Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Page 36

Skessuhorn - 17.08.2016, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201636 „Fólkið fyrst – eitt samfélag fyrir alla,“ eru baráttuorð Ólínu Kjer- úlf Þorvarðardóttur alþingismanns Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, sem nú hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarn- ar 29. október nk. „Ég hef afráðið að gefa áfram kost á mér til þess að leiða Samfylkinguna í Norðvestur- kjördæmi í næstu kosningum. Sem alþingismaður hef ég þjónað Norð- vesturkjördæmi í fimm ár. Ég var fyrst kjörin á þing 2009 – 2013 en tók aftur þingsæti síðastliðið haust við fráfall Guðbjartar Hannessonar fyrrverandi velferðarráðherra. Þau mál sem brenna á byggðum lands- ins þekki ég af eigin raun og vil því beita mér fyrir bættum lífskjörum og afkomu íbúa landsbyggðarinn- ar,“ segir Ólína. „Ég er jafnaðarmaður að hug- sjón, set fólk í fyrirrúm og brenn fyrir jöfnuð, réttlæti og sanngjarn- ar leikreglur í samfélagi okkar. Mín helstu baráttumál hafa verið breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, bættar samgöngur og velferðar- mál. Ég vil að Ísland sé eitt sam- félag fyrir alla þar sem hver mað- ur fær að gefa eftir getu og þiggja eftir þörfum og þar sem gott og gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi og traust og skilvirt al- mannatryggingakerfi eru við lýði. Ég vil að byrðum sé dreift á herðar þeirra sem geta borið þær; að eng- inn maður þurfi að óttast afkomu sína vegna örorku, aldurs eða fötl- unar; að þjóðarauðlindir séu nýtt- ar í þágu samfélagsins og öflugra atvinnugreina; að mannréttindi og atvinnufrelsi séu ófrávíkjanleg krafa og að markaðurinn sé þjónn en ekki herra - heilbrigt samkeppnisum- hverfi ríki í öllum atvinnugrein- um.“ Ólína segir að Alþingi Íslendinga sé mikilvægasta lýðræðisstofnun samfélags okkar. „Virðing Alþingis veltur á framgöngu þeirra sem þar starfa. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að bæta stjórnmálamenn- ingu og umræðuhefð á Íslandi. Nú er brýnna en nokkru sinni að snúa við þeirri óheillaþróun sem orð- ið hefur í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjá- anleg. Hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigð- is- og menntakerfi með því að fjár- svelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Mikið verk er óunnið í samgöngumálum, byggðamálum, auðlinda- og at- vinnumálum, málefnum skuldara, öryrkja, aldraðra og barnafólks. Ég heiti því að vinna af heilindum og festu að úrbótum og framförum í samfélagi okkar, hér eftir sem hing- að til,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarð- ardóttir, alþingismaður. mm Ólína býður sig fram í forystusæti Samfylkingarinnar Inga Björk Bjarnadóttir úr Borg- arnesi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar sem fram fer dag- ana 8.-10. september næstkomandi. „Mín draumsýn er að hér verði til samfélag þar sem öll stöndum við á sama stað við ráslínuna áður en lífs- hlaupið hefst og getum verið viss um að samfélagið grípi okkur þegar við hrösum á leiðinni,“ segir Inga Björk í tilkynningu á Facebook- síðu sinni og útskýrir því næst hvað hún á við: „Að öll börn fái góða, gjaldfrjálsa menntun óháð búsetu og efna- hag foreldra, að þeir sem glíma við heilsubrest geti verið vissir um að þurfa einungis að hafa áhyggjur af veikindum sínum en ekki sligandi læknis- og lyfjakostnaði, að ungt fólk þurfi bara að burðast með bæk- ur ekki himinhá námslán, að hver einstaklingur fái að blómstra í sam- félaginu okkar á sínum forsend- um óháð kyni, kynþætti, skerðingu, kynhneigð og -vitund og að bótakerfið okk- ar sé mannlegt og geri fólki kleift að lifa, ekki bara vera á lífi.“ Hún segir Íslendinga vera ríka þjóð af auð- lindum og mannauði og geta vel boðið upp á slíkan veruleika. Það þurfi bara að stokka upp á nýtt. „Mér finnst mik- ilvægt að fá fólk á þing sem hefur reynt á eig- in skinni samskipti við kerfið - þurft að upp- lifa fordóma, þegið bæt- ur, legið á spítala, átt í óendanlegum baráttum við kerfin okkar, að ná ekki endum saman og þurfa að ganga á sparifé til að mæta heilbrigðis- kostnaði o.s.fv.,“ segir Inga Björk. kgk Inga Björk stefnir á annað af tveimur efstu sætum Ellefu sendu kjörstjórn Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi yfirlýsingu um framboð til forvals flokksins fyr- ir komandi alþingiskosningar; fjórar konur og sjö karlar. Flokkurinn á nú einn þingmann í kjördæminu, Lilju Rafney Magnúsdóttur á Suðureyri. Lilja Rafney er í hópi þeirra sem gefa kost á sér til forystu, en auk hennar sækjast eftir fyrsta sætinu þeir Bjarni Jónsson á Sauðárkróki, Lárus Ást- mar Hannesson í Stykkishólmi og Rúnar Gíslason í Borgarnesi. Fyr- irfram má því búast við spennandi forvali. Póstkosning fer fram dag- ana 31. ágúst til 5. september, sem verður síðasti dagur til að póstleggja atkvæði. Flokksbundnir íbúar í kjör- dæminu, 16 ára og eldri, geta tekið þátt en þurfa að vera skráðir í flokk- inn fyrir 21. ágúst nk. Opinn kynningarfundur fram- bjóðenda verður haldinn miðviku- daginn 24. ágúst kl. 20:00 í Alþýðu- húsinu Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og verður hann sendur út á netinu. Frambjóðendur eru: Berghildur Pálmadóttir, Grundar- firði, 6.-8. sæti Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi, 4.-5. sæti Bjarni Jónsson, Sauðárkróki, 1. sæti Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Blöndu- ósi, 3.-5. sæti Hjördís Pálsdóttir, Stykkishólmi, 5.-7. sæti Ingi Hans Jónsson; Grundarfirði, 3.-6. sæti Lárus Ástmar Hannesson, Stykkis- hólmi, 1.-2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suður- eyri, 1. sæti Reynir Eyvindsson, Akranesi, 2.-6. sæti. Rúnar Gíslason, Borgarnesi, 1.-3. sæti Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum, 4.-6. sæti mm Ellefu gefa kost á sér í forvali VG í Norðvesturkjördæmi Stjórn hins nýlega stofnaða stjórn- málaflokks, Viðreisnar, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leitað er að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarleg- um einstaklingum á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. „Áhersla er lögð á að á framboðs- listum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum verður skip- að jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum landsins.“ Þá segir að allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins, og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra, er velkomið í hópinn. „Stefna og áherslur Við- reisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahóp- um undanfarin tvö ár. Áhugasöm- um er bent á að hafa samband við formann uppstillingarnefndar í sínu kjördæmi fyrir laugardaginn 20. ágúst,“ segir í tilkynningunni. Í Norðvesturkjördæmi er Gísli Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðar, formaður uppstillingar- nefndar og hefur hann netfangið: gisli@vidreisn.is mm Viðreisn auglýsir eftir fram- bjóðendum í öllum kjördæmum Merki Viðreisnar. Gísli Halldór Halldórsson, formaður uppstillingarnefndar í NV kjördæmi. Frestur rann út í síðustu viku til að skila inn framboðum vegna vænt- anlegs prófkjörs Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi fyrir kom- andi alþingiskosningar. Að sögn Inga Tryggvasonar, lögfræðings og for- manns kjördæmisráðs, gefa tíu kost á sér í prófkjörinu, sem fer fram laug- ardaginn 3. september. Sjálfstæðis- flokkurinn á nú tvo þingmenn í NV kjördæmi. Það eru þeir Einar Krist- inn Guðfinnsson forseti Alþingis og Haraldur Benediktsson. Einar Krist- inn ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandin þingstarfa, en Har- aldur er í hópi þeirra sem stefna á forystusæti. Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Aðalsteinn Arason, Skagafirði Gísli Elís Úlfarsson, Ísafirði Guðmundur Júlíusson, Akranesi Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Haraldur Benediktsson, Vestra- Reyni Jónas Þór Birgisson, Ísafirði Jónína Erna Arnardóttir, Borgarnesi Steinþór Bragason, Ísafirði Teitur Björn Einarsson, Reykjavík Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, Kópavogi mm Tíu taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í NV kjördæmi Prófkjöri Pírata í Norðvestur- kjördæmi vegna komandi alþing- iskosninga er lokið. Kosning- ar í prófkjörinu voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður próf- kjörsins hafa verið birtar á heima- síðu flokksins. Þær eru eftirfarandi: 1. Þórður Guðsteinn Pétursson 2. Gunnar Jökull Karlsson 3. Eiríkur Þór Theódórsson 4. Eva Pandora Baldursdóttir 5. Gunnar I. Guðmundsson 6. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir 7. Hafsteinn Sverrisson 8. Herbert Snorrason 9. Vigdís Pálsdóttir 10. Elís Svavarsson 11. Þorgeir Pálsson 12. Hildur Jónsdóttir 13. Þráinn Svan Gíslason 14. Fjölnir Már Baldursson 15. Gunnar Örn Rögnvaldsson 16. Ómar Ísak Hjartarson 17. Egill Hansson. Á heimasíðu Pírata segir að kjördæmisráð eigi eftir að fara yfir röðun í samráði við frambjóð- endur. Niðurstöður prófkjörsins eru því birtar með þeim fyrirvara. Þegar farið hefur verið yfir listann af kjördæmisráði og frambjóðend- um verður endanlegur listi birtur. Þá fer hann í staðfestingarkosn- ingu þar sem allir Píratar á landinu fá að greiða atkvæði um hvort list- inn verður notaður í kosningum. kgk Niðurstöður prófkjörs Pírata

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.