Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Side 13

Skessuhorn - 17.08.2016, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 13 Á Húsafelli er hótel, veitingastaður, bistró, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, golfvöllur, afþreyingar- og upplýsingamiðstöð og sumarhúsabyggð. Við leitum að öflugu og brosmildu fólki með ríka þjónustulund og haldbæra reynslu af hótelstörfum og/eða menntun sem nýtist í starfi. Óskum eftir fólki í eftirfarandi störf: Gestamóttaka / Reception Yfirþerna / Head of housekeeping Þvottahús / Laundry Næturvörður / Night guard Rútubílstjóri (hlutastarf) / Driver (part time) Þrif / Housekeeping HÓTEL HÚSAFELL AUGLÝSIR EFTIR KRAFTMIKLU STARFSFÓLKI Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá með meðmælum og mynd á netfangið: starf@husafell.is Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur til og með 25. ágúst. „Ég hef aldrei tekið upp svona stóra kartöflu áður. Reyndar á ég eftir að taka kartöflugrasið upp svo ég veit ekki hvað á eftir að leynast undir því þegar upp verður stað- ið. Allavega þarf ég ekki að taka meira upp í dag. Þessi dugar í mat- inn í kvöld,“ sagði Guðrún Sigur- jónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal, en á föstudaginn tók hún upp þessa risakartöflu. Kart- aflan á myndinni vegur um hálft kíló og er af gerðinni premier. Til samanburðar er venjulegt hænu- egg til hliðar svo fólk átti sig bet- ur á stærðinni. Guðrún kveðst hafa sett niður nokkrar kartöflur í skjóli heima við hús og verið að taka upp smám saman í matinn í sumar. Hin- ar kartöflurnar hafi hins vegar verið af mjög hefðbundinni stærð. mm/ Ljósm. gs. Ein kartafla dugar í matinn „Við vorum að veiða á Munaðar- nessvæðinu í Norðurá en fengum ekki mikið, urðum aðeins varir, en ekki meira en það,“ sagði Eggert Jó- hannesson sem var á veiðislóðum í Norðurá í Borgarfirði í vikunni sem leið. „Veiðimenn sem voru að veiða á móti okkur í Straumunum fengu nokkra laxa meðan við stoppuðum þarna við, en þeir voru ekki stórir. Eiginlega bara mjög smáir laxar,“ sagði Eggert enn fremur um veiði- ferðina. Norðurá var í síðustu viku búin að gefa ríflega þúsund laxa í sum- ar, en Þverá og Kjarará eru á toppi vestlensku ánna með um 1500 laxa. Skammt á eftir Norðurá í röðinni koma síðan Haffjarðará og Langá með um eða yfir 900 laxa hvor. Heldur hefur hægt á veiðinni í ánum eftir því sem liðið hefur á sumar- ið enda þurrkar verið miklir og þær vatnslitlar. Þrátt fyrir öfluga byrj- un stefnir því líklega í meðal veiði- sumar á svæðinu. Fyrri hluti sumars einkenndist af stórlaxi en fyrst og fremst er það smálaxinn sem er að svíkja þetta sumarið og bendir það til að kalt vor í fyrra hafi reynst seið- unum erfitt. gb Vorið í fyrra hefur verið erfitt fyrir laxaseiðin Fallegt sólsetur við Norðurá. Ljósm. ej. Björgunarsveitinni Lífsbjörgu og áhöfn björgunarbátsins Bjargar í Rifi barst góð gjöf á dögunum. Það var flutningafyrirtækið Sendó sem færði félaginu fjórar VHF hand- talstöðvar að gjöf. Þær eru af gerð- inni Vertex VX-454 og er það Ísm- ar sem flytur þær inn. Munu þær leysa af fjórar eldri stöðvar sem voru komnar til ára sinna. Gunn- þór Yngvason afhenti talstöðv- arnar fyrir hönd eigenda Sendó, þeirra Arnar Steinars Arnarsonar og Lindu Drafnar Jónsdóttur, með óskum um að talstöðvarnar nýtist vel. Hafþór Svansson og Viðar Páll Hafsteinsson veittu gjöfinni við- töku fyrir hönd Björgunarsveitar- innar Lífsbjargar, ásamt Þresti Al- bertssyni umsjónarmanni björgun- arbátsins Bjargar. Vildu þeir koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa góðu gjöf sem mun örugglega nýt- ast vel. sj Færðu Lífsbjörgu góða gjöf

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.