Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Síða 47

Skessuhorn - 17.08.2016, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 47 Mánudaginn 15. ágúst mættust lið ÍA og Víkings frá Ólafsvík á Akra- nesvelli í fimmtándu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu. Fyr- ir leikinn voru Skagamenn í átt- unda sæti með nítján stig en Vík- ingur sæti neðar með átján stig. Það hefur verið sannkölluð Ólafsvíkur- grýla á Akranesi í efstu deild. Lið- in höfðu þrisvar sinnum áður mæst í efstu deild fyrir leikinn og höfðu Víkingar unnið alla leikina. Síðast þegar Víkingur heimsótti Akranes- völl í efstu deild lauk leik með 5-0 sigri Víkings. Skagamenn náðu loks að vinna bug á Ólafsvíkurgrýlunni á mánudaginn og sigruðu leikinn sannfærandi 3-0. Nokkuð jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik en það voru Skagamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 36. mínútu. Skaga- menn sendu langan háan bolta fram völlinn sem Arnar Már Guðjónsson náði að flikka áfram á Þórð Þorstein Þórðarson hægra megin á vellinum. Þórður tók vel á móti og tók fáeinar snertingar inn í teig áður en hann skaut boltanum í stöngina og inn, frábært mark hjá Þórði. Markið var það eina sem skorað var í fyrri hálf- leik og staðan því 1-0 að loknum 45 mínútum. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Víkingar mættu þó örlítið grimmari til leiks. Skagamenn náðu þó að vinna sig betur inn í leikinn og á 66. mínútu átti Tryggvi Hrafn Haraldsson, nýkominn inn á sem varamaður, góða sendingu inn- fyrir vörn Víkinga þar sem Garð- ar Gunnlaugsson slapp einn í gegn og lék á Cristian Martinez í marki Ólafsvíkur og renndi boltanum í markið. Tólfta mark Garðars í sumar sem er langmarkahæstur í deildinni en í öðru sæti er Hrvoje Tokic í Víkingi með átta mörk. Eftir annað markið virtist slokkna á piltunum frá Ólafsvík og það voru Skagamenn sem skoruðu þriðja og síðasta mark kvöldsins. Á 85. mínútu gaf Albert Hafsteinsson góða sendingu á kantinn á Tryggva Hrafn sem átti frábæra sendingu inn í teiginn á Arnar Má sem stang- aði boltann af miklum krafti í mark- ið. Staðan orðin 3-0 sem jafnframt urðu lokatölur leiksins. Mínútu eftir síðasta mark Skaga- manna var gerð skipting í liði ÍA sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að leikmaðurinn sem kom inn á var að spila sínar fyrstu mínútur fyrir ÍA á Íslandsmóti. Af velli fór Þórður Þorsteinn og inn á í hans stað kom litli bróðir hans, Stefán Teitur Þórðarson. Með sigrinum fóru Skagamenn upp í fimmta sætið, í það minnsta tímabundið, með 22 stig en Vík- ingur situr enn í því níunda með átján stig. Næsti leikur Víkings er næstkomandi sunnudag gegn Fjölni á heimavelli en Skagamenn eiga útileik gegn Fylki næstkom- andi mánudag. bþb Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA – Fylkir Miðvikudagur 24. ágúst kl. 18:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 ÚRVALSDEILD KVENNA: Sorphirða og rekstur móttökustöðva á Akranesi og í Borgarbyggð 2016-2021 Akraneskaupstaðar og Borgarbyggð óska eftir tilboðum í sorphirðu fyrir heimili í þéttbýli og dreifbýli, umsjón grenndarstöðva, rekstur móttöku- stöðva, og flutning sorps. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Helstu magntölur fyrir Akranes eru: Sorpílát í þéttbýli 3.964 stk Sorp frá heimilum 1.300 tonn/ári Sorp frá móttökustöð 3.000 tonn/ári Helstu magntölur fyrir Borgarbyggð eru: Sorpílát í þéttbýli 1.587 stk Sorpílát í dreifbýli 602 stk Grenndarstöðvar 14 stk Sorp frá heimilum 700 tonn/ári Sorp frá grenndarstöðvum 1.000 tonn/ári Sorp frá móttökustöð 900 tonn/ári Verktími er 1. desember 2016 til 30. nóvember 2021. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst með ósk þar um, þar sem fram kemur nafn, netfang og símanúmer, á netfangið akranes.utbod@mannvit.is. Tilboð verða opnuð í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, Akranesi, þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 6 CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser Skagamenn unnu sannfærandi í Vesturlandsslagnum Skagamenn fagna fyrsta marki kvöldsins sem Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði. Tokic komst nálægt því að skora í fyrri hálfleik en Skagamenn náðu að bjarga á síðustu stundu. Þeir Albert Hafsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þor- steinn Þórðarson hafa allir framlengt samninga sína við ÍA út leiktímabilið 2018. Þessir ungu leikmenn hafa sýnt það og sannað að þeir eru tilbúnir í að spila í efstu deild og eiga framtíð- ina fyrir sér. „Það er mikið ánægju- efni að búið sé að framlengja samn- inga við þessa efnilegu leikmenn sem ætlunin er að byggja á í framtíðinni,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálf- ari meistaraflokks karla. Hann segir að félagið hafi stigið risastór skref á undanförnum árum í að byggja upp lið þar sem að traust er veitt ungum leikmönnum. „Þessir leikmenn hafa staðið undir því trausti og eru þess reiðubúnir að verða lykilleikmenn hjá félaginu á komandi árum,“ segir Gunnlaugur. Albert er 20 ára miðjumaður og hefur leikið 30 leiki í Pepsi deild þrátt fyrir ungan aldur og það sama má segja um bakvörðinn Þórð sem er 21 árs og hefur leikið 33 leiki í Pepsi deildinni. Báðir stigu þeir sín fyrstu skref í Pepsi deildinni á síðasta ári með gríðarlega góðri frammistöðu. Báðir léku þeir lykilhlutverk í lið- inu sem hafnaði í sjöunda sæti á sínu fyrsta ári í Pepsi deild. Tryggvi er tví- tugur sóknarleikmaður og lék sína fyrstu leiki í Pepsi deildinni undir lok síðasta keppnistímabils eftir erf- itt meiðslatímabil. Hann hefur spil- að tólf leiki í Pepsi deildinni. Tryggvi sem var í láni hjá Kára í upphafi tíma- bils kom til baka í júní og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins síðan. mm Þrír framlengja samninga við meistaraflokk ÍA Albert, Tryggvi og Þórður. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.