Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Heimsmet í sofandahætti Í Skessuhorni í dag eru þrjár fréttir þar sem sagt er frá óförum íbúa og veg- farenda vegna óviðunandi ástands vega. Það er staðreynd að peningar til viðhalds og endurbyggingar þjóðveganna hafa verið af skornum skammti síðustu ár og jafnvel áratugi. Aukin umferð og þungi bíla er þannig í engu samræmi við þær krónur sem fjárveitingavaldið lætur til vegagerðar. Í blaðinu í dag er sagt frá því að hótel íhugar lokun vegna viðhaldsleysis á Hvítárbakkavegi í Borgarfirði. Bændur á Mýrum fara ekki af bæ nema á vel búnum jeppum þegar aka þarf um Hítardalsveginn af því hann er eitt risastórt forarsvað. Þá lenti ökumaður flutningabíls með fisk í verulegum ógöngum á Hjallahálsi í Gufudalssveit í síðustu viku. Hér er vafalaust ein- ungis fjallað um brot af þeim vegum sem nú í vorleysingum eru ófærir eða í það minnsta illfærir til umferðar. Hér á Íslandi er kerfið þannig uppbyggt að Alþingi úthlutar peningum til vegagerðar. Vegagerðin sjálf er í höndum stofnunar sem ber ábyrgð á að skynsamlega sé farið með vegaféð sem til úthlutunar er. Þegar menn fyllast réttlátri reiði yfir ástandi ónýtra vega er mikilvægt að reiðin bitni ekki á starfsmönnum Vegagerðarinnar. Það eru ekki þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi. Reiði fólks á að mínu áliti að beinast gegn alþingismönn- um. Þeir einir bera ábyrgð á því hvernig opinberum statttekjum er úthlut- að. Þeir bera ábyrgð á því að auknar tekjur ríkissjóðs, sem til dæmis eru að koma af stóraukinni komu ferðamanna til landsins, renna ekki til styrking- ar innviða ferðaþjónustunnar. Nú er talað um að á annar milljarður króna berist til landsins á dag í gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustu. Þar af eru skatttekjur ríkissjóð gríðarlegar. Nýverið sá ég tölur um hvernig gjaldeyris- tekjum landsins er skipt eftir atvinnugreinum. Á síðasta ári var 31% gjald- eyristekna okkar að koma af ferðaþjónustu, 26% af stóriðju og 22% af sjáv- arútvegi. Þannig hefur veldisaukning ferðaþjónustunnar hér á landi líklega verið heimsmet og að sama skapi kæmi mér ekki á óvart að líka væri heims- met hversu seint og illa er brugðist við til að mæta þessum aukna fjölda. En það er greinilega ekki nóg að fá auknar tekjur af ferðaþjónustu, ef þær týnast bara í einhverri hít. Það nefnilega kostar að byggja upp og við verðum að færa fórnir til að geta með góðri samvisku haldið áfram á sömu braut. Tekjur af atvinnugreininni verða að fara til uppbyggingar þessara innviða hvort sem það er til vegagerðar, upplýsingamiðlunar, öryggismála eða hvaðeina sem þarf til að við sem þjóð getum skammlaust boðið ferða- menn velkomna. Skortur á peningum til uppbyggingar er að verða þjóð- arskömm. Skömmin er alþingismanna sem ekki sýna þá snerpu sem nauð- synleg er til að mæta þeirri áskorun sem 20-30% fjölgun ferðamanna er milli ára. Snerpa þeirra er engin og engu líkara en að þetta fólk sé ekki í nokkru sambandi við fólkið í landinu, fólkið sem til dæmis er að vinna við að byggja upp ferðaþjónustu. Að hótelstjóri verði að loka hótelinu sínu af því það eru vorleysingar, er forkastanlegt. Að ekki náist að flytja nýjan fisk á markað af því flutningabíllinn situr fastur á ónýtum fjallvegi, er forkastan- legt. Að bóndinn geti ekki pantað fóðurbæti fyrir kýrnar sínar af því vegur- inn er ófær, er forkastanlegt. Skömmin er Alþingis sem nú er að setja nýtt heimsmet í sofandahætti. Magnús Magnússon Sveitarstjórn Borgarbyggðar tók í liðinni viku ákvörðun um ráðn- ingu sveitarstjóra. Alls bárust 26 umsóknir um starfið, eftir að það var auglýst laust til umsóknar í síð- asta mánuði. Hagvangur var síðan í kjölfar útboðs fenginn til að greina umsóknir og stýra væntanlegu ráðningarferli. Niðurstaðan varð sú að sveitarstjórn samþykkti á for- sendu mats á umsóknum að ganga til samninga við Gunnlaug A Júlí- usson hagfræðing um að taka við starfi sveitarstjóra. Ráðning hans var formlega staðfest á aukafundi í sveitarstjórn síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Júlíusson er frá Mó- bergi á Barðaströnd, fæddur 1952. Hann er giftur Sigrúnu Sveinsdótt- ur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú uppkomin börn. Þekktur er Gunn- laugur hér um slóðir sem mesti langhlaupari landsins og í huga margra fyrir að vera bróðir Hauks Júl á Hvanneyri. „Ég er fæddur í september 1952. Í grunninn er ég menntaður í landbúnaði, með B.Sc gráðu í almennri búfræði. Síðan stundaði ég framhaldsnám í land- búnaðarhagfræði í Svíþjóð og Dan- mörku. Einnig hef ég lokið löggild- ingu í verðbréfamiðlun og stundað meistaranám í fjármálum við HÍ. Ætli ég geti ekki kallast hagfræð- ingur. Ég starfa sem sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en áður en ég hóf störf þar var ég t.d. sveitarstjóri á Raufarhöfn,“ segir Gunnlaugur. Auk beinna starfa við sveitar- stjórnun er Gunnlaugur hokinn af reynslu af vettvangi sveitarstjórnar- mála á landsvísu. Hann er nú sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Sem slíkur hefur hann borið ábyrgð á og stýrt verkefnum sem lúta að upplýs- ingaöflun, úrvinnslu, miðlun og út- gáfu á rekstrar-, efnahags- og hag- rænum upplýsingum úr starfsemi sveitarfélaganna. Auk þess hefur hann sinnt margvíslegri hagsmuna- gæslu fyrir sveitarfélögin og tekið þátt í samstarfi ríkis og sveitarfé- laga á sviði efnahagsmála og reikn- ingsskila sveitarfélaga. Flytur í héraðið Gunnlaugur tekur við starfi sveit- arstjóra eins fljótt og auðið er en býst við að einhver tími í apríl fari í að ganga frá á núverandi vinnu- stað. Hann kveðst flytja í Borgar- byggð, annað kæmi aldrei til greina en að hafa búsetu í því sveitarfé- lagi sem hann stýrir. „Stjórnsýsl- an er í Borgarnesi en það hefur ekki enn unnist tími til að ákveða hvort ég flyt þangað eða t.d. á Hvanneyri, þar sem ég er hnútum kunnugur,“ sagði Gunnlaugur en hann stundaði nám á Hvanneyri í fimm vetur, árin 1970 til 1975. Hann kveðst spenntur fyrir störf- um í héraðinu enda hefur honum líkað vel við Borgarfjörðinn allar götur frá því hann kynntist svæð- inu fyrst. „Þetta er áhugavert og magnað svæði sem ég hef löngun til að kynnast betur, bæði Borgar- firðingum en ekki síður Vestur- landi öllu. Þetta er svæði sem býr yfir alveg ótrúlegum möguleikum og mikil gerjun er í gangi í upp- byggingu á sviði ferðaþjónustu. Þá er landbúnaður með blóma, skól- starf fjölbreytt og margt áhuga- vert í gangi,“ segir Gunnlaugur að endingu. mm Gunnlaugur Júlíusson ráðinn sveitarstjóri í Borgarbyggð „Það er mjög alvarleg staða kom- in upp hjá okkur. Nú er svo kom- ið að Hvítarbakkavegur númer 514 er ófær fyrir almenna umferð og við sjáum okkur ekki fært annað en loka hótelinu meðan þetta ástand varir,“ segir Ólafur Gunnarsson sem rekur Icaland guesthouse Hvítá á Hvítár- bakka í Borgarfirði. Hann segir að á síðasta ári hafi a.m.k. þrír bílar farið útaf á veginum vegna ástands hans og í einu óhappanna hafi orðið slys á fólki. „Hér á Hvítárbakka eru rekin tvö hótel og gistiheimili og það hlýt- ur að teljast alvarlegt að loka verði ferðaþjónustufyrirtækjum vegna skorts á viðhaldi héraðsvega. Þarna beini ég orðum mínum til fjárveit- ingavaldsins á Alþingi. Ríkissjóð- ur er að fá milljarða í auknar tekjur af ferðaþjónustu en er ekki að láta aukið fjármagn í viðhald og endur- byggingu vegakerfisins. Hér verð- ur því eitthvað að láta undan, eða þingmenn að viðurkenna að við svo búið verður ekki unað lengur,“ seg- ir Ólafur. „Það er engu líkara en að hér þurfi að verða dauðaslys til að eitt- hvað verði gert í lagfæringum á veg- inum. Við verðum vör við afbókan- ir á hótelgistingu því skipuleggjend- ur ferða treysta sér ekki til að beina fólki til okkar. Tjón verður á bílum ferðamanna og bílaleigur vilja ekki að bílum þeirra sé ekið um vegleys- ur. Það er skylda Vegagerðarinn- ar að halda þessum málum í lagi, en starfsmenn hennar bera því við að ekki séu til peningar, möl eða jafnvel vegheflar til að ráðast í þessi verk. Þetta er grafalvarlegur hlutur sem er í gangi og mér er ekki skemmt að þurfa að loka mínu fyrirtæki vegna slóðagangs fjárveitingavaldsins,“ segir Ólafur Gunnarsson á Hvítár- bakka. mm Í nýjasta tölublaði af Glefsum, raf- rænu riti sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa út, er sagt frá könn- un þar sem mældar voru væntingar stjórnenda fyrirtækja í landshlutan- um um rekstrarhorfur. Í fréttabréf- inu segir Vífill Karlsson hagfræðing- ur m.a.: „Bjartsýni fyrirtækja á Vest- urlandi færist áfram í aukana á milli ára þegar horft er til svara við spurn- ingum sem lúta að væntingum þeirra um framtíðina.“ Könnunin var gerð í desember 2015. Spurt var um breyt- ingar á starfsmannafjölda, fjárfest- ingar, framtíðartekjur og aðstæður í efnahagslífinu. Skýrslan byggir á svörum 262 fyrirtækja. Fram kemur að aukinn vilji, mið- að við sama tíma árið áður, er til ný- ráðninga og fjárfestinga á Vestur- landi. Vilji til nýráðninga og fjárfest- ingar eykst mest á milli ára hjá fyr- irtækjum sem starfa á Borgarfjarðar- svæði. Fyrirtæki í Dölunum virðast vera svartsýnni en á öðrum svæðum Vesturlands ef frá er talið hvort þau telji sig þurfa að fækka fólki. Þetta kann að tengjast óvissu sem skapað- ist í rekstrarumhverfi landbúnaðar- ins vegna væntanlegrar endurnýjun- ar á búvörusamningum. Annars stað- ar hefur bjartsýni aukist á milli ára. „Nánari greining gaf til kynna að það væru helst fyrirtæki í byggingaiðnaði og ferðaþjónustu sem vildu ráða fólk. Ferðaþjónusta og fiskvinnsla höfðu hins vegar mestan áhuga á fjárfest- ingum,“ segir í Glefsum SSV. mm Stjórnendur fyrirtækja spá fjölgun starfa og aukinni fjárfestingu Þurfa að loka hóteli tímabundið vegna ónýts vegar Þessi mynd var tekin niður Hvítárbakkaveg í gær. Skilti þetta var sett upp fyrir nokkrum árum af Jóni Friðrik Jónssyni á Hvítárbakka. Þrátt fyrir skiltið hefur lítið gerst í vegabótum á Hvítárbakkavegi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.