Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 23 HÁSKÓLI LÍFS & LANDS WWW.LBHI.IS | LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS | HVANNEYRI, 311 BORGARNESI | 433 5000 | LBHI@LBHI.IS NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI UMHVERFIS- SKIPULAGBÚVÍSINDI HESTAFRÆÐI FRAMHALDSNÁM STARFS- & ENDURMENNTUN NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI SKÓGFRÆÐI & LANDGRÆÐSLA HESTAFRÆÐI GARÐYRKJA &BÚFRÆÐI VILTU HAFA ÁHRIF Á NÝTINGU, VERNDUN OG VIÐHALD NÁTTÚRUNNAR? KYNNTU ÞÉR SPENNANDI NÁM Í LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS Anna Kristín Guðmundsdóttir nem- ur umhverfisskipulag við Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri. Fékk hún í vetur það verkefni að hanna vist- væna götumynd á Akranesi. Var það liður í námskeiðinu Umhverfisskipu- lag og lýðheilsa. Verkefnið hófst sem hópverkefni þar sem greint var allt frá umferð til ráðandi lita á svæðinu sem til umfjöllunar er. Að því loknu skil- uðu nemendur svo einstaklingsverk- efni. „Út frá greiningu hópsins áttum við að koma með tillögur að úrbót- um með tilliti til lýðheilsu íbúa, það er að segja hvernig gera mætti það meira aðlaðandi og gönguvænna sem stuðla gæti að bættri lýðheilsu,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. Svæð- ið sem hún fjallaði um er Kirkjubraut frá Merkigerði að gatnamótunum við Stillholt. Anna segir að svæðið sé nú nokkurs konar „hraðbraut“ innan bæjarins. „Þar eru nú fjórar akreinar, tvær í hvora átt og allt umhverfi mjög bílvænt,“ segir Anna. „Mínar tillögur fela meðal annars í sér að fækka ak- reinum í tvær. Þá hvetur umhverfið til hægari aksturs. Einnig var hannað gönguvænt og gróðursælt umhverfi með sjálfbærum ofanvatnslausnum og gróðurbeðum sem taka við regn- vatni,“ bætir hún við. Hún segir að allt umhverfi hafi verið gert „mannvænna“ eins og hún orðar það. „Til dæmis gera hug- myndirnar ráð fyrir torgi fyrir framan þjónustubyggingar þar sem fólk get- ur mæst á gangi í stað bílastæða ein- göngu eins og eru þar í dag. Þann- ig er svæðið hugsað sem meira aðlað- andi inngangur að hinum eiginlega miðbæ Akraness.“ Mannvænt umhverfi er það sem koma skal Sjálfbærni og vistvæn götumynd eru fyrirferðamikil hugtök í skipulags- fræðum í dag. Tengjast þau lýðheilsu nánum böndum og segir Anna áhuga- vert að velta því fyrir sér hvernig breytt umhverfisskipulag getur hvatt og stuðlað að breyttri hegðun fólks. „Reynt er að skapa grænt umhverfi með gróðri en um leið sjálfbærri hringrás þar sem gróðurbeð taka við regn- og ofanvatni. Þannig má skapa vistvæna götumynd,“ segir Anna og bætir því við að gróðursælt og fallegt umhverfi dragi gjarnan úr aksturs- hraða og hvetji fólk til að leggja bíln- um og ferðast frekar á tveimur jafn- fljótum. „Eins er meiri hvati til að ganga ef það er aðlaðandi svæði fyrir framan byggingar en ekki bara hröð umferðargata með bílastæðum upp við innganginn,“ segir Anna. Hún segir námið hafa opnað augu hennar fyrir þessari sýn á skipulags- málin. „Þetta hefur verið áberandi í skipulagi síðustu ára. Ég hef allt- af verið áhugasöm um hvernig okk- ur líður í okkar umhverfi en ég hafði ekki leitt hugann að þessu fyrr en ég byrjaði að læra um umhverfisskipu- lag,“ segir Anna. „Umhverfið hefur nefnilega ýmislegt að segja um það hvernig okkur líður frá degi til dags,“ segir hún. Aðspurð hvort þessi sýn á skipu- lagsmál sé það sem koma skal telur hún svo vera. „Að hugsa um mann- eskjuna í umhverfinu er það sem koma skal. Að hanna aðlagandi um- hverfi sem hvetur fólk til að stíga út úr bílnum, fara ferða sinna fótgang- andi og hitta annað fólk á förnum vegi. Það stuðlar að betri lýðheilsu, litríkara mannlífi og aukinni vellíð- an,“ segir Anna Kristín að lokum. kgk Umhverfisskipulag getur stuðlað að bættri lýðheilsu Anna Kristín Guðmundsdóttir, nemi í umhverfisskipulagi við LbhÍ. Horft í átt að miðbænum. Akreinum hefur verið fækkað í tvær og fjarlægð aukin milli götu og gangstígs. Hjólastígum hefur komið fyrir og gert ráð fyrir meiri gróðri en nú er á svæðinu. Bílastæði fyrir framan þjónustubyggingar hafa verið fjarlægð, m.a. til að gera innganga þeirra meira aðlaðandi og hvetja fólk til að ferðast fótgangandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.