Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.03.2016, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 20168 Aflatölur fyrir Vesturland dagana 12. - 18. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 975.925 kg. Mestur afli: Víkingur AK: 954.712 kg í einni löndun. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 71.734 kg. Mestur afli: Særif SH: 28.724 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 196.244 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.851 kg í einni löndun. Ólafsvík 14 bátar. Heildarlöndun: 412.451 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 81.696 kg í fjórum lönd- unum. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 407.523 kg. Mestur afli: Magnús SH: 83.235 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 23.326 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 15.033 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Víkingur AK - AKR: 954.712 kg. 15. mars. 2. Hringur SH - GRU: 68.851 kg. 16. mars. 3. Tjaldur SH - RIF: 50.728 kg. 17. mars. 4. Örvar SH - RIF: 50.380 kg. 16. mars. 5. Rifsnes SH - RIF: 46.072 kg. 17. mars. grþ Strætó ekur alla páskadagana LANDIÐ: „Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudagsáætlun. Á skír- dag, fimmtudaginn 24. mars, verður ekið sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa verð- ur einnig ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laug- ardaginn 26. mars verð- ur ekið samkvæmt hefð- bundinni laugardagsáætl- un. Á páskadag, sunnudag- inn 27. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætl- un. Annan í páskum verður ekið samkvæmt sunnudags- áætlun. Allar nánari upp- lýsingar má fá á strætó.is. –fréttatilk. Samstarf um svæðisskipulag STRANDREYKDAL: „Dalabyggð, Reykhóla- hreppur og Strandabyggð hafa tekið höndum saman um að vinna að áætlun um svæðisskipulag til að stilla saman strengi í atvinnu- málum, samfélagsmálum og umhverfis- og skipulags- málum. Alta ehf. hefur um- sjón með gerð svæðisskipu- lagsins. Við mótun svæð- isskipulagsins verður lögð áhersla á að draga fram af auðlindir til sjávar og sveita og sérkennum í landslagi, sögu og menningu. Það er gert til að styrkja ímynd svæðisins og auka aðdrátt- arafl þess gagnvart ferða- mönnum, nýjum íbúum, fyrirtækjum og fjárfestum,“ segir í frétt á vef Dala- byggðar um nýtt svæðis- skipulag. „Á þeim grunni verður mörkuð stefna sem skilgreinir sameiginlegar áherslur og tækifæri í at- vinnu-, samfélags- og um- hverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styð- ur við þær áherslur. Svæð- isskipulagið myndar einn- ig ramma fyrir aðalskipu- lag hvers sveitarfélags og einfaldar vinnslu þess. Á kynningarvef um verk- efnið er hægt að lesa nán- ar um áætlunargerðina og þar verður hægt að fylgjast með framgangi hennar og nálgast ýmsar upplýsingar um svæðið. Lögð er áhersla á að nýta tiltæk landfræði- leg gögn og birta á kort- um til þess að fá þá heildar- mynd sem nauðsynleg er.“ Sjá nánar á dalir.is. -mm Eldvörnum í leiguhúsnæði á Akra- nesi er að jafnaði ábótavant, sam- kvæmt könnun sem Akraneskaup- staður gerði í samvinnu við Eld- varnabandalagið. Vel ríflega helmingur svarenda sagðist aðeins vera með einn reyk- skynjara eða jafnvel engan. Innan við þriðjungur er með allt í senn; reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi eins og Eldvarnabandalag- ið mælir með. Sambærilegt hlutfall á landsvísu er um 45%. Könnunin var gerð í tengslum við umsóknir um húsaleigubætur í janúar síð- astliðnum og er liður í sam- vinnu Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um að auka eldvarnir á heimil- um og vinnustöðum. Um- sóknir voru alls 181 og þar af tóku 126 þátt í könnun- inni eða 70%. Spurt var um fjölda reykskynjara á heim- ilinu og hvort fyrir hendi væru slökkvitæki og eldvarnateppi. Garðar H. G u ð j ó n s s o n , v e r k e f n a s t j ó r i Eldvarnabanda- lagsins, segir nið- urstöðurnar í sam- ræmi við rann- sóknir sem Gall- up hefur gert fyrir Eldvarna- bandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. „Kannanir Gallup hafa sýnt að eldvarnir eru áberandi lak- ari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Þessi könn- un staðfestir að svo er einnig hér á Akranesi,“ segir Garðar og hvet- ur fólk sem býr í leiguhúsnæði til að huga betur að eldvörnum heim- ilisins. Í kjölfar könnunarinnar sendu Akraneskaupstaður og Eldvarna- bandalagið umsækjendum um húsaleigubætur bréf þar sem hvatt var til aukinna eldvarna. Bréfinu fylgdi handbók Eldvarnabanda- lagsins um eldvarnir heimilisins og bæklingar um eldvarnir á ýmsum tungumálum þar sem það átti við. Aðeins ríflega 40% leigjenda á Akranesi segjast eiga eldvarna- teppi en hlutfallið er 60% á lands- vísu samkvæmt Gallup. Hins veg- ar segjast 68% eiga slökkvitæki og er það nálægt landsmeðaltali sam- kvæmt mælingum Gallup. Fjöldi reykskynjara á heimilum leigj- enda á Akranesi er mun minni en almennt gerist. Nær 60% segj- ast aðeins vera með einn og jafn- vel engan reykskynjara. Hlutfall- ið á landsvísu er helmingi lægra eða rétt um 30%. Samkvæmt ráð- leggingum Eldvarnabandalagsins á staðalbúnaður á hverju heimili að vera tveir eða fleiri virkir reyk- skynjarar, slökkvitæki og eldvarna- teppi. mm Eldvörnum í leiguhúsnæði ábótavant Hítardalsvegur (539) á Mýrum er í hópi tengivega í dreifbýli sem hafa verið olnbogabarn í vegakerf- inu um áratugaskeið. Mikið hef- ur skort á eðlilegt viðhald vegar- ins miðað við íbúafjölda og um- ferð sem um veginn fer. Vegurinn er aldrei góður en á vorin er hann vart boðlegur og alls ekki fólks- bílafær. Starfsmaður Vegagerðar- innar sem Skessuhorn ræddi við segir ástæðuna að verulega skorti peninga í viðhald vega almennt og eigi það við um allt land. Á kaflan- um frá Staðarhrauni niður á mal- bikið á Snæfellsnesvegi eru um sex kílómetrar. Á leiðinni eru nú þrjár skvompur eftir kröftugar leys- ingar síðustu vikna. Á meðfylgj- andi myndum sem Jón Guðlaugur Guðbrandsson á Staðarhrauni tók um miðja síðustu viku sést að veg- urinn er ekki fólksbílafær. „Til við- bótar þessum skvompum eru svo allar holurnar sem fara bráðum að vera friðaðar sökum hás aldurs,“ sagði Jón Guðlaugur. Frá Staðar- hrauni og upp að Hítardal er önn- ur eins vegalengd en sá vegur er að hluta til byggður á hrauni og því ekki alveg eins slæmur. Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Staðarhrauni segir að síð- ast hafi verið gerð alvöru bragar- bót á Hítardalsvegi um svipað leiti og hann hóf búskap, fyrir um 35 árum. Guðbrandur segir ástand vegarins illboðlegt fyrir íbúa, en á þessari leið frá þjóðvegi og upp að Hítardal er búið í sjö húsum og auk þess rekin kúabú og því fara mjólk- ur- og fóðurflutningabílar reglu- lega um veginn auk annarrar um- ferðar. „Það er orðin knýjandi þörf að ráðist verði í varanlegar vega- bætur hjá okkur. Við þessar að- stæður eins og nú eru, geta menn einungis farið af bæ á vel búnum jeppum, fólksbílar sætu einfaldlega fastir og það dettur engum í hug að hreyfa þá af bæ við þessar að- stæður,“ segir Guðbrandur. Árið 2013 sendu íbúar skriflega kvörtun til Vegagerðarinnar og kölluðu eftir endurbótum á vegin- um. Í skriflegu svari sem þá fékkst sagði: „Það er ekki einfalt mál að forgangsraða framkvæmdum þeg- ar fé er takmarkað og má eflaust alltaf deila um niðurstöðuna. En sumarið 2005 var vegurinn rásaður og malaður frá Snæfellsnesvegi að Staðarhraunskirkju. Þar fyrir utan Hítardalsvegur ófær fólksbílum Nauðsynlegt er fyrir íbúa sem búa við veginn að eiga jeppa vilji þeir eiga möguleika að komast af bæ. Þrjár svona illfærar skvompur eru á sex kílómetra kafla milli Snæfellsnesvegar og Staðarhrauns. hefur lítið verið gert nema keyrt hefur verið í kafla sem hafa orðið ófærir vegna aurbleytu. Það er allt- af óljóst hvað fjárveitingar verða miklar og alltaf þarf að skera niður áætlanir,“ sagði í svari til íbúa sem birt var á Facebook-síðu Vega- gerðarinnar 30. janúar 2013. Valgeir Ingólfsson hjá Vegagerð- inni í Borgarnesi sagði aðspurð- ur síðastliðinn fimmtudag að ein- hverjir peningar verði lagðir í við- gerðir á Hítardalsvegi í sumar, en ekki sé búið endanlega að ákveða hvað þeir verði miklir. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.