Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201610
Óhætt er að segja að hópur ungs
listafólks hafi verið áberandi í
Borgarnesi og nágrenni síðustu
vikuna eða svo. Listahátíðin Plan-B
artfestival hófst með listasmiðju í
síðustu viku en lauk með sýningar-
haldi og skemmtunum um helgina.
Hátíðin er fjölþjóðleg, en um 20
listamenn af sjö mismunandi þjóð-
ernum tóku þátt og komust færri að
en vildu. Listafólkið stundaði fjöl-
breytta listsköpun þar sem hljóð,
mynd, grafík og allskyns listform
var áberandi, margar útfærslur nú-
tíma listar. Verkin spönnuðu allt frá
olíumálverkum og innsetningum til
vídeóverka.
Mörg af helstu kennileitum
Borgarness voru nýtt sem sýningar-
rými á meðan hátíðinni stóð. Sjálf
opnunarhátíðin var í gamla Mjólk-
ursamlagshúsinu við Skúlagötu
sem Pétur Geirsson eigandi hússins
hafði léð listafólkinu. Þá var sýnt í
fjósinu í Einarsnesi, Landnámssetr-
inu og í Englendingavík. Loks var
vinnuaðstaða listafólksins í félags-
heimilinu Valfelli þar sem einn-
ig var slegið upp partíi á Laugar-
dagskvöldinu. Meðfylgjandi mynd-
ir voru teknir við formlega opnun
Plans-B á föstudagskvöldinu.
mm
Plan-B artfestival í Borgarnesi um helgina
Verslunin Bresabúð verður opn-
uð næstkomandi föstudag að Kal-
mansvöllum 1A á Akranesi. Bresa-
búð er verslun sem er hugsuð fyr-
ir almenning en þó að stórum hluta
fyrir iðnaðarmenn. Þar verður selt
raflagnaefni, pípulagnaefni, hrein-
lætistæki, málning og málningar-
vörur en aðalbirgjar verslunarinnar
eru þrír; Reykjafell, Tengi og Slipp-
félagið.
Bresabúð er stofnuð af þeim Kar-
vel Karvelssyni og Márusi Líndal
Hjartarsyni en einnig kemur Finn-
ur Þórðarson að verkefninu með
þeim og mun starfa í versluninni.
„Við vonumst bara eftir góðum við-
tökum þegar við förum af stað og
hlökkum til að þjónusta Skagamenn
og aðra Vestlendinga,“ segir Karvel
í samtali við Skessuhorn. bþb
Bresabúð opnuð á Akranesi á föstudaginn
Á Stillholti 14 á Akranesi hafa
miklar framkvæmdir staðið yfir í
sumar. Ástæða framkvæmdanna er
sú að húsnæði fataverslunarinnar
Bjargs hefur verið tekið algjörlega
í gegn. Verslunin hefur haft tíma-
bundið aðsetur á Kalmansvöllum
í sumar en mun á morgun flytjast
aftur á Stillholt í nýtt, endurbætt
og glæsilegt rými.
bþb
Verslunin Bjarg opnuð aftur á Stillholti á morgun
Um þessar mundir er unnið að
því að flytja Rauða kross búð-
ina í Borgarnesi í nýtt húsnæði.
Nýja staðsetningin er þó skammt
frá þeirri gömlu, eða í næsta húsi,
þar sem TK hárgreiðslustofa var
nú síðast í gamla pósthúsinu. Að
sögn Kjartans Sigurjónssonar for-
manns Rauða krossins í Borgar-
nesi eru framkvæmdir enn á byrj-
unarstigi. „Hönnunarstofan Hvíta
húsið kom hingað í byrjun mán-
aðarins og skoðaði nýja húsnæðið,
en starfsmenn hennar sjá um alla
hönnunina. Þeir tóku myndir og
vinna nú að því að teikna upp búð-
ina áður en framkvæmdir geta haf-
ist.“
Rauði krossinn er að vinna að
breytingum í fleiri verslunum þar
sem á að setja upp nýjar innrétt-
ingar og gera verslanirnar fallegri.
„Nýja húsnæðið er mikið bjartara
og skemmtilegra en það gamla. Við
vonum að með breyttu útliti muni
verslunin höfða til fleiri, þá bæði að
fleiri komi að versla og fleiri sjálf-
boðaliðar bætist í hópinn. Við erum
með fullt af flottum sjálfboðaliðum
sem vinna í búðinni en við getum
alltaf bætt við,“ segir Kjartan og
bætir því við að stefnt sé að opna
búðina í nýju húsnæði í septem-
ber, þó nákvæm dagsetning sé ekki
komin. arg
Rauða kross búðin í
Borgarnesi í nýtt húsnæði
Það hefur verið mikill erill á Grund-
arfjarðarhöfn í allt sumar en fjöldi
skemmtiferðaskipa hefur átt við-
komu í firðinum. Oft má sjá fjölda
hópferðabíla í biðstöðu á höfninni,
tilbúna til að ferja farþegana um-
hverfis Snæfellsnesið. Farþegarnir
sem stigu á land af skipinu Le Bo-
real mánudaginn 15. ágúst hrepptu
fallegt, íslenskt sumarveður en það
skiptist á með rigningarúða og sól-
arglætu með tilheyrandi sjónarspili
regnboga og birtu. Þónokkrir far-
þegar spókuðu sig um í bænum eins
og venja er þó svo að flestir hafi þeir
stigið upp í einhvern hópferðabílinn
og fengið skemmtilega ferð um nes-
ið undir dyggri leiðsögn. tfk
Le Boreal leggur að í
Grundarfirði
Skipstjóri Le Boreal knýr hliðarskrúfur skipsins er hann leggur að hafnarkant-
inum.
Síðasti sveitamarkaður Framfara-
félags Borgarfjarðar í sumar verð-
ur í Nesi í Reykholtsdal laugardag-
inn 20. ágúst. Til sölu verða nýupp-
teknar kartöflur og grænmeti beint
frá býli, jarðarber, kinda- og nauta-
kjöt beint frá býli, gærur og dúnn,
handverk úr skóginum, skemmti-
legir límmiðar á vegg, kósýföt, nátt-
úrusápur , sultur, ilmolíur, kvef-
pinnar, handverk og margt fleira.
-fréttatilkynning
Sveitamarkaður í Nesi
á laugardaginn