Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201626 Árshátíð Brekkubæjarskóla var hald- in með pompi og prakt í síðustu viku. Að þessu sinni var ákveðið að fjölga sýningum úr fjórum í fimm, til þess að allir sem áhuga hefðu gætu fengið miða. Árshátíðin var með hefðbundnu sniði og stóðu nemend- ur sig með miklum sóma. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem fram komu allir nemendur í 1. – 6. bekk auk nemenda í 7. bekk og unglinga- deild skólans. Við sem störfum í Brekkubæjar- skóla erum afskaplega stolt af ung- lingunum okkar. Þann 25. febrúar sl. var frumsýnt leikritið Græna húsið, en þátttaka í því var liður í vali í ung- lingadeildinni. Er skemmst frá því að segja að krakkarnir slógu í gegn og sýndu fyrir fullu húsi í Bíóhöll- inni alls átta sinnum. Þessa krakka tókst síðan að virkja til þátttöku í árshátíðinni, sem leikara, söngvara, tæknimenn, sviðsmenn og hljóð- færaleikara. Nemendur í 8. bekk sáu síðan um að aðstoða við gæslu á yngstu börnunum á meðan á sýning- um stóð. Vafalítið verða krakkarnir fegnir að komast í frí og hvíla sig fyrir glím- una við námsbækurnar til skólaloka. Nemendur og kennarar Brekku- bæjarskóla vilja þakka öllum þeim sem komu á sýningarnar með von um að þeir hafi átt ánægjulega stund. Hægt er að sjá myndir af atriðum á heimasíðu skólans, brak.is. Hallbera Jóhannesdóttir Ljósm. Kristinn Pétursson. Árshátíð Grunnskólans í Borgar- nesi var haldin 17. mars síðastlið- inn í Hjálmakletti. Tvær sýningar voru þann dag. Formlegur undir- búningur fyrir árshátíð hófst 7. mars. Þá viku og fram að árshá- tíð var unnið á öllum skólastigum að þema tengdu árshátíð, hluta úr deginum. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans tók þátt í und- irbúningi og framkvæmd. Þema árshátíðar þetta árið var hjálpsemi og vinátta. Hefð er fyrir því að stjórn nemendafélagsins komi með hugmyndir að þema. Á yngsta stigi flutti hver árgang- ur eitt atriði. Nemendur í fyrsta bekk sungu vinasöngva, nemendur í öðrum bekk sungu syrpu af ABBA lögum með frumsömdum texta sem fjallaði um skólastarfið og nemendur í þriðja bekk fluttu leik- þátt um tröll, auk þess að syngja og dansa. Á miðstigi voru þrír hópar með atriði. Sönghópurinn flutti lög sem fjölluðu um mikilvægi vin- áttunnar, leikhópurinn flutti leik- þáttinn Snorri – vinur minn, um ævi og örlög Snorra Sturlusonar og danshópurinn flutti vinadans. Unglingastigið flutti þætti úr leik- ritinu Dýrin í Hálsaskógi. Öll atriðin voru samin frá grunni í skólanum; handrit frumsam- in eða útfærð, búningar hannað- ir og saumaðir, leikmyndin hönn- uð, smíðuð og máluð og dans- ar samdir og hannaðar skreyting- ar í salinn, svo eitthvað sé nefnt. Að baki þeim sem stíga á svið er fjöldi sviðs- og tæknimanna. Þeir, auk kynna kvöldsins, eru úr 7. – 10. bekk. Það útheimtir gríðarlega vinnu hjá bæði nemendum og starfs- fólki að undirbúa slíka sýningu. Afraksturinn var ljómandi góður, árshátíðin hin besta skemmtun og gaman fyrir nemendur að flytja sín verk frammi fyrir fullum sal áhorf- enda. Upptöku af árshátíðinni má nálgast á Youtube. Hulda Hrönn Sigurðardóttir. Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi Árshátíð Brekkubæjarskóla 2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.