Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Skólahópur frá Leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal kom í heimsókn í Kleppjárnreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar í síðustu viku. Heimsóknin hófst á skynjun- arverkefni sem fram fór úti á Lækn- istúni. Þar var unnið með skynjun- arlíffærin sem sjá um sjón, heyrn, lykt, snertingu og bragð. Eftir það var hádegismatur og síðan sam- verustund þar sem nemendur í 5. bekk lásu fyrir gestina. Samstarf þetta hófst árið 2008 og hefur gengið vel að sögn kenn- ara við skólann. Þá hefur skólahóp- ur komið a.m.k. þrisvar sinnum í heimsókn yfir skólaárið og er það 5. bekkur í grunnskólanum hverju sinni sem tekur á móti hópnum, heldur utan um hann og leiðbein- ir áfram. Skólahópurinn fer einn- ig í heimsókn í 1. bekk og hef- ur ýmislegt verið gert. Þetta verk- efni þykir gott til að brúa bilið milli skólastiga. Meðfylgjandi myndir tóku ljósmyndaleiðtogarnir Embla Líf Andradóttir og Unnur Björg Ómarsdóttir í GBF í heimsókn barnanna úr Hnoðrabóli. mm Skólahópur leikskólans í heimsókn Pennagrein Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir, sem er fínna orð yfir sama hlut. Við í Vinstri hreyfingunni grænu fram- boði leggjumst alfarið gegn lögleið- ingu spilavíta og teljum það auka þann gífurlega vanda sem spila- fíkn er og vinni auk þess gegn lýð- heilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röð- um Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og úr Bjartri framtíð. Margar ástæður eru fyrir því að við Íslendingar eigum ekki að bjóða upp á lögleg spilavíti. Við höfum kom- ist ágætlega af án slíkrar starfsemi hingað til og ég tel að samfélagsleg og lýðheilsuleg rök séu sterk gegn því að við lögleiðum slíka starf- semi. Willum Þór Þórsson, flutn- ingsmaður spilavítafrumvarpsins, segir að þau séu góð viðbót við af- þreyingu fyrir ferðamenn. Það skýt- ur skökku við þegar kannanir með- al ferðamanna sýna skýrt fram á að langmestur hluti ferðamanna kemur fyrst og fremst til Íslands vegna nátt- úrunnar og vill njóta sérstakrar nátt- úrufegurðar landsins. Mér finnst því engin ástæða til að við Íslendingar leggjum þá áherslu á spilavíti til að trekkja að eða lokka hingað ferða- menn. Eða viljum við verða Las Ve- gas eða Mónakó norðursins? Væri ekki nær að stjórnvöld komi loks fram með alvöru uppbyggingu, sýn og stefnu í ferðaþjónustu sem mik- ið er beðið eftir meðal ferðaþjón- ustuaðila og annarra hagsmunaðila víða um land? Gleymum því ekki að því miður þrífst oftar en ekki ýmis konar vafasöm starfsemi í kring- um spilavíti erlendis; vændi, jafnvel mansal, eiturlyfjasala og marghátt- uð glæpastarfsemi virðist oftar en ekki verða eins konar hliðarbúgrein spilavíta, þótt auðvitað séu til und- antekningar á því eins og öðru. Þúsundir Íslendinga glíma við alvarlega spilafíkn Spilafíkn er alvarlegt þjóðfélags- mein og ætla má að um 12 þús- und Íslendingar glími við ein- hvers konar sjúklega spilafíkn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í áhættuhópnum séu ungir karl- menn og til SÁÁ leita stöðugt fleiri sem glíma við alvarlega spilafíkn sem leitt hefur m.a. til fíkniefna- vanda og glæpastarfsemi. Í frum- varpinu er talað um að 21 árs og eldri verði heimilaður aðgangur að spilavítum. Við þekkjum vandann sem margir spilafíklar glíma við og við verðum að horfa til hagsmuna fólks sem orðið hefur spilafíkn- inni að bráð og sorglegar afleið- ingarnar fyrir fjölskyldur þeirra sem í mörgum tilfellum hafa misst allar sínar eigur. Á undanförnum árum hafa fjárhættuspil á netinu á erlendum síðum aukist mikið og ólöglegir pókerklúbbar verið upp- rættir. Við höfum lögleitt starf- semi spilakassa, flokkahappdrætti, lottó og getraunir sem félagasam- tök hafa notið hagnaðar af. Mikil- vægt er að endurskoða og styrkja lagaumhverfið sem er í dag um þá starfsemi en að auka enn við vand- ann með því að lögleiða spilavíti. Á síðasta kjörtímabili lagði Ög- mundur Jónasson fram frumvarp sem reisa átti skorður við spila- starfsemi í landinu og átti að tak- marka aðgengi að netspilun á er- lendum síðum. Frumvarpið náði ekki afgreiðslu en ég tel þörf á sterkari lagaumgjörð um þessi málefni ásamt því að efla lög- regluna í því að uppræta ólöglega spilastarfsemi. Einnig þarf að taka fastar á vanda spilafíkla og fjölga þarf meðferðarúrræðum. Sérstaða Íslands eftirsóknarverð Við Íslendingar erum oft feimnir við að vera öðruvísi en aðrir. Vísað er til þess að spilavíti séu leyfð t.d. í Danmörku og Svíþjóð og að vítt og breitt um heiminn þyki þetta eðlilegur hlutur. En er ekki allt í lagi að við séum ekki nákvæmlega eins og allir aðrir ef við erum ekki sannfærð um að þetta geri Ísland eftirsóknarverðara eða mannlífið betra, heldur auki frekar á vand- ann vegna spilafíknar? Þeir sem tala fyrir lögleiðingu spilavíta telja að betra sé að fá þessa starfsemi upp á yfirborðið, að frelsið eigi að vera að leiðarljósi og ljúka eigi forræðishyggju. En frelsi eins getur verið helsi annars og horfa verður til samfélagslegra, siðferðislegra og lýðheilsulegra sjónarmiða í þessu samhengi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar er kveðið á um að vinna skuli að aukinni lýðheilsu í landinu. Ég get ekki séð að lögleiðing spilavíta sé skref í þá átt. Ég óttast nefni- lega að sá hópur sem er veikast- ur fyrir eigi eftir að verða helstu viðskiptavinir spilavítanna. Will- um Þór hefur sagt að stuðla eigi að ábyrgri spilamennsku og að einstaklingar gætu óskað eftir því við spilavítið að þeir geti setti sig á bannlista. Mundi virka fyrir alkó- hólista að óska eftir því við starfs- menn vínbúðanna eða kráa að vera settur á bannlista? Ég held að það sé mikil draumsýn að halda að slíkt virki. Í frumvarpinu er talað um að koma eigi fram með ýmis úrræði fyrir spilafíkla og vinna að forvörnum. Til hvers að lögleiða spilavíti sem auka vandann og leggja síðan til að auka fjármuni til þess að koma í veg fyrir vanda sem skapast ef hægt er að sleppa við vandamálið með því að lögleiða ekki slíka starfsemi? Ég vona að þær skynsemisraddir heyrist, bæði á Alþingi og úti í þjóðfélaginu, að þetta sé ekki sú viðbót við ís- lenskt samfélag sem við þurfum á að halda. Ef það er forsjárhyggja að leggjast gegn lögleiðingu spila- víta þá er það góð forsjárhyggja að mínu mati. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norð- vesturkjördæmi. Spilavíti eru „Víti til varnaðar“ Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.