Skessuhorn - 17.08.2016, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 31
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Skólasetning í grunnskólum
Akraneskaupstaðar fer fram
mánudaginn 22. ágúst 2016
1.-2. bekkur kl. 9.00
3.-4. bekkur kl. 10.00
5.-7. bekkur kl. 10.30
8.- 10. bekkur kl. 11.00
Brekkubæjarskóli
Grundaskóli
Opið hús verður í skóladagvistum skólanna
þar sem foreldrar geta gengið frá vistunartíma
og fengið nauðsynlegar upplýsingar.
Jafnframt er opið hús í báðum skólum, frá kl. 9.30 í
Grundaskóla og frá kl. 10.30 í Brekkubæjarskóla.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum
skólanna, www.brak.is og www.grundaskoli.is
Skóla- og frístundasvið
Skólasetning Brekkubæjarskóla
verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu
kl. 10.00 fyrir 1. – 10. bekk Þátttakendum í Sumarlestri á Bóka-
safni Akraness var boðið til Húll-
umhæ hátíðar á bókasafninu á síð-
asta degi verkefnisins. Börnin fengu
viðurkenningu fyrir þátttöku sína í
Sumarlestrinum og yfirlit yfir lest-
ur sinn í sumar. Virkir þátttakend-
ur í ár voru 146 og samtals lásu
börnin 1200 bækur. Telur starfsfólk
bókasafnsins að jafnvel sé um met-
fjölda bóka að ræða. Blaðsíðurnar
sem börnin lásu voru samtals ríflega
66 þúsund. Það þýðir að hver lesari
las að meðaltali átta bækur eða 456
blaðsíður.
Að loknu stuttu yfirliti yfir fjölda
þátttakenda og lestur var börnunum
boðið til leikja. Byrjað var á að klippa
út andlitsgrímur með landsliðsfólki
í knattspyrnu. Síðan skiptu börnin
sér í lið og leystu þrautir í braut sem
starfsfólk bókasafnsins hafði hann-
að fyrir þau í tilefni dagsins. Húll-
umhæinu lauk svo með happadrætti
þar sem heppnir þátttakendur fengu
glaðning. Aðspurð kváðust börn-
in vera ánægð með daginn og kváð-
ust hafa haft gaman af leikjunum.
„Köngulóarvefurinn“ í þrautabraut-
inni vakti einna mesta lukku meðal
barnanna en einnig nefndu mörg að
þeim hafi þótt gaman að blása sápu-
kúlur. kgk
Húllumhæ á Bókasafni Akraness
Þessar stúlkur völdu að sjálfsögðu að klippa út andlitsgrímu
af landsliðskonunni og markahróknum Margréti Láru
Viðarsdóttur.
Þessir drengir voru einbeittir þar sem þeir reyndu að klekkja
á hvorum öðrum í myllu. Hvorugur hafði þó erindi sem erfiði
að þessu sinni því niðurstaðan varð jafntefli.
Sápuvatni var
hellt í plastglas,
röri komið
fyrir neðst í
glasinu og
síðan blásnar
sápukúlur við
mikla hrifningu
barnanna.
Krakkarnir mættu erfiðum hjalla í
þrautabrautinni þar sem könguló
hafði mætt á svæðið og spunnið
þéttan vef um ganginn inn af skjala-
safninu. Börnin létu það þó ekki slá sig
út af laginu og skriðu fimlega í gegn.
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS