Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 20162 Páskarnir eru á næsta leiti en þeim fylgir gjarnan mikið súkkulaðiát. Það er gott og blessað að leyfa sér dagamun í tilefni hátíð- arinnar en hófsemi er dyggð, þrátt fyrir að vera ekki ein af höfuðdyggðunum sjö. Gæt- um hófs í súkkulaðieggjaátinu, sjálfra okkar vegna. Sjáumst í göngutúr! Á morgun spáir austanátt, 3-8 m/s og víða dálítilli rigningu eða skúrum. Hiti 2-8 stig. Norðaustan- og austanátt, 5-15 m/s á fimmtudag, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða slydda með köflum en þurrt að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0-7 stig, mild- ast syðst. Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og kólnandi veður á föstudag. Snjókoma og él á Norðurlandi en rigning og slydda fyrir sunnan, einkum suðaustanlands. Norðlæg átt og snjókoma á laugardag en úrkomu- lítið sunnan heiða. Hiti 0-5 stig við suður- strönd landsins en annars 0-5 stiga frost. Á sunnudag spáir norðanátt og éljum en þurru og björtu veðri á Suður- og Suðvest- urlandi. Kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig ferðast þú til vinnu eða skóla á morgnana?“ Flestir, 27,33% svöruðu „á einkabíl“ en 18,99% „gangandi“. „Hjól- andi“ sögðu 13,58% og „á hestbaki“ sögðu 12,44%. 11,62% fara „með strætó“ en 9,49% sögðu ferðamátann „mismunandi“. „Fer ekki til skóla eða vinnu“ sögðu 6,55%. Í næstu viku er spurt: Hvað hefur þú í matinn á páskadag? Theódóra Friðbjörnsdóttir kennari í Grunn- skóla Snæfellsbæjar er ein þeirra fjölmörgu kennara á Vesturlandi sem eru ófeimn- ir að brydda upp á nýjungum til að auðga kennsluna og gæða auknu lífi. Rætt er við hana í Skessuhorni í dag. Theódóra er Vest- lendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Komin í úrslit BORGARFJ: „Þú ert Borgfirð- ingum til sóma, nær og fjær,“ sagði Borgfirðingurinn Jakob Frímann Magnússon, einn dóm- ara í þættinum Ísland Got Tal- ent, í þættinum á sunnudaginn á Stöð2. Þetta sagði Stuðmað- urinn eftir magnaða frammi- stöðu söngkonunnar Evu Mar- grétar í þriðja og síðasta undan- úrslitaþættinum. Eva Margrét er ættuð úr Borgarnesi, alin upp í Reykholtsdalnum en stundar nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Var hún eftirminnilega send beint í und- anúrslitin þegar Marta María ýtti á gullhnappinn í áheyrnar- prufunum og sagði jafnframt að Eva Margrét væri fædd stjarna. Auk Evu Margrétar eru Skaga- fólkið Símon Orri Jóhanns- son og Halla Margrét Jónsdótt- ir komin í úrslit og er því hlut- ur Vestlendinga býsna góður á þessu stigi keppninnar. -mm Lítið af óhöppum í umferðinni VESTURLAND: Aðeins urðu þrjú minniháttar umferðar- óhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku og telst það mjög vel sloppið. Í einu óhappinu var ekið á ljósastaur á Akranesi [sjá mynd] og var far- ið með ökumanninn á sjúkra- hús til skoðunar en hann hafði hlotið minniháttar meiðsl við höggið. Í tveimur óhappanna áttu erlendir ferðamenn hlut að máli. Þá kölluðu erlendir ferða- menn eftir aðstoð eftir að hafa fest bílaleigubílana sína í snjó uppi á Uxahryggjum og vestur á Snæfellsnesi. Nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt og aðr- ir fyrir að tala í síma án hand- frjáls búnaðar. –mm/ Ljósm. Finnur Andr- ésson. STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Flutningabíll með fullfermi fest- ist í forarsvaði á Hjallahálsi í Gufu- dalssveit í síðustu viku. Frá þessu er greint á vefnum bb.is. Hjallaháls, sem liggur á milli Þorskafjarðar og Djúpa- fjarðar, er hluti af þjóðvegi 60 og var samkvæmt merkingum Vegagerðar- innar skráður opinn og greiðfær en af myndum af vettvangi að dæma má álykta að vegurinn hafi verið nánast ófær flutningabílum. Bíllinn sem um ræðir var á suður- leið, á leið upp hálsinn Djúpafjarðar- megin, með fullan tengivagn af laxi frá eldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum þegar hann festist. Á vef bb.is er sagt frá því að eigandi bíls- ins að óskað hafi verið eftir hjálp en Vegagerðin hafi ekki talið það hlut- verk sitt að aðstoða fastan bíl á þjóð- vegi sem skráður hafi opinn og greið- fær samkvæmt merkingum hennar. Því fór að lokum svo að eigandinn sjálfur kom fékk jarðýtu á staðinn og losaði bílinn, en þeim aðgerðum lauk ekki fyrr en tæpum sólarhring eftir að bíllinn festist. Þjóðvegur 60 um Gufudalssveit er erfiður að vetri en einnig í leysinga- færð eins og var í síðustu viku þeg- ar flutningabíllinn festist. Þar eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls helstu far- artálmarnir. Í vetur var til að mynda sagt frá því í Skessuhorni þegar flutn- ingabíll með fullfermi af fiski fór út af við Ódrjúgsháls með þeim afleið- ingum að tengivagn hans valt á hlið- ina. Björgunarsveitarmenn úr Reyk- hólasveit eyddu þá drjúgum part næt- ur í að bjarga farminum. Ökumaður flutningabílsins sem festi sig á Hjalla- hálsi í síðustu viku er því langt því frá að vera sá fyrsti sem kemst í hann krappann á hálsunum í Gufudals- sveit og yfirgnæfandi líkur eru á því að hann verði ekki sá síðasti. kgk Flutningabíll sat fastur í tæpan sólarhring Bíllinn sökk í forarsvað sem myndast hafði á Hjallahálsi í Gufudalssveit og sat þar fastur í tæpan sólarhring. Jarðýtu þurfti til að losa bílinn. Ljósm. Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Óskar Þór Óskarsson fékk rós vik- unnar í Vetrar-Kærleik Blómaset- ursins – Kaffi kyrrðar í Borgar- nesi. Rósina fékk Óskar fyrir, eins og segir í tilnefningunni: „Að safna heimildum í máli og myndum og varðveita þannig, á skemmtileg- an og mannlegan hátt, sögu liðins tíma. Hann er snillingur og frábær náungi.“ mm Óskar Þór er rósahafi vikunnar Saltskipið Flinterdijk kom til Ólafs- víkurhafnar aðfararnótt laugardags- ins. Björgunarbáturinn Björg fylgdi skipinu síðasta spölinn inn í höfn- ina. Þúsund tonnum af salti var skip- að upp úr Flinter að þessu sinni. Það eru fiskverkanirnar Valafell ehf og KG fiskverkun sem nota mest allt saltið en einnig er töluvert magn af því geymt á lager á hafnarsvæðinu. Frá Ólafsvík fór Flinterdijk í Grundarfjörð og til Stykkishólms en það kom til Ólafsvíkur frá Grundar- tanga. Ekki er von á næsta saltskipi fyrr en í haust. þa Salti landað á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.