Skessuhorn - 17.08.2016, Qupperneq 41
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 41
Þó að, með því að gefa kost á mér
í eitt af efstu sætunum í komandi
prófkjöri VG, sé ég í raun að sækja
um innivinnu í miðbæ Reykjavíkur,
þá eru það málefni landsbyggðar-
innar sem mest brenna á mér. Betri
samgöngur, betra heilbrigðiskerfi
og ljósleiðari hringinn í kringum
landið eru þau mál sem ég vil setja
í algjöran forgang. Þetta eru mál-
efni landsbyggðarinnar ekki síður
en höfuðborgarsvæðisins.
Í umræðunni um nýtt hátækni-
sjúkrahús í Reykjavík gleymist
stundum að það eitt og sér leysir
ekki allan vanda. Fólk heldur áfram
að veikjast á landsbyggðinni og
sama hversu hátæknilegt hátækni-
sjúkrahúsið er þá þarf að vera hægt
að veita fólki lágmarks aðhlynningu
í hverju byggðarlagi. Að sjálfsögðu
verður nýja sjúkrahúsið kærkom-
ið fyrir alla landsmenn og verður
sjúkrahús allra Íslendinga. Fólk á
hins vegar ekki eftir að fara þangað
frá Fáskrúðsfirði vegna fingurbrots
eða frá Tálknafirði vegna tábrots.
Það má ekki gleyma nærþjónust-
unni sem er alveg jafn nauðsynleg.
Í mínum heimabæ er staðan þann-
ig núna að loks þegar maður kemst
að hjá lækni þá eru miklar líkur á að
maður sé búinn að gleyma hvað var
að manni. Hér er úrbóta þörf.
Það er líka verulegra úrbóta þörf
í vegamálum í Norðvesturkjör-
dæmi sérstaklega. Slystatíðni er há
á vegum á Vestfjörðum og Vest-
urlandi, sérstaklega og sums stað-
ar standa lélegir vegir atvínnulífinu
fyrir þrifum hreinlega, sérstaklega á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Varðandi uppbyggingu í vega-
málum á kerfið að vera einfalt og
leiðinlegt! Einfalt að því leyti að
forgangsröðun á ráðast af þörf og
nauðsyn en ekki af því að maður
þekki mann. (Þingmann). Leiðin-
legt fyrir pólitíkusana að því leyti
að þeir fái ekki að ráðskast með
malbiksmetra eftir því hvar ber best
í atkvæðaveiði.
Í allri umræðunni um að það
þurfi með einhverjum ráðum að
fá unga fólkið aftur heim í hinar
dreifðu byggðir þá gleymist stund-
um að þar er bara fullt af ungu fólki
nú þegar. Fólk sem er á fullu að
byggja upp sína framtíð. Ungt fólk
sem hefur tekið við af næstu kyn-
slóð eða er að búa sér til sín eig-
in tækifæri bara með sínum hæfi-
leikum og þekkingu. Almennilegar
vegasamgöngur eru meðal þess sem
þarf til að ungt fólk vilji áfram búa á
landsbyggðinni. Líka það sem þarf
til að ungt fólk vilji
flytja út á land.
Rafrænar sam-
göngur skipta ekki
minna máli. Ekki síst fyrir ungt
fólk. Góðar nettenginar skipta orð-
ið máli í nánast hverju sem þú tek-
ur þér fyrir hendur. Í ferðaþjón-
ustu, fiskvinnslu, landbúnaði, iðn-
aði hverskonar, menntastofnun-
um og skapandi greinum, svo dæmi
séu tekin er nauðsynlegt að hafa að-
geng að góðri nettengingu.
Það eru bullandi sóknarfæri núna
fyrir landsbyggðina. Víðast hvar á
landsbyggðinni er næg atvinna og
jafnvel ríflega það. Fjölskylduvænt
umhverfi, nálægð við náttúruna,
allt (allavega flest) við hendina og
minna stress og læti eru meðal bú-
setukosta sem landsbyggðin get-
ur boðið upp á. En til að lands-
byggðin sé samkeppnisfær við höf-
uðborgarsvæðið um íbúa þá þarf
að vera hægt að bjóða upp á góða
heilbrigðisþjónustu, akfæra vegi og
ljósleiðara.
Rúnar Gíslason
Höf. býður sig fram í 1.-3. sæti í
forvali á lista VG í Norðvesturkjör-
dæmi.
Þegar maður hefur ekki nóg að
gera eru mestar líkur á að mað-
ur geri einhverja bölvaða vitleysu.
Eins og ýmsir hafa sjálfsagt tekið
eftir hef ég ákveðið að gefa kost
á mér í forvali Vinstri grænna í
Norðvesturkjördæmi. Nú er það
ekki svo að von mín um að hljóta
þingsæti ráði þar för. Enda svo
sem ekkert líklegt að svo muni
fara, hreppi ég þriðja sæti listans.
Ásetningur minn snýst miklu
heldur um tækifæri til að taka þátt
í umræðunni og geta sett mark
mitt á hana.
Það ríkir upplausn í íslenskum
stjórnmálum og margt sem bend-
ir til þess að mörg þeirra kerfa sem
ríkt hafa séu að brotna upp. Og
við megum ekki óttast breytingar
heldur miklu heldur að reyna að
taka þátt í þeim og leggja þar með
breytingum lið. Allar þessar hrær-
ingar verða með einhverjum hætti
að gerast í sátt sem er grundvöll-
uð á upplýstri umræðu. Eða með
öðrum orðum, við verðum að tala
saman, deila skoðunum og reyna
að komast að sanngjarnri niður-
stöðu.
Margt er viðfangsefnið og víða
mætti drepa niður fæti. Mér er
þó efst í huga sú alvarlega staða
sem blasir við eldra fólki. Þjóðin
er að eldast og margir þeirra sem
bætast munu í þann hóp á næstu
árum verða mjög illa staddir við
þær aðstæður sem nú eru. Verð-
tryggða kynslóðin er að verulegu
leiti eignalaus og við blasir að það
félagslega kerfi sem nú er, mun
ekki nægja og nægir ekki í dag. Þó
hjón geti í dag hugsanlega skrimt
við núverandi aðstæður má fátt út
af bregða. Og getum við sætt okk-
ur við það að við fráfall maka blasi
nánast gjaldþrot við þeim sem eft-
ir lifir? Þetta er eitt af þeim mál-
efnum sem ég vil leggja áherslu
á. Er það svona sem efndir kyn-
slóðanna eru gagnvart kjörorðinu
„Áhyggjulaust ævikvöld“?
Ekki get ég neinu lofað um að
gagn verði af minni þátttöku en ég
mun láta rödd mína heyrast.
Með kærri kveðju,
Ingi Hans Jónsson
„Veiðin gengur bara vel á vatna-
svæðinu hjá okkur, mikið af sjóbirt-
ingi í Hópinu og neðar á svæðinu,“
sagði Símon Sigurmonsson þegar
við spurðum um Vatnasvæði Lýsu á
Snæfellsnesi. En veiðin hefur verið
góð á svæðinu, sjóbirtingur, bleikja
og lax.
„Það er mikið af sjóbirtingi,
mjög mikið. Einn og einn lax er líka
að gefa sig, veiðimenn hafa verið
ánægðir með veiðina hérna,“ sagði
Símon enn fremur.
Silungsveiðin gengur víða ágæt-
lega. Í Hlíðarvatni veiddist vel um
daginn, fallegar bleikjur og urrrið-
ar. Vel vænir fiskar.
gb
Frábær gangur á
Vatnasvæði Lýsu
Veiðimenn með góða silunga á Vatnasvæði Lýsu.
Landsbyggðin fyrir alla!
Pennagrein Pennagrein
Áhyggjulaust
ævikvöld?
Ég fór um Snæfellsnesið um daginn
og heimsótti mágkonu mína í Grund-
arfirði. Á meðan á þeirri för stóð mætti
ég örugglega um 50 bílum sem voru
annað hvort að hægja á sér til að leggja
út í vegarkanti eða voru kyrrstæðir til
að fólkið gæti tekið ljósmyndir. Ég
get ímyndað mér hvernig ökumönn-
um Group B rallýkappakstursins hlýt-
ur að hafa liðið með alla áhorfend-
urna ofan í sér á meðan á keppni stóð.
Einn ökumaðurinn lýsti því þannig
að þeir ímynduðu sér bara að áhorf-
endur væru tré og það væru allir sam-
mála um að best væri að sleppa því að
keyra á tré. Á meðan ég liðaðist (bók-
staflega) í gegnum Snæfellsnesveg
þetta sólríka eftirmiðdegi með Sig-
ur Rós streymandi í Spotify, ómaði í
höfði mínu öskrandi mótorhljóðið í
upptjúnuðum Audi Quattro group B
rallýbílnum. Svo ég dragi þetta saman:
Vegir landsins eru alltof þröngir og lé-
legir fyrir svona mikla umferð.
Í raun var gleði mín yfir því að fá
mat hjá mágkonu minni samtvinnuð
við ákveðinn létti, létti yfir því að hafa
komist á áfangastað. Já, og líka að fá að
sjá Kirkjufellið með eigin augum. Það
er samt alltaf eins með þetta fræga fólk
og náttúrufyrirbrigði að það er alltaf
minna í eigin persónu, skrýtið hvern-
ig það er. En hvað um það. Í fréttun-
um var nefnilega frétt sem fór ekki
hátt og er það stórfurðulegt að mínu
mati, hún er um hákarlinn. Já, íslenska
eða grænlenska hákarlinn, fer eftir því
hvern þú spyrð. Þú veist hákarlinn sem
við gefum grunlausum útlendingum
til að hneyksla þá yfir því hversu mik-
ið magn af bringuhári maður þarf að
hafa eða skort á tilfinningu í tungunni
til að kunna að meta slíka dásemd. Ég
horfi framhjá öllu svoleiðis pjátri, mér
finnst hann einfaldlega góður, fer í
hálfgerða vímu þegar ég borða hann
og finnst allt frábært sem allir segja.
Kannski er það allt þetta ammóníak
eða hitt eitrið sem er í honum, mér er
svo sem sama – hver vill lifa að eilífu?
En ég vissi ekki það að ég gæti farið
aftur í tímann við að borða hann því
nú hefur það komið upp úr krafsinu að
vísindamenn segja að hann geti orðið
allt að 400 ára gamall, 400 ára gam-
all - og hann verður kynþroska þegar
hann nær 150 ára aldri. Stöldrum að-
eins og hugsum um það. Hugsum um
það vel og vandlega því þetta er alveg
magnað.
Þetta þýðir að ég er mögulega með
í frystinum lítið krúttlegt plastbox
sem er með bita af
hákarli sem byrjaði
að svamla í Norð-
ur-Íshafi árið 1616. Á sama tíma stóð
ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó
Galilei fyrir framan hóp af mönn-
um í Rómansk-kaþólsku kirkjunni
og lofaði að segja aldrei aftur að jörð-
in snerist í kringum sólina, því annars
hefði farið illa fyrir honum (brennd-
ur á báli jafnvel) og þjóðin var í torf-
kofum. Er fólk svo hissa á því að há-
karlinn sé svolítið sterkur á bragðið?
Ég vissi að hann væri gamall en ekki
svona gamall. Ég meina ég var alveg
hugfanginn yfir því, þegar ég var há-
seti um borð í togara með Jóni bróð-
ir mínum eitt sumarið, að stórlúða
sem við fengum um borð væri mögu-
lega jafngömul og pabbi minn. Þessi
nýtilkomna vitneskja mín smættar af-
rek lúðunnar svo um munar. Allavega,
næst þegar ég fæ mér í hákarl mun ég
ekki bara fá mér bita af íslenskri mat-
arhefð heldur líka mannkynssögunni.
Jafnvel markaðssetja hann sem yng-
ingarmeðal, ég meina hvers vegna lif-
um við svona lengi? Ég held að það sé
út af því að við borðum svona mikið
af hákarli. Ég held að þetta sé vinkill
sem Hildibrandur Bjarnason í Bjarn-
arhöfn ætti að skoða, svona upp á
túristana að gera. Það er ekki enda-
laust hægt að segja að Snæfellsjök-
ullinn, hákarlinn og Kirkjufellið hafi
góð áhrif á frjósemina. Slagorðið
gæti verið á þessa leið (ég gef Hildi-
brandi fullt leyfi til notkunar á því og
án kvaða, nema kannski eins og eina
beitu við og við). OK, ég viðurkenni
að þetta þarf kannski að fara í gegn-
um einhverja fansý auglýsingastofu
og það má breyta textanum: Smakk-
aðu fortíðina/taste the past. Þetta á vel
við þar sem við erum að selja túrist-
unum upplifun, hvers vegna ekki að
bjóða þeim upp á tímaflakk og yng-
ingarmeðferð í leiðinni?
Góðar stundir,
Axel Freyr Eiríksson
PISTILL
Smakkaðu fortíðina /
Taste the past
Hildibrandur í Bjarnarhöfn,
frægasti hákarlaverkandi
landsins.
Veiðin í Gufuá í Borg-
arhreppi var ágæt til 6.
júlí, en þá datt hún nið-
ur og hefur verið frek-
ar dræm undanfarið sök-
um þurrka. Veiðikappinn
Ísólfur Fjeldsted, sex ára,
náði engu að síður maríu-
laxi sínum úr ánni þrátt
fyrir vatnsleysið. Laxinn
var um sjö punda hæng-
ur og fékkst í veiðistað nr.
37. Nú er hins vegar far-
ið að rigna á svæðinu og
stórstraumur gefur veiði-
mönnum von um að aukið
líf fari að færast í ána.
gb
Veiddi maríulaxinn í Gufuá