Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Qupperneq 32

Skessuhorn - 17.08.2016, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201632 „Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum?“ Magni Blær Hafþórsson, Stykkishólmi Hlakka mest til að byrja í stærð- fræði og myndmennt. Veronika Ósk Þrastardóttir, Stykkishólmi Að hitta vini mína, leika mér og læra meira. Védís Bergþórsdóttir, Stykkishólmi Hitta alla krakkana og koma reglu á daginn. Gróa Hinriksdóttir, Stykkishólmi Hitta krakkana og koma sér í rútínu. Spurning vikunnar Grunnskóli Borgarfjarðar hefur þrjár starfsstöðvar; eina á Hvann- eyri, aðra á Kleppjárnsreykjum og þá þriðju á Varmalandi. Skól- inn verður settur 22. ágúst og hefst kennsla samkvæmd stunda- skrá þriðjudaginn 23. ágúst. „Fyr- ir komandi vetur eru 195 nemend- ur skráðir við skólann, samanlagt á öllum starfsstöðvum. Það er svip- aður fjöldi og síðastliðið skólaár,“ segir Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir skólastjóri sem kemur nú til baka að afloknu árs námsleyfi. Hátt hlutfall kennara með réttindi Við skólann eru rúmlega 90% kennara með kennsluréttindi. „Við erum með þrjá leiðbeinendur en tveir þeirra eru á lokametrum þess að ljúka sínu réttindanámi og er því er hátt hlutfall menntaðra kennara við skólann,“ segir Ingibjörg Inga. „Það eru alltaf einhverjar breyt- ingar á starfsmannahópi milli ára. Hlöðver Ingi Gunnarsson deild- arstjóri Varmalandsdeildar tók við stöðu skólastjóra í Búðardal og í hans stað kemur Aron Páll Hauks- son. Tveir nýir kennarar hefja störf og nokkrar breytingar eru á öðrum stöðum innan skólans, sumar vegna afleysinga og aðrar vegna þess að fólk velur að breyta um starfsvett- vang, þá er ég sjálf að koma aftur til starfa eftir ársleyfi,“ segir Ingi- björg Inga og bætir því við að ágæt- lega hafi gengið að ráða starfsfólk fyrir komandi skólaár. Aukin áhersla á teymiskennslu Grunnskóli Borgarfjarðar er Græn- fána- og heilsueflandi skóli og starf- ar í anda þess. Að sögn Ingibjarg- ar Ingu hefur skólinn undanfarið unnið að leiðtogaverkefninu „The Leader in me“. Því er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinn- ingu og frumkvæði þar sem hver og einn lærir að koma auga á styrkleika sína og annarra, hlusta á nýjar hug- myndir og tjá hug sinn. Nemendur og starfsfólk læra að nýta fjölbreyti- leikann í samstarfi og hverja hvert annað til að ná enn betri árangri. „Framundan í vetur er verkefnið Hugarflug sem hefur meðal ann- ars það markmið að stuðla að sam- starfi skóla í Borgarbyggð við að- ila sem styðja við frumkvöðlastarf og að fræða kennara um nýsköp- unar- og frumkvöðlakennslu. Auk- in áhersla verður á teymiskennslu. Að öðru leyti höldum við okkur við þau verkefni sem við höfum verið að vinna að fram að þessu með það markmið að gera betur frá ári til árs,“ segir Ingibjörg Inga. Aðspurð um sérstöðu Grunn- skóla Borgarbyggðar segir Ingi- björg Inga það fyrst og fremst vera staðsetninguna og að skólinn sé þriggja deilda skóli. „Allar starfs- stöðvar eru staðsettar í fallegri sveit þar sem auðvelt er að tengja skóla- starfið við náttúru og sögu héraðs- ins,“ segir Ingibjörg Inga. arg Alls verða nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar 249 talsins á kom- andi skólaári. Síðasta vor luku 29 nemendur námi og 28 hefja nám í nú haust. Skóli verður settur þriðjudaginn 23. ágúst og verð- ur skólasetning með breyttu sniði að þessu sinni. „Nemendur mæta til skólasetningar og stuttrar sam- veru með umsjónarkennara sín- um,“ segir Hilmar Már Arason skólastjóri. „Nemendur 1. bekkj- ar og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara mánu- daginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23. ágúst,“ segir Hilmar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst. Við Grunnskóla Snæfellsbæj- ar starfa 66 starfsmenn, þar af 38 kennarar og stjórnendur og 28 al- mennir starfsmenn. „Þar af eru þrír kennarar sem eru ekki með réttindi og hefur réttindalaus- um kennurum fækkað á milli ára,“ bætir hann við. Hilmar segir stöð- ugleika í starfsmannahaldi skólans og að almennt hafi gengið vel að ráða í lausar stöður. Þó hafi ekki tekist að ráða í stöðu sérkennara sem losnaði á vormánuðum. Teymi halda utan um verkefnin Aðspurður um helstu áherslur segir Hilmar að innan veggja skólans sé unnið að fjölda verkefna sem skili sér í betri skólabrag. Hvert verk- efni sé leitt af teymi starfsfólks sem fundi reglulega og leggi línur varð- andi áherslur hvers verkefnis og viðfangsefnis. Á síðasta vetri tóku til starfa teymi í stærðfræði, læsi og upplýsingatækni. Teymin kort- lögðu stöðuna í skólanum og mörk- uðu stefnu um hvernig hægt væri að gera betur. „Læsisteymið okk- ar stóð fyrir lestrarspretti í lok síð- asta skólaárs og er skemmst frá því að segja að spretturinn tókst vel,“ nefnir Hilmar sem dæmi. Einnig stóð skólinn fyrir sumarlestri í sam- starfi við Bókasafn Snæfellsbæjar og nemendur 9. bekkjar voru með menntasmiðju fyrir í 1.-4. bekk á liðnum vetri. Á komandi skólaári segir Hilmar að áhersla verði lögð á svokallaða teymiskennslu, sem byggir á auknu samstarfi og sam- vinnu kennara um nám og kennslu nemenda. „Það hefur sýnt sig að með slíkum vinnubrögðum skapist sameiginleg ábyrgð, aukinn stuðn- ingur og vinnuhagræðing. Í teymis- kennslu koma fram fleiri hugmynd- ir, skoðanir og möguleikar á lausn- um. Kostir teymiskennslunnar liggja í samstarfinu þar sem styrk- leikar hvers og eins fá að njóta sín,“ segir Hilmar, en Grunnskólarnir á Snæfellsnesi vinna að þessu verk- efni í sameiningu. Námskrá í átthagafræðum Grunnskóli Snæfellsbæjar er þátt- takandi í Grænfánaverkefninu, sem miðar að því að vinna að sjálf- bærni og umhverfisvænu sam- félagi. Skólinn er Heilsueflandi skóli og hefur tekið þátt í Eras- mus+ verkefni því tengdu. Auk þess var Vinaliðaverkefnið innleitt síðasta vetur, en það miðar að því að hvetja nemendur til hreyfingar í frímínútum og vinna gegn ein- elti. Ein helsta sérstaða skólans er kennsla í átthagafræðum, fræðslu um nærsamfélagið. „Skólinn er einn fárra skóla sem státar af námskrá í átthagafræðum,“ segir Hilmar. „Hver bekkur kynnir sér ákveðið svæði eða fróðleik þar að lútandi og fer í vettvangsferðir,“ bætir hann við. „Öflugt starf er unnið und- ir merkjum skólans, borið uppi af metnaðarfullu starfsfólki, góð- um nemendum og samstarfsfúsum foreldrum. Verum alltaf minnug þess að við getum gert betur og veitum hvort öðru aðhald í því að viðhalda því góða starfi sem unnið er í skólanum með það að markmiði að gera enn betur,“ seg- ir Hilmar Már Arason skólastjóri að lokum. kgk Grunnskóli Borgarfjarðar: Skóli í fallegri sveit og umhverfi sem auðvelt er að tengja við skólastarf SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Grunnskóli Snæfellsbæjar: Öflugt starf unnið undir merkjum skólans Í Grunnskóla Borgarfjarðar þurfa nemendur ekki að fara langt til að komast í fallega náttúru. Svipmynd úr vorferð 8.-10. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.