Skessuhorn - 17.08.2016, Síða 46
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201646
Fjórir Vestlend-
ingar valdir í
úrtökumót
Nú nýverið var tilkynntur rúm-
lega 60 drengja hópur fædd-
ur árið 2001 sem valinn hefur
verið til þess að taka þátt í úr-
tökumóti KSÍ. Úrtökumótið
fer fram dagana 19. – 21. ágúst
og leikmennirnir munu dvelja á
Laugarvatni þar sem þeir munu
verja helginni að mestu í að spila
fótbolta og sýna sig fyrir þjálf-
urum KSÍ. Vestlendingar eiga
fjóra fulltrúa í hópnum en það
eru þeir Benjamín Mehic, Gísli
Laxdal Unnarsson og Marteinn
Theodórsson frá ÍA og Brynjar
Snær Pálsson hjá Skallagrími.
-bþb
Kári sigraði
Dalvík/Reyni
Laugardaginn 13. ágúst fór fram
leikur Kára og Dalvíkur/Reynis
í þrettándu umferð þriðju deild-
ar karla í knattspyrnu á Dalvík-
urvelli. Káramenn héldu á brott
af Norðurlandi með þrjú stig í
farteskinu eftir góðan 3-2 sig-
ur. Mörk Kára skoruðu þeir Atli
Albertsson, Ragnar Már Lárus-
son og Arnar Freyr Sigurðsson.
Kári er í þriðja sæti eftir leikinn
með 22 stig, níu stigum á eftir
Víði Garði sem situr í öðru sæti.
Næsti leikur Kára er í kvöld
klukkan 18:30 gegn liði Þróttar
frá Vogum á Akranesvelli.
-bþb
Víkingur Ó.
tapaði baráttunni
um annað sætið
Það var mikil spenna sem ríkti
þegar leikur Víkings Ó. og HK/
Víkings var flautaður á í tólftu
umferð A-riðils fyrstu deildar
kvenna í knattspyrnu síðastlið-
inn miðvikudag. Mikið var í húfi
en liðin voru jöfn að stigum fyr-
ir leikinn í öðru og þriðja sæti.
Annað sætið gefur sæti í umspili
um að komast upp í Pepsi deild-
ina. HK/Víkingur vann bar-
áttuna um annað sætið naum-
lega 2-1. Mark Víkings skoraði
Sigrún Gunndís Harðardóttir
á 71. mínútu. Nagela Oliveira
De Andrade leikmaður Víkings
fékk síðan að líta rauða spjald-
ið á spennuþrungnum mínútum
uppbótartíma síðari hálfleiks.
Eftir leikinn eru Víkingar sem
fyrr í þriðja sæti með 25 stig,
þremur stigum á eftir HK/Vík-
ing. Víkingur á enn möguleika á
að ná öðru sætinu en tveir leikir
eru eftir af mótinu. Næsti leikur
Víkings er gegn Skínanda á úti-
velli á morgun.
-bþb
Skallagrímur
vann
nágrannaslag
Miðvikudaginn 10. ágúst síð-
astliðinn mættust lið Snæfells
og Skallagríms í tólftu umferð
B-riðils fjórðu deildar karla í
knattspyrnu. Skallagrímur vann
leikinn ákaflega sannfærandi
9-0. Mörk Skallagríms skor-
uðu Steinar Haraldsson, Sölvi G
Gylfason (2 mörk), Viktor Ingi
Jakobsson (2 mörk), Enok Ing-
þórsson, Birgir Theodór Ás-
mundsson og Daníel Þór Rún-
arsson (2 mörk).
-bþb
Púttmót með þátttöku eldri golf-
spilara frá Hvammstanga, Borg-
arfirði, Ísafirði og Reykjavík var
haldið á púttvellinum við Heilsu-
gæslustöðina á Hvammstanga síðla
í júlí. Spilaðar voru tvisvar sinnum
18 holur. Mótsstjóri var Flemming
Jessen, en um skráningu, útreikn-
ing, ræsingu og verðlaunaafhend-
ingu sáu Elín Jóna Rósinberg og
Þórdís Benediktsdóttir. Að sögn
Flemmings gekk mótið vel, en
veður var gott og völlurinn í fínu
ástandi.
Helstu úrslit urðu þau að
Margrét Guðmundsdóttir frá
Hvammstanga sigraði í kvenna-
flokki á 77 höggum, en fast á hæla
hennar komu þrjár konur úr Borg-
arbyggð, þær Lilja Ólafsdótt-
ir, Jytta Jull og Anna Ólafsdótt-
ir. Í karlaflokki sigraði Guðmund-
ur Bachmann úr Borgarnesi á 70
höggum en Norðlendingar komu
í næstu sætum. Indriði Björnsson
úr Borgarnesi varð fimmti og Þór-
hallur Teitsson í sjöunda sæti.
aoj/ Ljósm. Norðanátt.is
Tóku þátt í púttmóti á Hvammstanga
Guðmundur Bachmann sigraði í karlaflokki og er hér á mynd með Hvamms-
tangakörlunum Ragnari Páli og K
Frá vinstri Lilja, Margrét og Jytta en þær urðu efstar í kvennaflokki. Lilja og Jytte
urðu jafnar í 2. til 3. sæti en Lilja hafði silfrið eftir bráðabana.
Síðasta púttkeppni eldri borgara
á Akranesi og úr Borgarbyggð fór
fram fimmtudaginn 11. ágúst að
Nesi í Reykholtsdal. Þar öttu 37
púttarar kappi í ágætis veðri. Var
þetta þriðja viðureign þeirra í ár
og lokaslagurinn um Húsasmiðju-
bikarinn. Mótin fóru fram á þrem-
ur stöðum í sumar: Hamri í Borg-
arnesi, á Garðavelli á Akranesi og
í Nesi. Sem fyrr hafa allir félagar
í félögum eldri borgara á svæð-
inu þátttökurétt, en sjö efstu hjá
hvoru félagi telja til útreiknings.
Keppnin í ár hefur verið jöfn og
spennandi. Í Borgarnesi fóru leik-
ar 495:496 fyrir Akurnesinga. Þeir
juku forskotið á Akranesi og unnu
524:535. Á Nesi var keppnin enn
jafnari og Borgarbyggðarfólk dró
aðeins á og vann 489:494. Loka-
tölur urðu því 1513 gegn 1520.
Skagamenn unnu því annað árið í
röð og náðu besta heildarskori til
þessa. Bættu besta árangur Borg-
firðinga frá 2014 um þrjú högg.
Keppnin um einstaklingsbikar-
inn var jafnvel meira spennandi.
Eftir fyrsta mótið leiddu Guð-
mundur Bachmann og Jytta Juul
með 68 höggum en Edda Elías-
dóttir var með 69 högg. Á öðru
mótinu voru Þórhallur Björns-
son og Ingimundur Ingimundar-
son með besta skorið; 70 högg en
Edda kom skammt á eftir með 72
högg. Edda hafði því tekið foryst-
una eftir tvö mót með 141 högg.
Ingimundur var annar með 143
högg og Þórhallur og Guðmundur
Bachmann með 145 högg. Allt gat
því gerst. Í lokamótinu var Hörð-
ur Júlíusson efstur með 64 högg,
Ingimundur með 67 högg og Ás-
dís B. Geirdal með 68 högg. Edda
og Guðmundur léku á 72 höggum
og Þórhallur á 74 höggum. Nið-
urstaðn varð því sú að Ingimund-
ur bar sigur úr býtum á 210 högg-
um. Hörður varð annað með 211
högg (en hann vann í fyrra á 216
höggum) og Edda þriðja með 213
högg.
Framundar er Íslandsmót FÁÍA
60 ára og eldri í Reykjanesbæ
fimmtudaginn 18. ágúst. Miðað við
spilamennskuna að Nesi eiga bæði
lið góða möguleika á því móti.
mm/ii
Akurnesingar unnu pútt-
keppnina annað árið í röð
Árlegt sumarmót SamVest í frjáls-
um íþróttum var haldið á Völuvelli
á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst sl.
Það var Héraðssambandið Hrafna-
Flóki sem bauð til mótsins. Aðstæður
á vellinum voru prýðilegar; atrennu-
braut langstökks og svæði fyrir há-
stökk og spjót eru lögð tartanefni og
hlaupabrautin var mjög hörð og góð
og merkt af HHF fyrir mótið. Við
völlinn er nýtt vallarhús með salern-
um, en gamla húsið fauk í óveðri síð-
asta vetur. Þess má geta að árið 2000
var Unglingalandsmót UMFÍ hald-
ið á Bíldudal en það var í fyrsta sinn
sem ULM var haldið um verslunar-
mannahelgi. Vesturbyggð bauð gest-
um gistingu á tjaldsvæðum sínum án
endurgjalds.
Auk Vestlendinga komu flest-
ir þátttakendur frá HHF og voru á
aldrinum 6 til 18 ára, fimm fullorðn-
ir voru meðal keppenda. Allt gekk vel
fyrir sig og allar greinar vel mann-
aðar starfsfólki HHF, auk nokkurra
hjálparkokka frá öðrum sambönd-
um. Grillaðar voru pylsur í mótslok
og í lokin tilkynnt um úrslit. HHF
stóð sig frábærlega við undirbúning
og umsjón með mótinu. bá
SamVest tók þátt í
frjálsíþróttamóti á Bíldudal
Á harðaspretti. Komið í mark í harðri keppni í 60 metra hlaupi.
Ungir frjálsíþróttakappar stilltu sér upp rétt áður en þeir hófu keppni í boltakasti.
Um síðastliðna helgi fóru fram bik-
arúrslitaleikir í knattspyrnu karla
og kvenna. Á föstudagskvöldið sigr-
aði Breiðablik lið ÍBV 3-1 í kvenna-
boltanum og á laugardaginn sigr-
aði Valur lið ÍBV í karlaboltanum
og varði þar með bikarmeistaratit-
ilinn. Í báðum sigurliðunum áttu
Vestlendingar sinn fulltrúa. Í sig-
urliði Breiðabliks spilaði Hallbera
Guðný Gísladóttir allan leikinn og
vann þessi magnaða knattspyrnu-
kona sinn fimmta bikarmeistaratit-
il á ferlinum. Andri Adolphsson var
síðan í byrjunarliði Vals en þetta
var annar bikarmeistaratitill Andra
á ferlinum en þann fyrri vann hann
einnig með Val í fyrra. bþb
Þórður Þórðarson hefur þjálfað
U19 landslið kvenna í knattspyrnu
undanfarin tvö ár. KSÍ og Þórður
hafa nú náð samkomulagi um nýjan
samning til 1. maí 2018 en ákvæði
er í samningnum að hann gæti
framlengst fram yfir lokakeppni
EM 2018 ef liðið kemst þangað.
Þórður er með KSÍ A-gráðu í þjálf-
un og hefur bæði þjálfað meist-
araflokk karla og kvenna hjá ÍA
en hann lét nýverið af störfum hjá
kvennaliði ÍA.
bþb
Breiðablik og Valur bikarmeistarar
Hallbera Gísladóttir og Andri Adolphsson koma bæði af Skaganum.
Þórður heldur áfram með U19