Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Page 22

Skessuhorn - 17.08.2016, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201622 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Menntaskóli Borgarfjarðar verður settur formlega í tíunda sinn í dag, miðvikudaginn 17. ágúst, og mun kennsla hefjast samkvæmt stunda- skrá á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst. Menntaskólinn skapaði sér snemma sérstöðu og var leiðandi í því að framhaldsskólanám yrði þrjú ár í stað fjögurra, en nú hafa flestir skólar landsins tekið upp það fyrirkomulag. Í ár er í vinnslu stefnumótun- arvinna hjá skólanum. „Við höf- um lagt mikla vinnu í stefnumótun fyrir komandi ár. Við erum alltaf að leitast eftir því að fá fleiri nem- endur inn í skólann og það er klárt markmið hjá okkur. Við viljum einnig halda áfram að bjóða upp á framúrskarandi nám. Við höfum verið að útskrifa flotta nemend- ur í gegnum tíðina sem hafa flest- ir haldið áfram að mennta sig eftir að hafa verið hér. Við megum alls ekki sofna á verðinum og þurfum sífellt að vera með augun opin og reyna að bæta starfið okkar eins og kostur er. Við erum mjög nýjunga- gjörn og viljum gera góðan skóla enn betri,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í sam- tali við Skessuhorn. Gott samband nemenda og kennara „Nemendafjöldinn fer lítillega niður á við frá því í fyrra. Við fáum inn svipaðan fjölda nýnema og í fyrra, um 55 nemendur, en færri en undanfarin ár. Það er hátt hlutfall þeirra sem útskrifast hér í Borgarnesi og sveitunum í kring sem hefja nám í MB. En við fáum einnig fólk frá Akranesi, Hvamms- tanga og allt til Hólmavíkur,“ seg- ir Guðrún. Starfsfólk skólans er nánast það sama og í fyrra. Í skólanum starfa tuttugu og af þeim eru þrett- án kennarar. „Við erum ekki stór skóli en það sem við höfum fram yfir marga skóla að við erum mjög persónulegur skóli og samband kennara og nemenda er mjög gott. Í ár hefur verið ráðinn inn félags- málafulltrúi sem hefur reynslu af slíkum störfum. Hann mun einn- ig kenna tölvu- og upplýsinga- tækni. Félagsmálafulltrúinn mun vera tengiliður skólans við nem- endafélagið. Þetta er mjög jákvæð þróun í að efla félagslífið í skólan- um en það skiptir ekki síður máli fyrir nemendur að vera með gott, heilbrigt og skemmtilegt félagslíf í skólanum,“ segir Guðrún. Áhersla á verkefnavinnu Menntaskólinn Borgarfjarðar er nokkuð framsækinn framhaldsskóli og notar aðrar kennsluaðferð- ir en flestir aðrir skólar. Skólinn hefur alla tíð lagt áherslu á verk- efnavinnu fremur en fyrirlestra og ekki eru lokapróf í skólanum. „Við leggjum upp með verkefnavinnu þar sem nemendur vinna jafnt og þétt yfir önnina frekar en að taka eitt stórt lokapróf. Við reynum líka að undirbúa nemendur okk- ar betur fyrir háskólanám. Allir sem útskrifast héðan þurfa að skila inn lokaritgerð í anda lokaritgerða sem þekkjast í háskólum. Í lokarit- gerðinni sem útskriftarnemendur þurfa að gera fá þeir leiðbeinend- ur og þurfa að vinna að rannsókn og koma niðurstöðu sinni á blað í ritgerðinni. Þetta er virkilega góð- ur grunnur fyrir háskólanám þar sem nemendur þar þurfa að þekkja þessi vinnubrögð,“ segir Guðrún. Guðrún segir að komandi skóla- ár leggist vel í hana sem og starfs- fólkið. „Við erum ánægð með skól- ann okkar og tökum við nýnem- um, sem og öðrum nemum, með opnum örmum í dag. Hingað eru allir velkomnir,“ segir Guðrún að endingu. bþb Menntaskóli Borgarfjarðar: Persónulegur og góður skóli í Borgarnesi MB fékk gesti frá Svíþjóð í vor. Hér er hópurinn í skoðunarferð í Reykholti. „Við erum ekki stór skóli en það sem við höfum fram yfir marga skóla að við erum mjög persónulegur skóli og samband kennara og nemenda er mjög gott,“ segir skólameistari MB. Fjölbrautaskóli Snæfellinga verð- ur settur eftir sumarfrí á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá sam- dægurs. Í ár munu um 180 nemend- ur stunda nám við skólann og þar af rúmlega 50 nýnemar. „Við erum enn að innrita svo það er ekki hægt að gefa nákvæma tölu en eins og staðan er núna eru 52 skráðir nýnemar. Það er fjölgun á nýnemum frá því í fyrra. Nemendur skólans sem eru í dag- skóla koma flestir af Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum en fjar- nemendur búa víðsvegar um land- ið og jafnvel erlendis,“ segir Hrafn- hildur Hallvarðsdóttir skólameistari FSN í samtali við blaðamann Skessu- horns fyrir helgi. Engin lokapróf Hrafnhildur bendir á að allt starf skólans byggi á hugmyndafræði þar sem áherslan í kennsluháttum sé á að nemendur sinni frekar verkefnvinnu en að þeir séu óvirkir að hlusta á fyr- irlestra. „Hér í FSN sitja nemend- urnir ekki og hlusta á fyrirlestra held- ur er frekar unnið í verkefnum. Hús- næði skólans er hannað með þetta í huga. Hér er opið rými en ekki hefð- bundnar, lokaðar skólastofur.“ Hún segir að allt frá stofnun skól- ans hafi verið lögð áherslu á þessa hugmyndafræði í kennslu og í fram- haldi af því var farið að nota svo- kallað leiðsagnarmat í stað hefð- bundins námsmats. „Við trúum ekki á stór lokapróf í lok annar held- ur frekar að nemendur vinni jafnt og þétt alla önnina, taki próf reglu- lega, skili verkefnum og fái einkunn- ir í samræmi við þá vinnu sem þeir hafa lagt í yfir önnina. Þegar skólinn var stofnaður voru lokapróf en síðan 2007 höfum við verið leiðandi í mót- un á námi sem byggir frekar á símati eða leiðsagnarmati en lokaprófum. Við höfum verið að taka skref í átt að lokaprófslausu námi og þetta skóla- ár mun verða átta daga verkefnavika í stað prófdaga. Þessi verkefnavika er ný hjá okkur en hún er mjög jákvæð og eðlileg þróun. Við erum þrátt fyr- ir þetta ekki prófalaus skóli því hér eru tekin kaflapróf og önnur próf yfir önnina,“ segir Hrafnhildur. Í samstarfi við aðra skóla FSN hefur verið öflugur skóli í fjar- kennslu undanfarin ár. Í ár eru 33 fjarnemendur skráðir en einnig er framhaldsdeild á Patreksfirði þar sem 25-30 nemendur stunda nám. Það nám er kennt í fjarnámi og nem- endurnir koma þrisvar til fjórum sinnum á önn í staðarlotur í skól- ann í Grundarfirði. „Fjarnámið hef- ur gengið vel hjá okkur og töluverð- ur fjöldi er skráður í það. Skólinn er aðili að Fjarmenntaskólanum sem er samstarfsvettvangur tólf framhalds- skóla á landsbyggðinni. Fjarmennta- skólinn auðgar námsframboðið okk- ar til muna og býðst nemendum okk- ar að sækja áfanga sem ekki eru í boði hér og við fáum nemendur í áfanga til okkar sem ekki eru í boði annars staðar. Þetta er mikilvægt samstarf fyrir minni skóla og eru til að mynda nokkrir nemendur okkar í áföngum í Menntaskólanum á Tröllaskaga og öfugt. Það má eiginlega hugsa þetta sem nokkurs konar skiptimarkað eða lánssamning eins og í íþróttunum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur segir að starfsfólkið sé spennt fyrir komandi skólaári. „Það er fínn andi í skólanum, það er ekk- ert nýtt í starfsmannamálum og hér þekkjast allir vel. Við erum bara glöð og kát og spennt fyrir því að fá nem- endurna í skólann,“ segir Hrafnhild- ur að lokum. bþb Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Verkefnavinna í stað prófdaga í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fer kennsla fram í opnum rýmum. Mikil áhersla er lögð á hópa- og verkefnavinnu í skólanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.