Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 20166 Ýmis óhöpp í vikunni VESTURLAND: Síðast- liðinn fimmtudag fór bifreið með þrjá erlenda ferðamenn útaf veginum á Laxárdals- heiði í Dölum, hafnaði ofan í vegskurði og stöðvaðist á freðnum skurðbakka. Virtist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl í aflíðandi beygju en malar- vegur er þarna og í ágætu standi miðað við slíka vegi á þessum árstíma, að sögn lög- reglu. Ökumaður og farþegi í framsæti voru í bílbeltum og sluppu án meiðsla en far- þegi í aftursæti var laus og kastaðist hann fram í bifreið- ina við höggið og brákaðist á hrygg og hálsi. Í dagbók lög- reglu segir að ekið hafi verið á níu ára dreng á reiðhjóli á bifreiðastæðinu við íþrótta- húsið Jaðarsbökkum á Akra- nesi á fimmtudag. Drengur- inn var með hjálm og slapp hann við alvarleg meiðsli en hlaut mar og rispur á fót- leggjum. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akst- ur og tveir fyrir að aka und- ir áhrifum fíkniefna í vikunni sem leið. Þá lagði lögreglan hald á um 20 gr af kannabis- efnum sem maður frá Akra- nesi var með í bakpoka, en hann var að koma frá Reykja- vík þegar afskipti voru höfð af honum. Efnisleifar am- fetamíns fundust hjá öðrum manni eftir að sést hafði til hans við neyslu. Loks hafði lögreglan afskipti af fjölda ökumanna í umferðareftirliti sínu í vikunni. Skráningar- númer voru klippt af nokkr- um bílum vegna vanrækslu á að færa þá til skoðunar. Þá tók lögreglan 42 ökumenn fyrir of hraðan akstur og hraðamyndavélarnar mynd- uðu um 400 ökumenn sem óku of hratt. Um 70 þeirra voru myndaðir við Fiskilæk. -mm Keppa í Útsvari á föstudag SNÆFELLSBÆR: Snæfells- bær komst sem kunnugt er í átta liða úrslit Útsvars, spurninga- keppni sveitarfélaganna á RÚV, eftir nauman fjögurra stiga sigur á Rangárþingi ytra í spennandi viðureign skömmu fyrir páska. Á föstudaginn er komið að næstu orrustu þar sem Snæfellingar mæta liði Fljótsdalshéraðs, sem vann einnig nauman sigur í 16 liða úrslitum. Því er ljóst að búast má við spennandi viðureign um sæti í undanúrslitum keppninn- ar. Lið Snæfellsbæjar skipa sem fyrr þeir Sigfús Almarsson, Örv- ar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson. -kgk Veiðidagar á grá- sleppu verða 32 LANDIÐ: Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið ákvað í gær að gefa út reglugerð þar sem leyft yrði að hámarksfjöldi veiðidaga á grásleppu á þessari vertíð verði 32 í stað 20 daga eins og útlit var fyr- ir samkvæmt reglugerð sem ráðu- neytið gaf út 4. mars sl. Þetta var gert að ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar sem ráðlagði einnig að hámarksveiði yrði 6.800 tonn á þessari vertíð. Þar með er ljóst að veiðidagarnir verða jafn marg- ir og í fyrra, en þá veiddust um 6.400 tonn. -mm Farið fram á hámarksrefsingu AKRANES: Embætti ríkissak- sóknara hefur farið fram á að Gunnar Örn Arnarson verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðar- syni að bana á Akranesi föstudag- inn 2. október 2015. Aðalmeð- ferð fór fram í Héraðsdómi Vest- urlands á dögunum. Fréttavefur- inn Vísir.is greindi frá. -mm Tekur við formennsku í stjórn OR S V- L A N D : B r y n h i l d - ur Davíðs- dóttir, pró- fessor við Há- skóla Íslands, mun taka við formennsku í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn verð- ur 18. apríl nk. Hún hefur verið varaformaður stjórnar undanfar- in ár, tók sæti í stjórninni 2010. Reykjavíkurborg á um 94% hlut í OR og kýs fimm stjórnar- menn af sex. Akraneskaupstaður á svo einn fulltrúa í stjórn OR, sem nú er Valdís Eyjólfsdóttir og Borgarbyggð áheyrnarfull- trúa, en það er Björn Bjarki Þor- steinsson. Ný inn í stjórnina fyr- ir borgina kemur Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmað- ur. Aðrir fulltrúar Reykjavíkur- borgar verða hinir sömu og fyrr; Gylfi Magnússon, Áslaug M. Friðriksdóttir og Kjartan Magn- ússon. Brynhildur er frá Arn- bjargarlæk í Þverárhlíð, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Dav- íðs Aðalsteinssonr. Hún er dokt- or í umhverfis- og orkufræðum frá Boston University. Brynhild- ur hefur kennt við Háskóla Ís- lands frá 2006 og verið prófess- or frá 2013. -mm Umhverfisstofnun auglýsti laust starf þjóðgarðsvarðar í Þjóðgarð- inum Snæfellsjökli í byrjun síðasta mánaðar. Leitað var að starfsmanni með afburðagóða samskiptahæfi- leika, reynslu og þekkingu á rekstri og mannaforráðum auk þekkingar á náttúrufræði eða umhverfisfræði en þjóðgarðsvörður annast daglegan rekstur og umsjón þjóðgarðsins og annarra verndarsvæða á Vesturlandi. Umsóknarfrestur rann út 21. mars síðastliðinn og sóttu 24 um starfið. Umsækjendur um stöðuna eru: Anna Guðrún Þórhallsdóttir pró- fessor, Ari Þorsteinsson tækniteikn- ari, Álfheiður Sverrisdóttir BS nátt- úru- og umhverfisfræði, Birna Heide Reynisdóttir sérfræðingur, Dav- íð Arnar Stefánsson forstöðumað- ur, Guðbjörg Linda Udengaard há- skólanemi, Guðrún Elva Hjörleifs- dóttir veitingastjóri, Guðrún Svava Viðarsdóttir umsjónarkennari, Haf- rún Kristjánsdóttir ritari, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir háskólanemi, Hákon Ásgeirsson sérfræðingur, Inga Hrönn Sverrisdóttir háskóla- nemi, Jóhann Garðar Þorbjörnsson leiðsögumaður, Jón Björnsson sér- fræðingur, Jóna Kolbrún Sigurjóns- dóttir landvörður, Jónína Pálsdótt- ir bókari, Karl Arnarsson umsjón- armaður, Marta María Jónsdótt- ir landslagsarkitekt, Martin Guð- mundsson verktaki, Rodrigo Adem- ar Martinez Catalán umhverfis- fræðingur, Sara Hrund Signýjar- dóttir músíkmeðferðarfræðingur, Sævar Hreiðarsson skógarvörður, Þorsteinn Már Ragnarsson knatt- spyrnumaður og Þórunn Stefáns- dóttir háskólanemi. grþ Fjölmargir sóttu um starf þjóðgarðsvarðar Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi, í samstarfi við Svæðisgarð- inn Snæfellsnes og SSV þróun og ráðgjöf, hélt 60 kennslustunda nám sem nefnist: „Snæfellsnes - Ísland í hnotskurn,“ nú á vorönn 2016. Náminu lauk um síðustu helgi og var það styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Inga Dóra Halldórs- dóttir forstöðumaður Símenntun- armiðstöðvarinnar segir að megin- markmið námsins hafi verið að efla heimafólk á Snæfellsnesi í átthaga- fræði, staðháttum, útivist, ferða- mennsku, gestamóttöku, upplýs- ingaöflun og miðlun. Voru þátttak- endur 14 talsins. „Námið byggðist upp á þrem- ur staðlotum og netfundum einu sinni í viku. Auk þess fengu þátt- takendur aðgang að fyrirlestrum og efni á miðlægum vef þar sem vel valdir leiðbeinendur komu að með efni eins og t.d. jarðfræðifyr- irlestra, sögu svæðisins, áhugaverða staði, söfn og starfsemi þeirra, nátt- úru og fuglalíf á Snæfellsnesi. Á lokadegi námsins voru þátttakend- ur svo með leiðsögn í hringferð um Snæfellsnes sem endaði með út- skrift á Kaffi Rjúkandi,“ segir Inga Dóra. Þær Margrét Björk Björns- dóttir og Ragnhildur Sigurðardótt- ir voru aðal leiðbeinendur í náminu og eru þær sammála um að nám- skeiðið hafi tekist vel. Námsmatið sýni ótvírætt að þátttakendur voru ánægðir með útkomuna. mm Fjórtán luku námi í átthagafræði um Snæfellsnes Hópurinn við útskriftinga á Kaffi Rjúkandi. Ljósm. Símenntunarmiðstöðin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.