Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 19 BÚÐU VEL UM GESTINA ÞÍNA Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 580 3900 sem aðstoðar þig með ánægju. Fastus býður upp á vandað lín fyrir hótel, ferða- þjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Tilkynning Föstudaginn 1. apríl næstkomandi verður bæjarskrifstofa Akraneskaupstaðar lokuð frá kl. 12:00 á hádegi vegna starfsdags starfsmanna. Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir gamanleikinn: Blessað barnalán Höfundur: Kjartan Ragnarsson- Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Bráðfyndinn gamanleikur sýndur í Lyngbrekku 7. sýning miðvikudaginn 23. mars kl. 20:30 8. sýning  mmtudaginn 24. mars kl. 20:30 9. sýning laugardaginn 26. mars kl. 20:30 10. sýning  mmtudaginn 31. mars kl. 20:30 SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Miðaverð kr. 2.500 - Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is PISTILL Ég hef upp á síðkastið heillast æ meir af hæstvirtum forsætisráðherra og hvernig er hægt að orða það - skósveini hans, honum Karli Garð- arssyni. Ég er ennþá hissa á honum, hann ákvað allt í einu að verða eins- konar enforcer fyrir Framsóknar- flokkinn. Enforcer eða framfylgjari í beinni þýðingu er staða í íshokkí og hefur hann eitt hlutverk og það er að verja liðsfélaga sína með öll- um tiltækum ráðum. Mér finnst hann standa sig ágætlega í því, ágætt er betra en gott. Ástæða mín fyrir þessari þannig séð nýtilkomnu hrifningu á honum Sigmundi á sér þó dýpri rætur. Framkoma hans í máli konu sinnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér. Þar var stig- ið djarft til jarðar og reynt að snúa nautið niður áður en það réðist til atlögu, hann sá það nefnilega leggja til atlögu og eins og hver annar nautabani reyndi hann að snúa sér frá árásinni. Eitt sinn kröfuhafa- baninn Sigmundur, nú nautaban- inn, var mættur á svæðið. Nú er beitt öllum snúningum og öllum ráðum til að fella nautið, þetta er allt saman með Hemingway-ískum blæ. Löglegt en siðlaust. Þessi flétta sem opnast hefur fyrir augum okk- ar minnir á reyfara svo slæman að gamla konan í Murder She Wrote hefði ekki einu sinni dottið hann í hug. Allt í lagi, þetta verður búið fljótt ef umræðuhefðin er samkvæm sjálfri sér því mér finnst ekkert hafa verið rætt um þessa 10-12 forseta- frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér. Guðmundur Franklín sá mikli meistari er sá nýjasti til að stökkva á vagninn og allt stefnir í að næsti kjörni forseti verði með ca. 12-15 prósent atkvæða. En aftur að manninum, stjórn- málamanninum og lífskúnstnern- um Sigmundi, Georg Bjarnfreðar- syni íslenskrar pólitíkur. Við fyrstu sýn sér fólk venjulegan mann sem gengur og talar líkt og við hin, ef skyggnst er ögn nánar kemur ann- að í ljós. Sigmundur er nefnilega marglaga og margslunginn ein- staklingur með snert af Munchau- sen heilkenninu. Hugsa að hann trúi því sjálfur að hann gæti dregið sig úr keldu með því að grípa í hár- ið sitt, svo viss held ég að hann sé í sinni sök um sjálfan sig. Það er ekki hægt að benda á einn hlut þegar Sigmundur er rannsakaður nánar, hann virðist eyða dögum sínum í að ferðast um landið og skoða gömul hús, deila því svo á snapchat. Hann er örugglega að elta einhvern hips- ter sem er að gera upp gömul hús á instagram líka og svo annarsveg- ar er hann að stjórna landi við ann- an flokk. Bréfið sem Kári skrifaði til hans um daginn fullvissaði mig enn meir í þeirri trú að þeir endi sem bestu vinir einhvern tímann, svona eins og Roy Keane og Patrick Viera gerðu í seinni tíð. En aftur að um- ræðuefni mínu. Sigmundur Dav- íð er í raun misskilinn listamaður, gjörningalistamaður nánar tiltekið. Hann er maðurinn í kassanum, há- setinn á dekkinu og bóndinn í fjós- inu. Hann ætlar að varðveita allt það sem íslenskt er, krónuna þar með talið, gömlu húsin, slátrið og Ég og Sigmundur sinuna því ef við töpum því þá hvað er eftir til að verja? En eins og hann sagði sjálfur einhvern tímann þá er hann ekki á flæðiskeri staddur ef allt fer til andskotans hérna, meiri- hluti eigna betri helmingsins eru nefnilega geymdar einhvers staðar á skeri suður með sjó. Gleðilega páska, Axel Freyr Eiríksson Það hefur skapast hefð fyrir því að á pálmasunnudegi sé kirkju- skóli í Grundarfjarðarkirkju og eft- ir kirkjuskólann sé hoppukastala- fjör uppi í íþróttahúsi bæjarins. Það var engin breyting á að þessu sinni þegar ærslafullir krakkar hoppuðu af gríð og erg í íþróttahúsinu. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson hefur séð um hoppukastalafjörið og var engin breyting á því í þetta skiptið. Þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti við var mikið fjör og ljóst að krakkarnir skemmtu sér vel. tfk Hoppukastalafjör á pálmasunnudegi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.