Skessuhorn - 17.08.2016, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201616
Í dag, miðvikudag, er síðast dagur-
inn sem Jóhanna Björnsdóttir hef-
ur opna verslunina Borgarpsort í
Hyrnutorgi í Borgarnesi. Á föstu-
daginn verður verslunin opnuð á
ný, þá í eigu Helgu Sifjar Andr-
ésdóttur og Stefáns Inga Ólafs-
sonar. Jóhanna sagði í samtali við
Skessuhorn að nú hafi bara ver-
ið rétti tíminn fyrir sig að hætta.
„Ég er búin að eiga verslunina í
tæp 14 ár og það var annað hvort
að hætta núna eða halda áfram og
verða gömul kona hérna,“ seg-
ir hún og hlær. Verslunin Borg-
arsport var fyrst opnuð fyrir um
34 árum og eru þau Helga Sif og
Stefán Ingi sjöttu eigendurnir.
„Mig hefur lengi langað að opna
verslun í Borgarnesi og Borgar-
sport hefur alltaf verið í uppáhaldi
hjá mér. Þetta er góð verslun með
langa sögu og okkur fannst þetta
tilvalið tækifæri,“ segir Helga Sif í
samtali við blaðamann.
Alla tíð búið
í Borgarnesi
Helga Sif og Stefán Ingi eru bæði
borin og barnsfæddir Borgnesing-
ar og hafa búið þar alla tíð. Stefán
Ingi starfar sem rafvirki og mun
halda því áfram á meðan Helga Sif
ætlar að sjá um verslunina. Hún
hefur fram að þessu mest starfað
með börnum, bæði á leikskóla og
sem dagmóðir, auk þess sem hún
hefur verið sjálfboðaliði í versl-
un Rauða krossins í Borgarnesi.
Aðdragandi kaupanna hefur ver-
ið fremur stuttur að sögn Helgu
Sifjar en endanlega ákvörðun tóku
þau í liðinni viku. „Við vorum
búin að hugsa um þetta í nokk-
uð langan tíma og búin að tala við
Jóhönnu en það varð aldrei neitt
meira, ekki fyrr en í síðustu viku
en þá gerðist líka allt mjög hratt,“
segir Helga Sif.
Ætlar að auka úrval
Aðspurð hvort breytingar verði
gerðar á versluninni segir Helga
Sif ekki miklar breytingar í vænd-
um. „Við verðum með íþróttavör-
urnar áfram og öll sömu merkin
þar. Við verðum líka áfram með
barnafatnað en ekki sömu merki,
við ætlum að auka úrvalið í barna-
fatnaði og bæta t.d. við stígvélum
og pollafatnaði. Það er ekki alveg
búið að ákveða hvort við aukum
úrvalið á kvenfatnaði eða hvaða
merki koma inn þar.“ Hún bætir
því þá við að þau Stefán Ingi hafi
margar hugmyndir og ekki sé allt
tilbúið strax við opnun á föstudag-
inn. „Kaupin gengu svo hratt fyr-
ir sig og þar sem við erum að opna
þetta fljótt aftur þá verður kannski
ekki allt tilbúið við opnun. Við
fáum t.d. sendingar með fleiri
vörum á næstu vikum svo fyrstu
vikurnar má búast við að það bæt-
ist reglulega við nýjar vörur. Við
erum dálítið að spila þetta eftir
eyranu þó við séum með ákveðnar
hugmyndir. Maður veit bara aldrei
alveg nákvæmlega við hverju mað-
ur á að búast því við erum alveg
ný í þessu. Jóhanna hefur þó verið
mjög hjálpsöm og var t.d. að að-
stoða mig við að kaupa inn á lag-
er,“ segir Helga Sif.
„Við viljum bjóða alla alveg sér-
staklega velkomna til okkar laug-
ardaginn 27. ágúst en þá ætla
gamlir eigendur að bjóða nýja eig-
endur velkomna með því að bjóða
gestum og gangandi upp á köku,“
bætir Helga Sif við að lokum.
arg
Eigendaskipti að verða á
Borgarsporti í Borgarnesi
Helga Sjöfn Andrésdóttir og Stefán Ingi Ólafsson, nýir eigendur verslunarinnar Borgarsport í Borgarnesi. Með þeim á
myndinni eru börnin þeirra þrjú; Patrekur Darri, Hrafnhildur Brynja og Víkingur Helgi.
Kylfingar hafa aldrei verið fleiri,
en nú og eru 16.820 skráðir í golf-
klúbba víðsvegar um landið. Þetta
kemur fram á golf.is. Kylfingum
hefur fjölgað um 400 frá síðasta
ára. Fjölgunin er hvað mest í golf-
klúbbum á höfuðborgarsvæðinu og
Reykjanesi. „Gott veðurfar, auk-
in markaðssetning og fjölbreytt-
ara framboð á félagaaðild gætu ver-
ið líklegar skýringar á fjölguninni,“
segir í fréttinni. Þegar rýnt er í töl-
urnar þá kemur í ljós að aukningin
er mest hjá fólki sem er 50 ára og
eldra en sá hópur vex um 13% milli
ára. Á móti er fækkun í hópi fólks
milli 22 og 49 ára og nemur fækkun-
in um 7%. Einnig fækkar börnum
og unglingum yngri en 14 ára um
12%. „Í dag eru 55% allra kylfinga
eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi
eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri
nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má
segja að meðalaldur kylfinga sé að
hækka verulega hér á landi. Með-
alaldur kvenkylfinga er nú 52 ár og
karlkylfinga 46 ár.
mm
Fólk yfir miðjum aldri eykur þátttöku í golfi
Eldri borgarar af Vesturlandi á púttmóti á Akranesi. Ljósm. úr safni.
Hjördís Pálsdóttir í Stykkishólmi
hefur ákveðið að bjóða sig fram í 5.
- 7. sæti í forvali Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs í Norðvest-
urkjördæmi fyrir komandi Alþing-
iskosningar. „Ég er fædd árið 1986
í Stykkishólmi og ólst þar upp en
á ættir mínar að rekja meðal ann-
ars í Staðarsveit, Reykhólasveit og
á Blönduós. Ég lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga,
er með BA gráðu í þjóðfræði og
MA gráðu í hagnýtri menningar-
miðlun – bæði frá Háskóla Íslands.
Undanfarin tvö ár hef ég starf-
að sem safnstjóri Norska húss-
ins – Byggðasafn Snæfellinga og
Hnappdæla í Stykkishólmi,“ segir
Hjördís.
„Ég hef lengi haft áhuga á stjórn-
málum og þá sérstaklega umhverf-
ismálum og náttúruvernd, málefn-
um innflytjenda, menningu og ný-
sköpun sem og bættum hag íslensks
almennings. Ég vil taka þátt í því
að stjórnmálaumræða sé jákvæð og
uppbyggjandi og að við sem sam-
félag tökumst á við þær áskoran-
ir sem við stöndum frammi fyr-
ir á lausnamiðaðan hátt. Þeir sem
gerast félagar fyrir 21. ágúst, eru
16 ára og eldri og eiga lögheimili
í Norðvesturkjördæmi, hafa kosn-
ingarétt í forvalinu. Forvalið fer
fram dagana 31. ágúst - 5. septem-
ber,“ segir Hjördís í tilkynningu.
mm
Hjördís gefur kost
á sér í forvali VG
Útlit er fyrir að um allt vestanvert
landið verði berjaspretta með betra
móti í sumar. Rekja má það til þess
að voraði snemma og sumarið hefur
verið milt og venju fremur sólríkt.
Aðalbláber og krækiber eru víða
nú þegar vel sprottin og tínsluhæf
en bláber virðast eiga nokkra daga
í að ná jöfnum og fullum þroska.
Engu að síður eru grænjaxlar blá-
berja sætir og safaríkir og því allt
í lagi þó þeir fylgi með í dollurn-
ar hvort sem er til átu eða í sultu-
gerð. Á Bröttubrekku og við norð-
anverðan Svínadal í Dölum er far-
ið að bera á rauðbrúnum lyngjum
í hlíðum og ekki ólíklegt að flug-
an birkifeti sé þar á ferð, en birki
og bláberjalyng er kjörlendi fet-
ans. Á norðanverðu Snæfellsnesi
eru aðalbláber orðin þokkalega vel
þroskuð og sömu sögu er að segja
úr Skorradal. Á bláberjalyngi í upp-
sveitum Borgarfjarðar er mikið af
berjum en herslumuninn vantar
enn upp á þroska. mm
Blábert og krækiber á lyngi. Ljósm. mm
Birkifeti getur valdið miklum skaða í birki sem og á bláberjalyngi
Ljósm. Erling Ólafsson.
Góð berjaspretta í sumar