Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Síða 6

Skessuhorn - 17.08.2016, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20166 Tilboð í potta og laug langt yfir áætlun AKRANES: Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaup- staðar fundaði mánudag- inn 8. ágúst síðastliðinn. Þar var gerð grein fyrir niður- stöðu útboðs vegna endur- nýjun heitavatnspotta við Jaðarsbakkalaug og bygging- ar heitrar laugar við Langa- sand. Skessuhorn hefur áður greint frá þeim áformum. Eitt tilboð barst í verkið frá fyrirtækinu GS Import ehf. og hljóðar það upp á rúmar 154 milljónir króna. Er það töluvert hærri upphæð en þær tæpar 94 milljónir sem gert var ráð fyrir í kostn- aðaráætlun sem Mannvit vann fyrir sveitarfélagið. Af- greiðslu málsins var því frest- að til næsta fundar skipulags- og umhverfisráðs. -kgk Slasaðist við Glym HVALFJ: Félagar úr Björg- unarfélagi Akraness og björg- unarsveitunum Brák í Borg- arnesi og Oki í Borgarfirði voru kallaðir út á sunnudag- inn til aðstoðar ferðamanni sem var ófær um gang eftir að hafa slasast á fæti við foss- inn Glym í Hvalfirði. Vel gekk að komast að mannin- um að flytja hann til móts við sjúkrabíl sem flutti hinn slas- aða á sjúkrahúsið á Akranesi. -mm Flóamarkaður á Reykhólum REYKHÓLAHR: Blás- ið verður til flóamarkaðar í húsnæði Báta- og hlunninda- sýningarinnar á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst næst- komandi. Markaðurinn mun hefjast kl. 11 og lýkur kl. 15. Áhugasamir geta pantað sölu- borð í síma 894-1011 eða á info@reykholar.is fyrir föstu- dag. -kgk Arndís ráðin launafulltrúi B O R G A R - BYGGÐ: Nýver- ið auglýsti sveit- arfélagið Borg- arbyggð starf l a u n a f u l l t r ú a laust til umsókn- ar, eftir að Ingibjörg Ingimars- dóttir hafði ákveðið að láta af störfum í haust. Níu umsóknir bárust um starfið. Ákveðið var að ráða Arndísi Guðmunds- dóttur á Bjarnastöðum í Hvít- ársíðu. Hún er verslunarstjóri og bóndi en hefur áður m.a. sinnt starfi innheimtufulltrúa Borgarbyggðar. -mm Nýr upplýsinga- fulltrúi Lands- bjargar LANDIÐ: Þor- steinn G. Gunn- arsson tók ný- verið við starfi upplýsinga- og kynningarfull- trúa Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Auk samskipta við fjölmiðla mun Þorsteinn vinna að margvís- legum verkefnum fyrir Lands- björg sem lúta að málefn- um félagsins og útgáfumál- um. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu af almannatengslum og kynningarmálum eftir að hafa starfað sem ráðgjafi í al- mannatengslum í 18 ár, lengst af hjá KOM almannatengslum. Þar áður starfaði hann sem blaðamaður, ritstjóri og dag- skrárgerðarmaður. -mm Leysir af skipu- lags- og bygg- ingafulltrúa DALABYGGÐ: Byggðar- ráð Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 9. ágúst að ráða Kristján Inga Arnarsson byggingatæknifræð- ing til afleysinga í starf skipu- lags- og byggingafulltrúa. Kristján mun gegna starfinu á meðan Bogi Kristinsson er í námsleyfi. Kristján er uppalinn á bænum Stórholti í Saurbæ í Dölum. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og nam byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík það- an sem hann útskrifaðist árið 2011. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ístaki. Kristján er kvæntur Svanhvíti Lilju Við- arsdóttur og eiga þau einn son. Fjölskyldan hyggst flytja vestur í Dali á meðan Kristján gegnir starfinu. -kgk „Ef fólk hagar sér svona, er ekki spurning um hvort, heldur hve- nær Skorradalurinn brennur til kaldra kola,“ segir maður sem á rætur í Skorradal í Borgarfirði. Hann áframsendi jafnframt mynd til ritstjórnar sem sett var á Face- book síðu eiganda sumarhúss í dalnum síðastliðinn föstudag. Myndin er líklega tekin í landi Stálpastaða en þar hafa einhverjir leikið þann ljót leik að kveikja varð- eld í skóginum. Vafalítið hefur litlu mátt muna að illa færi. Eftir þurrt sumar eins og nú er allur gróður afar þurr og því ástæða til að hvetja fólk sérstaklega til aðgæslu í meðför- um með eld, kola- grill og ekki síst að hvetja reykinga- fólk til aðgæslu. Rifja má upp að Mýraeldarnir fyr- ir tíu árum kvikn- uðu sökum þess að vegfarandi um Snæfel l snesveg henti logandi síg- arettu út um bíl- glugga. mm Afar óvarlega farið með eld í þurrum skóginum Stefnt er að mikilli uppbyggingu í Englendingavík í Borgarnesi á næstu mánuðum en þar á að opna lúx- us gistingu í gamla Kaupfélagshús- inu næsta vor. Fyrstu hamarshöggin í þeim framkvæmdum voru slegin í upphafi mánaðarins en nú hafa verið settir upp stillansar utan um allt hús- ið. „Við erum núna að taka allt húsið í gegn að utan, skipta um járn, ein- angra og skipta um alla glugga, auk þess sem skipt verður um allt járn á þaki. Ætlunin er að halda húsinu í svipuðum stíl og það var nema við munum setja pósta í gluggana, sem setur húsið í meiri stíl við gömlu húsin hérna,“ segir Einar Valdimars- son staðarhaldari í Englendingavík í samtali við Skessuhorn. Næstu skref eru að fá leyfi til að breyta efri hæð hússins í herbergi en framkvæmdir við það bíða þar til leyfið liggur fyrir. Þá er einnig stefnt að því að stækka veitingasalinn á neðri hæðinni. „Það urðu mistök hjá Borgarbyggð í því ferli og þarf því að gera aðra grenndarkynningu varðandi þær breytingar en við von- um að leyfið komi snemma í haust. Þá fara framkvæmdir strax á fullt,“ segir Einar. Í Englendingavík er frá- bær aðstaða til útiveru og því hafa staðarhaldarar sett upp nestisborð við fjöruna. „Við viljum bara að hér sé alltaf mikið líf og Bjössaróló er í næsta nágrenni og fjaran einstaklega skemmtileg svo nú getur fólk komið með nestið sitt og notið. Það er eng- in krafa af okkar hálfu að þetta fólk versli við okkur, við viljum bara að hér sé mikið líf og eitthvað að gerast. Einnig langar okkur að setja upp að- stöðu í fjörunni fyrir fólk til að skola af sér, t.d. eftir sjósund,“ segir Einar. Stefnt er að því að ljúka framkvæmd- um utanhúss á gamla Kaupfélags- húsinu í lok ágúst en þá er enn mik- ið verk eftir. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Einar og hlær við. „Við erum einnig að bíða eftir leyfi til að setja kvist á húsið þar sem veitinga- staðurinn er. Þá væri t.d. hægt að setja fallega setustofu þar á efri hæð- ina enda útsýnið þar alveg einstakt,“ bætir hann við. arg Framkvæmdir við gamla kaupfélagshúsið í Englendingavík eru hafnar en í þessum áfanga verður húsið tekið í gegn að utan. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir Mikil uppbygging að hefjast í Englendingavík

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.