Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 201616 Umtalsverð nýliðun er að eiga sér stað í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Ungt fólk er að koma sér fyrir á jörð- um, byggja sér hús eða taka við búi. Ættliðaskipti eru nauðsynleg ef við- gangur á að verða í sveitum landsins. Á Snartarstöðum í Lundarreykja- dal urðu nýlega ábúendaskipti þeg- ar Guðrún María Björnsdóttir og Jó- hann Páll Þorkelsson tóku við búinu af föðursystkinum hennar. Höfðu þau húsaskipti við föðursystkini hennar, Helga og Halldóru Björns- börn, og fluttu inn í gamla íbúðar- húsið ásamt dætrum sínum Heiðdísi Guðrúnu og Arnfríði Birnu. „Við tókum við búinu um áramótin en erum reyndar búin að vera hér síðan 2013, “ segir Gunna Mæja. Hún kveðst hafa verið mikið hjá frændfólki sínu á Snartarstöðum þegar hún var yngri en Jóhann er aft- ur á móti Eyfirðingur að uppruna, al- inn upp í Hörgársveit. Bæði eiga þau því rætur í sveit, kynntust í búfræði- námi á Hvanneyri og segjast alltaf hafa ætlað að leggja búskapinn fyrir sig. „Það var alltaf stefnan að byrja að búa og við gerðumst bændur einfald- lega vegna þess að okkur langaði til þess,“ segir Gunna Mæja. Á Snartarstöðum er blandað bú, bæði kýr og kindur; „og reyndar líka geitur, hundar, kettir, hænur og end- ur,“ segir Gunna Mæja. „Svo erum við með eina kanínuna líka,“ seg- ir Jóhann og lítur stríðnislega á eldri dóttur þeirra Heiðdísi Guðrúnu. „Kanínan mín heitir Mjallhvít,“ segir Heiðdís og brosir sínu breið- asta. „Eitt svín vorum við með síð- asta sumar,“ segir Jóhann „en það er reyndar ofan í frystikistu núna,“ seg- ir Gunna Mæja létt í bragði en bæt- ir því við að tvö svín til viðbótar séu væntanleg. Verk að vinna Framundan í búskapnum á Snartar- stöðum segja þau vera allnokkuð kyn- bótastarf, bæði í sauðfjár- og naut- gripastofninum. „Og meira að segja í kanínunum líka. Markmiðið er að rækta frjósemina úr kanínustofnin- um,“ segir Jóhann kíminn. Að öllu gríni slepptu segjast þau eiga nokkuð verk að vinna og að ekki hafi geng- ið alveg sem skyldi fyrstu mánuðina. „Við vorum að láta meðhöndla átt- undu júgurbólgukúnna frá áramót- um um daginn, það er eitthvað sem við höfðum bara alls ekki reiknað með,“ segir Gunna Mæja. „Þetta hef- ur gengið upp og ofan,“ bætir Jóhann við en segir að þau horfi þó björtum augum til framtíðar. Þau hafi þegar ráðist í að breyta fjósinu og fjölga um tíu kýr. „Það var í rauninni eina vitið vegna þess að fjósið bauð upp á það. Við steyptum bara fyrir tíu básum í viðbót inni í fjósi, þurftum ekki að byggja við eða neitt, bara aðeins að breyta. Næst á dagskrá er svo að taka mjólkurhúsið í gegn,“ segir Jóhann. Steypan var hrærð á staðnum og nutu þau aðstoðar nágranna og vina, en flestir sem komu að framkvæmd- um eru Lunddælingar. „Það er gott að eiga góða granna sem koma og að- stoða mann þegar maður gerir upp á bak,“ segir Gunna Mæja og hlær við. Að breytingum loknum verð- ur í fjósinu pláss fyrir 40 mjólkur- kýr. Auk þess eru um 300 kindur á bænum. Enn fremur eru Jóhann og Gunna Mæja að taka íbúðarhúsið í gegn, endurnýja ýmislegt þar, mála og laga til. „Það er náttúrulega bara komið til ára sinna,“ segir unga parið á Snartarstöðum sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Margt ungt fólk í Lundarreykjadal Undanfarin misseri hafa hlutfalls- lega mikil kynslóðaskipti orðið í Lundarreykjadal, en mikið af ungu fólki hefur sest þar að og margir hverjir að feta sín fyrstu skref í bú- skap. Anna Heiða Baldursdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson eru að reisa sér hús í Múlakoti, Hrönn Jónsdóttir hefur sett niður heilsárs- hús við Lund II og þar er Birta Berg Sigurðardóttir að byggja sér hús. Kristján Guðmundsson og Eydís Smáradóttir eru flutt að Oddsstöð- um II en hyggja þó ekki á búskap. Þá hefur Jónmundur Magnús Guð- mundsson keypt Arnþórsholt af for- eldrum sínum og er fluttur þangað ásamt unnustu sinni Ragnhildi Evu Jónsdóttur. „Þar að auki má nefna að Valdi á Skarði [Þorvaldur Árna- son] er búinn að kaupa á móti pabba sínum og Eyjólfur Kristinn Örnólfs- son og Margrét Helga Guðmunds- dóttir eru farin að búa á Skálpastöð- um,“ segir hún. Allir ofangreindir eru milli tví- tugs og þrítugs, ýmist fjölskyldu- fólk eða ekki. „Endurnýjunin hef- ur verið hröð. Þetta hefur einhvern veginn gerst allt í einu og án þess að einhverjir séu endilega að hætta að búa,“ segir Gunna Mæja. „Þetta fólk er, eins og við, á þeim aldri að það vill fara að koma sér fyrir,“ segir hún. Flestir eiga þar einhverjar ræt- ur og ánægjulegt að svo margir vilji setjast að í sveitinni líkt og þau sjálf. „Það er svo gott að vera í Lundar- reykjadalnum og við pössum vel í hópinn. Það er svo mikið af skrítnu fólki hérna og hefur alltaf verið,“ bætir hún við létt í bragði. Tækifæri í sölu beint frá býli Þegar fram líða stundir hyggjast þau reyna fyrir sér við sölu á kjöti beint frá býli. „Það var nú þess vegna sem við vorum með svínið í fyrra, smá til- raunaræktun á „hamingjusvíni,“ eins og það er kallað. Svínið fékk að éta eins og það vildi, hafði nóg pláss inn- andyra og gat farið út og hreyft sig hvenær sem því sýndist svo,“ bætir hún við. Gunna Mæja segir þá tilraun hafa gefið góða raun. „Kjötið varð miklu bragðmeira en annað svínakjöt og allt öðruvísi einhvern veginn. Ég held að það sé markaður fyrir sölu á slíku kjöti. Það sama gildir um sölu á lambakjöti beint frá býli, tala nú ekki um ef hægt væri að markaðssetja það fyrir ferðamenn,“ segir Gunna Mæja. Aðspurð segja þau mikla umferð um Lundarreykjadalinn frá Uxahryggja- vegi á sumrin. „Það má vel hugsa sér að hægt væri að selja ferðamönnum lambakjötið. Við höfum fengið fyrir- spurnir frá túristum sem eru að leita að lambakjöti sem taki tíu mínútur að elda á prímusnum. Kannski eru einhver tækifæri þar,“ segja þau en taka fram að þau hafi ekki velt þeim möguleikum fyrir sér af neinni al- vöru. „Það er kannski vitlaust að vera ekki farin að nýta sér umferðina sem er hér í gegn á sumrin,“ segir Gunna Mæja. „Við ættum kannski að tengja posa og hafa bauk á staur við kúa- girðinguna,“ bætir Jóhann við í létt- um dúr. „En það væri alveg upplagt að geta selt ferðamönnum kjöt, egg og fleira,“ segir Gunna Mæja. Þar til það verður munu þau koma sér almennilega fyrir í gamla íbúð- arhúsinu og líta björtum augum til framtíðar. „Þetta á vonandi bara eft- ir að batna. Það hefur allt bilað sem bilað getur og við búin að kalla til dýralækni oftar en góðu hófi gegn- ir,“ segir Gunna Mæja. „Þetta hef- ur verið dálítið erfitt start,“ bætir Jó- hann við. „En við vonum bara að fall sé fararheill,“ segja Gunna Mæja og Jóhann að lokum. kgk „Gerðumst bændur einfaldlega vegna þess að okkur langaði til þess“ -Rætt við Guðrúnu Maríu og Jóhann á Snartarstöðum í Lundarreykjadal Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson á Snartarstöðum með yngri dóttur sína, Arnfríði Birnu. Gunna Mæja í sauðburði á Snartar- stöðum. Eldri dóttirin, Heiðdís Guðrún, tekur upp rófur og gulrætur í matjurtagarð- inum. Heiðdís Guðrún er ófeimin við að taka til hendinni og hjálpa foreldrum sínum við bústörfin og ljóst að þar fer framtíðar bústólpi. Tjáði hún blaðamanni í óspurðum fréttum að kanínustofninn á Snartarstöðum væri alfarið í hennar eigu. Horft yfir Snartarstaði í Lundarreykjadal, handan ár er síðan Lundur. Víða í dalnum eru að verða ábúendaskipti og ungt fólk að koma sér fyrir. Nú er verið að innrétta fjósið fyrir tíu kýr til viðbótar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.