Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201640
Margrét Egilsdóttir er þrítug
Skagamær, fimm barna móðir og
eiginkona Guðjóns Birgis Tómas-
sonar. Þegar Margrét var einung-
is tvítug, árið 2006, fæddist Vignir
Gauti, fyrsta barn hennar og Guð-
jóns. „Þegar ég horfi til baka skil
ég ekki alveg af hverju ég á fimm
börn, eða öllu heldur af hverju ég
eignaðist barn númer tvö,“ seg-
ir Margrét og hlær. „Vignir Gauti
grét nefnilega mjög mikið fyrsta
árið. Það er líka mesti aldursmun-
urinn á honum og Dagnýju Báru
sem kom næst, árið 2009,“ bætir
hún við. Fyrir utan fyrsta árið hans
Vignis segir Margrét það vera lítið
mál að eiga fimm börn. „Mér finnst
bara alveg eins gott að klára þetta
snemma fyrst ég byrjaði snemma.
Fimm er ekkert svo mikið, ekki í
okkar tilfelli allavega. Börnin hafa
öll verið misjöfn með svefn og svo-
leiðis en í raun hefur það skánað
með hverju barninu. Þau hafa al-
veg reynt á þolinmæðina en það er
ekkert sem maður kemst ekki yfir.
Vignir Gauti byrjaði, eins og svo
mörg börn, með ungbarnakveisu
en svo var hann bara óvær. En sá
yngsti er algjört draumabarn. Það
er svo dýrmætt að eiga svona falleg-
an og yndislegan barnafjölda og við
erum rosalega þakklát fyrir þau,“
segir Margrét og brosir.
Hefur gaman að
móðurhlutverkinu
„Ég held að okkar heimili sé ekk-
ert frábrugðið öðrum. Við eigum
kannski fleiri ung börn en flestir,
en hér eru dagarnir bara eins og
á öðrum heimilum held ég,“ seg-
ir Margrét. Hún segist hafa gaman
að móðurhlutverkefninu og flestu
sem því fylgir. Enda mikli hún það
ekki fyrir sér, jafnvel þó öll börnin
fái vini í heimsókn á sama tíma og
hún sé jafnvel með allt að fimm-
tán börn á heimilinu í einu. „Hér
er alltaf líf og fjör og þannig vil
ég hafa það. Við höfum gott hús
og góða aðstöðu og hér er oft al-
veg fullt af börnum. Það að börn-
in mín eigi mörg systkini á ekki að
koma niður á þeim þannig að þau
geti ekki boðið nokkrum vinum
í heimsókn. Ég hef líka oft verið
með nokkur auka börn í gistingu
og það er ekkert mál.“ Auk þess
að ala upp fimm ung börn hef-
ur Margrét lokið stúdentsprófi og
er langt komin með bakaranám-
ið. „Ég hef alltaf tekið fæðingaror-
lof en þau hafa verið mislöng, og
þess á milli hef ég verið í námi eða
að vinna. Kannski klára ég bakar-
ann einn daginn en vinnutími bak-
ara heillar mig ekki meðan börn-
in eru svona ung svo ég bíð með
það,“ segir hún. Guðjón vinnur
hjá Borgarverki og þessa dagana
er hann fjarri heimilinu í tíu daga
í senn og kemur heim í fjóra daga.
„Hann hefur verið á þessum törn-
um frá því í maí en það breytist
væntanlega í vetur, þetta fer allt-
af eftir því hvernig vinnustaðan er
hjá honum í hvert skipti. Á veturna
er hann til dæmis oft að moka snjó
hér í nágrenninu og er þá meira
heima. Auðvitað getur það verið
krefjandi að vera ein með börnin,
eins og hjá öðrum foreldrum. En
þó það sé stutt á milli barna eru
eldri börnin samt orðin það stór að
þau hjálpa mikið til. Ég bý líka svo
vel að hafa marga í kringum mig
sem geta hjálpað ef þess þarf. Ná-
grannar okkar eru til dæmis mjög
hjálpsamir og börnin okkar fara
oft yfir að leika eða börnin þeirra
koma yfir til okkar, það er mikill
samgangur,“ segir Margrét.
Útilokar
ekkert fleiri börn
Margrét segist ekki hugsa um þau
Guðjón sem sérstaklega unga for-
eldra eða með mörg börn og úti-
lokar ekki að bæta við barnahóp-
inn, þó þau fái reglulega athuga-
semdir um fjölda barna. „Fólk
hefur alveg sagt við okkur að nú
sé þetta komið gott og fleira í
þeim dúr. Ég bara skil ekki alveg
af hverju þetta skiptir annað fólk
svona miklu máli,“ segir Margrét
og hlær. „Fólk meinar eflaust ekk-
ert illt með þessu en það er samt
oft leiðinlegt að heyra þessar at-
hugasemdir en þær hafa samt lít-
il áhrif á okkur. Eins og staðan er
núna stendur ekki til að bæta við
börnum enda er Jóhannes Egill
bara sex mánaða,“ bætir hún við.
Aðspurð hver sé mesta breyt-
ingin við að fara úr fjórum í fimm
börn segir hún það helst vera að
ferðast með alla fjölskylduna. „Við
áttum sjö manna bíl með ágætu
plássi fyrir farangur en þegar Jó-
hannes Egill fæddist varð frek-
ar þröngt um börnin í þeim bíl.
Við fengum okkur því annan sjö
manna bíl þar sem fer betur um
börnin en í honum er lítið pláss
fyrir farangur. Svo þegar við fór-
um í bústað nú í sumar þurftum
við að fara á báðum bílnum,“ seg-
ir Margrét og hlær. „Það er samt
eitthvað sem má alveg finna lausn
á, t.d. með því að kaupa tengda-
mömmubox eða kerru,“ bætir hún
við. Hún segist ekki finna mikinn
mun að öðru leyti. „Ætli mesta
sjokkið hafi ekki verið þegar Er-
lingur Orri fæddist en hann er
þriðja barnið okkar. En eftir það
er munurinn ekki svo mikill. Ég
get ekki sagt að ég finni fyrir áber-
andi meiri kostnaði með hverju
barni. Fólk spyr oft út í bleiu-
kostnaðinn en við höfum aldrei
verið með tvö bleiubörn í einu
svo við getum ekki sagt að það sé
meiri kostnaður hjá okkur en öðr-
um foreldrum. Við erum ekki að
eyða svo miklu í mat heldur, ekki
miða við aðrar fjölskyldur. Margir
halda að maður þurfi að vera rosa-
lega skipulagður með svona mörg
börn, ég get ekki sagt að það þurfi
meira skipulag með fimm börn
heldur en tvö eða þrjú. Ég er nú
líka bara ekkert sérstaklega skipu-
lögð yfir höfuð. Þetta bara geng-
ur bara hjá okkur eins og öðrum
held ég,“ segir Margrét brosandi
að lokum.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Fimm börn á tæpum tíu árum
Hin árlega kaffisala í sumarbúðum
KFUM og KFUK í Ölveri í Mela-
sveit verður núna á sunnudaginn
milli klukkan 14:00 og 17.00. Kaffi-
salan er rómuð fyrir vandað kaffi-
hlaðborð þar sem borðin svigna
undan krásum. Allur ágóði af kaffi-
sölunni rennur til uppbyggingar
sumarbúðastarfsins. Þetta árið verð-
ur haldin guðsþjónusta fyrir kaffi-
söluna kl. 13:00 og mun Sr. Guðni
Már Harðarson þjóna og vígja nýtt
vatnsból og vatnsleiðslu í Ölveri í
kjölfarið. Verð á kaffisöluna er 2000
krónur og 1000 krónur fyrir börn 12
ára og yngri en frítt fyrir leikskóla-
börn. Verið velkomin á kaffisöluna í
Ölveri. -fréttatilkynning
Árleg kaffisala
framundan í Ölveri
Viðamikil markhópagreining
fyrir ferðaþjónustuna
Þennan rétt má nota sem ídýfu eða jafnvel sem kvöldmat.
Það fer eingöngu eftir því hversu mikið er sett út í, það eru
nefnilega engin takmörk. Flestir vita hvað eðla er. Í þessar
uppskrift er búið að uppfæra eðluna.
Innihald:
1 dolla Philadelphia rjómaostur
1 krukka salsasósa
Ostur
Allt sem hugurinn girnist
Aðferð
Rjómaosturinn er smurður í eldfast mót og því næst er allt
sem hugurinn girnist sett yfir. Á meðfylgjandi mynd eru rifn-
ar kjúklingabringur, léttsteikt paprika og smá laukur. Það eru
í raun engin takmörk fyrir því hvað er sett yfir rjómaostinn
og er þetta því tilvalið þegar fólk á afgang sem það vill nýta.
Því næst er salsasósunni hellt yfir. Þeir allra hörðustu nota
sterka sósu en þá er líka hægt að fá miðlungs sterka eða milda
sósu. Að lokum er osturinn settur yfir og hér er um að gera
að leika sér smá líka. Á meðfylgjandi mynd er gróft rifinn
Mexíkó ostur en hann er frekar sterkur og fyrir þá sem vilja
það ekki er hægt að nota venjulegan ost.
Þetta er sett inn í ofn þar til osturinn bráðnar smá. Það er
gott að borða þetta með tortillaflögum en það er einnig hægt
að borða þetta eintómt eða setja þetta inn í tortillaköku.
Uppfærð eðla
Freisting vikunnar
Margrét Egilsdóttir og Guðjón Birgir Tómasson með börnin þeirra fimm, Erling Orra, Dagnýju Báru, Jóhannes Egil, Fanneyju
Öldu og Vigni Gauta.
Systkinin Fanney Alda, Erlingur Orri, Dagný Bára, Vignir Gauti og Jóhannes Egill.