Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 15 NÁNAR ÁWWW.GAP.IS HEIMAPAKKINN! SEM BIGGEST LOSER KEPP ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS TAKTU MÁLIN Í ÞÍNAR HENDUR OG ÆFÐU HEIMA. Fyrirtækið Selskógar ehf í Stapa- seli í Stafholtstungum hóf samstarf við Vesturlandsskóga í fyrrasumar. Skipulögð hafa verið svæði á jörð- inni til að planta sitkagreni, stafa- furu og lerki. Þrátt fyrir ákjósan- leg skilyrði til skógræktar að flestu leyti mætti gjarnan vera meira skjól fyrir norðaustanáttinni. Eigend- ur Selskóga eru þau Daníel Þórar- insson og Ingibjörg Norðdahl. Þau hafa einnig áhuga fyrir ræktun ann- arra tegunda t.d. jólaatrjáa af þin- tegundum. „Þinirnir eru viðkvæm- ir eins og reyndar flestallar ungar skógarplöntur. Við fórum að leita að heppilegum vindbrjótum til að auka skjólið og teljum okkur nú hafa fundið gott efni í því skyni. Vand- inn er bara sá að þetta efni fæst ekki á viðráðanlegu verði nema að kaupa beint frá verksmiðju í Kína og ekki fáanlegt í minna magni en heil- um gámi,“ segir Daníel. Af þess- um sökum hafa þau kynnt málið meðal félaga í Vesturlandsskógum og víðar til að kanna hvort nægi- lega margir hafi áhuga að vera með í magnpöntun á hentugum vind- brjótum fyrir skógrækt. „Fyrstu viðbrögð hafa verið þokkalega góð og ákvörðun hefur nú verið tekin að henda sér út í djúpu laugina og panta gáminn,“ segir Daníel. Vindbrjótar þessir hafa reynd- ar þegar sannað gildi sitt í ræktun trjágróðurs hér á landi. Dæmi um það er 20 ára ræktunarstarf á jörð- inni Deild í Fljótshlíð. „Þar dráp- ust allar plöntur á fyrsta ræktun- arári en með aðstoð svipaðra vind- brjóta tókst að búa til skjól þrátt fyrir sterka vinda og ekki síst mik- inn skara á vetrum, sem svarf meira að segja málningu af húsum ofan snjólínu,“ segir Daníel. Hann seg- ir að vindbrjótar þessir séu einnig hentugir til að verja matjurtagarða fyrir vindstrengjum, t.d. kartöflu- grös að hausti og á veturna megi nota þá til að stjórna því hvar snjór safnast fyrir. „Gámurinn er vænt- anlegur um mánaðamótin maí og júní og enn er hægt að tryggja sér einhverjar rúllur ef áhugi er fyr- ir hendi,“ segir Daníel. Hafa má samband við Selskóga á netfang- inu danielth@nett.is eða í síma 893-8090. mm/ Ljósm. dþ. Hefja innflutning á vindbrjótum fyrir skógrækt Hér sést hvernig vindbrjótur hefur áhrif á snjóalög. Myndin er tekin í Stapaseli. Efnin er polyethylene (HDPE) með vörn gegn áhrifum sólarljóss til að tryggja lengri líftíma. Litur á efninu er flöskugrænn. Möskvastærð: 12 mm × 5 mm. Efnisþungi: 360 g á m2. Hæð á neti: 1,0 m eða 1,5 m. Lengd á rúllu: 30 m. Myndin er tekin í Deild í Fljótshlíð. Hér má sjá hvernig möskvarnir í vind- brjótunum eru. Hluti af komandi sumri www.n1.is facebook.com/enneinn Ertu á lausu? N� í Staðarskála óskar eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum starfskröftum í almenna afgreiðslu. Þjónustustöðin okkar er fjörugur og líflegur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla • Þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Góð samskiptafærni • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • Skal vera 18 ára eða eldri Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir í sumarafleysingar. Öll aðstaða í Staðarskála er fyrsta flokks og boðið er upp á húsnæði fyrir starfsfólk. Nánari upplýsingar veitir Einar R. Ísfjörð stöðvarstjóri í síma 440 1335. Áhugasamir sendi inn umsókn á www.n�.is VR-15-025 ENGLENDINGAVÍK Seinnihlutann í apríl verður opnaður að nýju, veitingastaðurinn sem áður hét Edduveröld en mun nú heita ENGLENDINGAVÍK. Lögð verður áhersla á mat úr héraði eða „local food“. Einnig verður boðið uppá gistingu í gamla kaupfélagsstjórahúsinu. Gerum tilboð í árshátíðir eða aðrar samkomur fyrir hópa – fyrir nánari upplýsingar sendið póst á info@englendingavik.is eða hringið í Einar í gsm 840-0314 SK ES SU H O R N 2 01 6 LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl. löggiltur fasteignasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes s. 437 1700, gsm 860 2181 netfang: ingi@lit.is veffang: lit.is HESTHÚS Í BORGARNESI VINDÁS 10, Borgarnesi Hesthús 105 ferm. Timburhús klætt með járni byggt 1978. Stíur og básar fyrir allt að 11 hesta, hlaða, hnakkageymsla, kaffistofa og snyrting. Hitaveita. Til afhendingar strax. Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.