Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 2

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20162 Margir hafa það til siðs að fara til messu og taka þátt í helgihaldi yfir hátíðirnar, óháð því hve trúræknir þeir eru á öðrum árstímum. Í stappfullu jólablaði Skessuhorns er meðal annars að finna yfirlit yfir helgihald í sókn- um á Vesturlandi um jól og áramót. Það verður suðvestan 5-13 m/s, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til sveita norðanlands. Á Þorláksmessu spáir suðlægri eða breyti- legri átt, 3-8 m/s og dálitlum éljum fram eftir degi en áfram léttskýjað og kalt fyrir norð- an og austan. Vaxandi norðaustanátt síð- degis með snjókomu eða slyddu um land- ið austanvert. Minnkandi frost. Á aðfanga- dag jóla er útlit fyrir ákveðna norðlæga átt með snjókomu austan til á landinu fyrri part dags, en annars mun hægari breytileg átt með dálitlum éljum víða um land. Frost 0 til 9 stig, kaldast í uppsveitum á Suðvestur- landi. Breytileg átt á jóladag, yfirleitt hæg og líkur á snjókomu í flestum landshlutum, en síst á Suðvestur- og Vesturlandi. Frost víðast hvar á landinu. Annan dag jóla er útlit fyrir austlæga átt með snjókomu fyrir norðan en suðvestanátt með éljum syðra. Vaxandi suð- læg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Kaupirðu einhverjar jólagjafir á netinu?“ Flestir, eða 60% þeirra sem tóku þátt, sögð- ust engar jólagjafir kaupa á netinu. „Já, nokkrar“ sögðu næstflestir, 17 % og 11% sögðu „já, eina eða tvær“. 10% sögðust kaupa margar jólagjafir á netinu en að- eins 2% kváðust kaupa allar jólagjafirnar á netinu. Í næstu viku er spurt: „Hvernig fannst þér árið sem er að líða?“ Mikið af ungu tónlistarfólki á Vesturlandi hefur undanfarnar vikur haldið fjölda tón- leika og látið ágóðan af sölu aðgangseyris renna til góðra málefna. Þetta fólk er tilnefnt sem Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Næsta blað SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns er síðasta blað ársins. Næst kemur blaðið út miðvikudaginn 4. janúar 2017. Starfsfólk Skessuhorns undirbýr vinnslu nýársblaðs dagana 28., 29. og 30. des- ember, sem og 2. og 3. janú- ar. Ef fólk þarf að koma áríð- andi tilkynningum á vef Skessuhorns yfir hátíðisdag- ana er bent á að senda tölvu- póst á netfangið magnus@ skessuhorn.is og jafnframt að láta vita af slíkum send- ingum í síma 894-8998. -mm Sendum íbúum Vesturlands, félagsmönnum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum velunnurum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur Þökkum gott samstarf og stuðning á árinu Stjórn Hollvinasamtaka HVE SK ES SU H O R N 2 01 4 Útskrift úr FSN 22 Annir í útvarpsrekstri 30-31 Opna fyrirtækjahótel 32 Hugvekja prests 34 Helgihald um hátíðir 36 Þétt aðventudagskrá í Hólminum 40 Fréttaannáll ársins 42-50 Æðarsetur Íslands 52 Ungir Dalabændur 54 Ragnhildur í Ausu 56-57 „Heimurinn er svo lítill núna“ 58-59 Tölvur opna nýjan heim fyrir eldra fólk 60-62 Eiturefnasprengjurnar í Sementsverksmiðjunni 64-65 Kveðjur úr héraði 66-71 Skólastjórar rifja upp bernskujól 72 Flúði eftir innrásina í Kúveit 74-75 Ólst upp austan múrsins 76-77 Jakob á Varmalæk í vísnaþætti 78 Jólakrossgátan 80 Myndagátan 82 Jólin eru hátíð barnanna 83 Óli Rögg í Hraðfrystihúsi Hellissands 84-85 Úrslit í teikningasamkeppni barnanna 86 Úrslit í ljósmyndasamkeppni unglinga 87 Ingibjörg í Garpsdal 88-89 Heimsókn á Höfða 90-91 Sagnaritari samtímans - áhugaljósmyndari ársins 92-94 Samúel tekur þátt í að kanna Norðurljósin 96 Íþróttir vikunnar 102-103 Meðal efnis í Jólablaði Skessuhorns: Hæstiréttur kvað í gær upp tvo dóma í sambærilegum málum sem snerta snæfellsk sjávarútvegsfyrirtæki. Annars vegar Hraðfrystihús Hell- issands í Rifi og hins vegar Guð- mund Runólfsson hf. í Grundar- firði. Í báðum tilfellum sneri Hæsti- réttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar 2016 og dæmdi sjávarútvegsfyrirtækjunum í hag. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Hraðfrystihúsi Hellis- sands 1,16 milljarð króna auk vaxta, en í tilfelli Guðmundar Runólfsson- ar hf. var upphæðin réttur milljarð- ur króna auk vaxta. Landsbankanum var jafnframt gert að greiða máls- kostnað. Ljóst er að í báðum þess- um málum skiptir niðurstaðan sjáv- arútvegsfyrirtækin sem í hlut eiga gríðarlegu máli. Í báðum þessum málum var deilt um hvort Landsbankanum hefði verið heimilt við endurútreikning á lánasamningum til fyrirtækjanna að krefja þau um vexti sem bundnir voru ólögmætri gengistryggingu. Bank- anum var óheimilt að reikna vexti á gjalddaga sem gjaldfallið hefðu fyr- ir endurútreikning lánanna. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að við heildarmat á öllum aðstæðum yrði að líta til þess hvaða áhrif viðbótar- krafan hefði á efnahag Hraðfrysti- húss Hellissands og Gruðmund- ar Runólfssonar og óhagræði fyrir- tækjanna af því að þurfa að standa skil á kröfunum. Var talið að þegar litið væri til stærðar fyrirtækjanna og umsvifa væru áhrif viðbótarkröf- unnar svo veruleg að Landsbankinn yrði sjálfur að bera þann vaxtamun sem um var deilt í málinu. Forsvarsmenn beggja fyrirtækja í skýjunum Guðmundur Smári Guðmunds- son framkvæmdarstjóri Guðmund- ar Runólfssonar var að vonum hæst- ánægður með niðurstöðu Hæstarétt- ar þegar Skessuhorn hafði samband við hann í gær. „Þetta skiptir gríðar- legu máli fyrir rekstur fyrirtækisins,“ sagði Guðmundur Smári er hann var inntur eftir viðbrögðum við dómn- um. „Við erum gríðarlega ánægðir með þessa niðurstöðu,“ bætti hann við. „Í mínum huga er Hæstiréttur að fullnægja réttlætinu, það er ekkert öðruvísi,“ sagði Ólafur Rögnvalds- son hjá Hraðfrystihúsi Hellissands þegar niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í gær. „Hvorki ég né flestir aðrir vor- um bjartsýnir á að við myndum sigra bankann í þessu máli, en sem betur fer varð það raunin. Árna Páls lögin svokölluðu voru skelfileg og við vor- um að greiða allt upp í 23% vexti af þessum lánum sem verið að var að dæma í núna. Það sér það hver mað- ur að það náði engri átt. Auðvitað er ég afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu, en líklega er þó eng- in ánægðari en konan mín. Hún sá best hvernig mér leið mánuðina eftir hrun þegar lán og greiðslubyrði var að sliga okkar fyrirtæki eins og svo mörg önnur,“ sagði Ólafur Rögn- valdsson í samtali við Skessuhorn. mm/tfk Tvö snæfellsk sjávarútvegs- fyrirtæki vinna mál gegn Landsbankanum Frá athafnasvæði GRun í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Svipmynd úr Hraðfrystihúsi Hellissands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.