Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 21 SK ES SU H O R N 2 01 5 Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni til starfa í Flatey í sumar við almenn störf Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo mánuði, eða eftir sam- komulagi, við almenn störf í eyjunni, s.s. slátt og hirðingu, hreinsun og tiltekt á opnum svæðum, viðhald stíga, aðstoð á höfn við komu Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs og almenn aðstoð og upplýsingagjöf við íbúa, sumarhúsaeigendur og ferðamenn sem sækja eyjuna heim. Umsækjandi þarf að vera sjálfstæður í störfum, lífsglaður og þægilegur í samskiptum og vel að sér um eyjuna. Umsækjandi þarf að eiga sérstaklega góð samskipti við íbúa eyjunnar. Þá þarf umsækjandi einnig að sjá sér fyrir aðstöðu í eyjunni sjálfri og ferðum til og frá landi. Starfið gæti verið upplagt sumarstarf fyrir háskólafólk með tengsl við eyjuna. Í Flatey á Breiðafirði eru þrjú heimili, tvö af þeim með fastri búsetu, fjöldi sumarhúsa, auk Hótel Flateyjar og Frystihússins, þar sem rekin er vísir að upplýsingamiðstöð og verslun yfir sumartímann. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015, umsækjandi sendi inn umsókn ásamt helstu upplýsingum á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is. Reykhólahreppur Getum bætt við okkur verkefnum í alla almenna smíðavinnu á vestur- og suðvesturlandi; t.d. nýbyggingar, viðhald, sólpallar, gluggar, þök og stækkun eða nýsmíði sumarbústaða. Pálmi Þormóðsson, byggingafræðingur Sími: 666-6305 S K ES SU H O R N 2 01 6 Pennagrein Ýmsir telja sig knúna til að endur- semja sögu Spalar, benda á „mý- mörg tækifæri“ til að greiða upp lán félagsins að fullu mun fyrr en samningar gera ráð fyrir og „upp- lýsa“ eða jafnvel „afhjúpa“ eitt og annað ámælisvert varðandi Hval- fjarðargöng. Þeim sem vilja kynna sér aðdragandann og upphafsárin skal bent á lesa bókina Undir keld- una, sem Atli Rúnar Halldórsson skrifaði og gaf út árið 2008. Þar er verkefninu gerð greinargóð skil og mörgu haldið til haga sem ein- hverjir telja nú við hæfi að endur- skrifa og afbaka í óljósum tilgangi. Sumt sem nýlega var „afhjúpað“ hefur þannig verið opinberar stað- reyndir um langt skeið. „Afskriftabomban“ Eitt útspilið, sem reyndar var farið sérstaklega yfir á aðalfundi Spal- ar 15. mars sl., lýtur að afskriftum félagsins og þeirri staðreynd að síðustu rekstrarár Spalar þarf lög- um samkvæmt að greiða tekjuskatt af hagnaði. Því er sem sagt hald- ið fram að breytingar á afskrift- um fastafjármuna í ársreikningi árið 2010 hafi leitt til óþarfa skatt- greiðslna og þar með lengri líftíma Spalar en þörf var á. Endurskoðandi Spalar frá Pri- cewaterhouseCoopers fjallaði að þessu gefna tilefni um afskrifta- málið á aðalfundinum og skilaði í kjölfarið minnisblaði sem birt er á Spalarvefnum, spolur.is. Þar kem- ur eftirfarandi fram: “Afskriftir fastafjár- muna í ársreikningi Spölur ehf. gerir ársreikninga sína samkvæmt alþjóðlegum reiknings- skilastöðlum þar sem félagið er með skráð skuldabréf á skipulegum verð- bréfamarkaði. Samkvæmt alþjóð- legum reikningsskilastöðlum er af- skrift fastafjármuna færð á kerfis- bundinn hátt yfir áætlaðan nýtingar- tíma viðkomandi eignar. Að minnsta kosti árlega á að endurmeta áætlaðan nýtingartíma eigna. Óháðir sérfræð- ingar, ekki endurskoðendur félagsins, geta aðstoðað stjórnendur félagsins við að meta nýtingartíma eigna. Stjórn- endur Spalar hafa nýtt sér það úrræði undanfarin ár. Afskriftir fastafjármuna í skattframtali Um skattalegar afskriftir gilda aðr- ar reglur en reikningshaldslegar af- skriftir. Þær reglur má finna í lögum um tekjuskatt en þar eru skattaleg afskriftahlutföll tilgreind. Skattaleg- ar afskriftir eru skv. lögunum leyfi- legar frá tilteknu lágmarki upp að tilteknu hámarki, mismunandi eftir eignaflokkum. Mismunandi afskrift- arhlutföll milli reikningshalds annars vegar og í skattskilum félagsins hins vegar, mynda tímamismun sem hef- ur áhrif á tekjuskattsskuldbindingu í efnahagsreikningi.” Í stuttu málið þýðir þetta að með skattalegar afskriftir er far- ið samkvæmt lögum og þó svo að einhverjir telji að hægt sé að fabú- lera með skattalegar afskriftir þá hafa að minnsta kosti forráða- menn Spalar ekki látið slíkt lög- brot henda sig! Rétt er að afskriftum í efnahags- reikningi Spalar ehf. var breytt á árunum 2009 og 2010. Árið 2009 hækkaði þáverandi endurskoðandi félagsins afskriftir verulega. Af- leiðingin hefði að óbreyttu orðið hallarekstur og þörf á gjaldskrár- hækkun. Stjórn Spalar ehf. lét þá óháða aðila meta nýtingartíma eigna, sem leiddi til lægri afskrifta í efnahagsreikningi. Þar með var jafnframt úr sögu sérstök þörf á því að hækka veggjaldið. Halda sig við staðreyndir og horfa fram á veg Umræða er jafnan góð og gagnleg en þá þarf að halda sig við staðreyndir og ræða þær en ekki gefnar forsend- ur, eins og henta þykir hverju sinni. Til dæmis virðast einhverjir nú hafa áhyggjur af því að þegar Spölur lýk- ur verkefni sínu muni ríkissjóður halda áfram innheimtu veggjalds. Í ársskýrslu Spalar 2015 má m.a. lesa eftirfarandi: „Samningi Eign- arhaldsfélagsins Spalar ehf. og rík- isins frá árinu 1995, sem staðfestur var af Alþingi, lýkur um leið og all- ur kostnaður við göngin hefur feng- ist endurgreiddur í samræmi við ákvæði 6. greinar samningsins og fellur þá sérleyfi félagsins og gjald- tökuheimild þess niður.“ Það hefur sem sagt verið kýrskýrt í meira en tvo áratugi að annarra er að ákveða hvað gerist að lokn- um rekstrartíma Spalar í samgöngu- málum um Kjalarnes og undir Hval- fjörð. Ávinningur samfélagsins af Hval- fjarðargöngum er ótvíræður og ávinningur ríkissjóðs sömuleiðis verulegur. Um hvorugt ætti að þurfa að deila. Verkefnið til framtíðar er hins vegar að tryggja öryggi vegfar- enda um Kjalarnes og Hvalfjarðar- göng til framtíðar, ekki síst í ljósi ört vaxandi umferðar. Það snýr ekki að Speli. Áhugamenn um starfsemi Spal- ar og rekstur ganganna ættu hvað úr hverju að velta fyrir sér opinberlega og spyrja þá sem eiga að svara: Hvar er stefna stjórnvalda varðandi Kjal- arnes og Hvalfjarðargöng? Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar Af afskriftum og „afhjúpunum“ Í hlákunni síðustu vikuna ruddu margar ár á Vesturlandi vetrar- ísnum af sér. Meðal annars Laxá í Dölum sem skilaði myndarlegum klakabunkum í fjöruna við Búðar- dal. sm Klakabunkar úr Laxá í fjörunni Eflaust bíða margir spenntir eft- ir páskunum og öllu því sem þeim fylgir. Það gera börnin á leikskól- anum í Stykkishólmi ekki síst. Nú á dögunum var foreldrum barnanna boðið í leikskólann að fylgjast með þeim í páskaeggjaleit. Mál- uðum steinum var dreift hingað og þangað um lóð leikskólans og gátu börnin svo skipt út fyrir lítið súkk- ulaðiegg, eitt á mann. Börnin voru hæstánægð með uppátækið. jse Páskar á næsta leiti Hafdís Birna tveggja ára tók súkkulaðinu fagnandi. Átta hurða farsi! Útspekúleruð gildra! Illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, tregar en ákaflega viljugar löggur, kynsveltur endurskoðandi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála, gæðaleg borgarstjórafrú. Þegar þannig hópur kemur saman þá er ekki víst að neitt klikki! SÍÐUSTU SÝNINGAR: 8. sýning, miðvikudag ...............................23. mars kl. 20.00 9. sýning, fimmtudag.................................24. mars kl. 20.00 10. sýning, laugardag ................................26. mars kl. 20.00 Ekki missa af þessari sprenghlægilegu sýningu! Miðapantanir í síma 435 1182 / 691 1182 Fosshótel Reykholt býður þriggja rétta leikhúsmatseðil og sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 435 1260 og á netfanginu: addi@fosshotel.is Ungmennafélag Reykdæla ÓÞARFA OFFARSI Sýnt er í Logalandi í Reykholtsdal eftir Paul Slade Smith í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.