í kringum? Sömu „loftgæði“ fyrir alla? Getur þéttbýli yfir höfuð tryggt „Sömu loftgæði fyrir alla“? Þeir sem það hugtak bjuggu til hafa ekki skilgreint nein mörk á þeirri kröfu og því má álykta að ávallt skuli jafnt yfir alla ganga. Hausa- þurrkunin er því væntanlega aðeins fyrsta málið. Skoðum þau mál sem fylgt gætu á eftir í nafni jafnræð- is og munum að upplifun manna á lykt er alls ekki sú sama. Fjöru- lykt getur orðið mikil á Akranesi eins og öllum stöðum við sjávar- síðuna. Mörgum finnst hún afleit. Hvernig eigum við að bregðast við henni í framtíðinni? Fiskimjöls- verksmiðjuna þekkja allir. Hún er ekki með öllu lyktarlaus. Á hún að víkja? Loðnulöndun fylgir stund- um loðnulykt sem sumum finnst ekki góð. Eigum við að koma henni eitthvað annað? Matvæla- framleiðslu fylgir lykt sem getur orðið talsverð. Allir þekkja lykt- ina frá bakaríum og veitingastöð- um. Til að tryggja sömu loftgæði þyrfti sú starfsemi að vera utan íbúðabyggðar ekki satt? Hvað með járniðnað af ýmsu tagi? Af honum berst lykt. Þurfu við að færa hann? Bensínstöðvum fylgir stundum hvimleið lykt að ekki sé talað um eldhættuna. Eigum við að koma þeim annað? Hvað með landbún- aðinn. Frá honum berst nú ekki alltaf ilmvatnslykt heldur þvert á móti. Hvernig tryggjum við íbúm Ásabrautar og Víðigrundar sömu loftgæði og annarra íbúa Akra- ness? Hvað með lifrarvinnslu? Eru loftgæðin frá henni ávallt í lagi að allra mati? Hrognavinnslan? Bif- reiðaverkstæðin? Fiskmarkaður- inn? Þéttbýli fylgir umferð. Um- ferð fylgir bæði lyktarmengun og hávaðamengun. Hvar skyldu menn draga mörkin í þeim efnum? Hvar liggja mörkin? Ég veit að nú finnst mörgum ég vera kominn út í öfgar og farinn að gera úlfalda úr mýflugu. Það er að sumu leyti rétt. Það sem í dag er talið sjálfsagt verður það ekki endi- lega á morgun. Í umræðum undan- farinna vikna hefur æ oftar heyrst sú skoðun hjá fullorðnu fólki að ekki sé forsvaranlegt að vöru- flutningar fari fram í gegnum bæ- inn! Við þurfum að hugsa málin til enda þegar við í hita leiksins búum til hugtök þar sem engin mörk eru dregin. Einmitt þess vegna eru búnar til leikreglur í lýðræðisþjóð- félögum. Skipulagslög eru hluti af þeim leikreglum. Hugmyndir HB Granda um mikla uppbyggingu á starfsemi félagsins á einum stað eru nú í eðlilegu skipulagsferli. Afar brýnt er að þeirri vinnu ljúki í samræmi við lög og reglur. Þessar hugmyndir eru fagnaðarefni. Styðjum framfarir Undirskriftastöfnunin www.upp- byggingakranesi.is var sett á fót til þess að íbúar á Akranesi sem styðja þá uppbyggingu og vilja áfram búa í þéttbýli með kostum þess og göllum geti lýst stuðningi við þau. Stutt þannig þau framfara- skref sem þar verða stigin. Styð- um framþróun atvinnulífs en vís- um því ekki „eitthvað annað“ með handahófskenndum hætti. Halldór Jónsson Höfundur er ábyrgðarmaður www.uppbyggingakranesi.is Er þéttbýli án lyktar til? Nemendur Auðarskóla í Dölum héldu sína árlegu árshátíð síðastlið- inn fimmtudag. Að venju tóku öll aldursstig grunnskólans þátt í dag- skránni en leiksýningum var skipt eftir stigum. Yngsti hópurinn sýndi leikþátt um Bakkabræður, miðstig var með Eurovisionþema og elsta stig var með leikverk um ávaxta- körfuna. Að auki sýndu stúlkur úr dansvali brot úr sinni vinnu. Eft- ir sýningu tók við glæsilegt kaffi- hlaðborð en gömul hefð er fyrir því að foreldrar komi með bakkelsi að heiman og er það ávallt í höndum elstu nemenda skólans og starfs- manna að bera fram veitingarnar. sm Árshátíð Auðarskóla í Dölum Elsta stig sýndi leikverk um Ávaxtakörfuna. Eftirvænting eftir að komast á svið. Miðstig lagði til að Búðardalur ætti sitt Eurovision lag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.