Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 4

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auk þess skráðu efni í Jólablað: Haraldur Bjarnason og Katrín Lilja Jónsdóttir Auglýsingar: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Nú um helgina ganga jólin í garð. Eftir helgi verða svo yfirstaðnir þess- ir rauðu frídagar á almanakinu og við tekur venjuleg vinnuvika hjá mörg- um. Fyrir fólk á almennum vinnumarkaði er jólafríið óvenju stutt að þessu sinni, held að það sé kallað Litlu Brandajól þegar aðfangadag ber upp á laugardag. Maður veltir því fyrir sér hvort þessu þurfi ekki að breyta, því auðvitað hafa allir gott af því að taka frí frá vinnu nú þegar skammdegið er mest. Allt þetta tilstand og öll þessi neysla, fyrir einungis langa helgi, er náttúrlega svolítið undarlegt. En auðvitað er það mismunandi eftir að- stæðum hversu margir frídagarnir eru í boði, ef þeir eru þá einhverjir. Ég minni á að bændur, lögregla og fólk í umönnunarstéttum þarf margt hvert að vinna, hvernig sem litur dagsins er á almanakinu. En vonandi tekst öll- um að njóta hátíðarinnar, fanga hinn sanna jólaanda og eiga góðar stundir með sínum nánustu. Ég var svo heppinn að alast upp í sveit og upplifa jól þar sem búskapur var stundaður. Skepnunum á búinu þurfti jú að sinna hvort sem það voru jól eða áramót. Það fylgdi því hátíðarblær að fara til gegninga á jólum. Kýrnar fengu sérvalda og ilmandi töðu ef hægt var að koma því við. Í fjár- húsunum var nýhafin veisla af öðru tagi þegar hrútarnir fengu á aðfanga- dag að heimsækja ærnar eftir langan aðskilnað. Þá var nú fjör í fjárhúsun- um. Eftir hrútarag var gefið á garðann og aldrei var kyrrlátara í húsunum en einmitt þegar ærnar hámuðu í sig töðuna um svipað leiti og klukkur Dómkirkjunnar glumdu í útvarpinu og jólunum var hringt inn. Þá var gott að tylla sér á jötubandið og fylgjast með þeim um stund. Í fjósinu var einn- ig kyrrlátt og engu líkara en kýrnar meðtækju hina postulegu kveðju, rétt eins og presturinn í Dómkirkjunni bað um. Fjóskötturinn fékk sendingu innan úr bæ þetta kvöld og át glaður fiskinn sem honum var færður. Hann fúlsaði sko ekki við skötubita blessaður, þótt annað hvert mannsbarn kynni ekki slíkt að meta þá, frekar en nú. Minningar um æskujól eru mörgum hugljúfar og er ég þar engin und- antekning. Aðfangadagskvöld var reyndar dálítill sprettur heima hjá mér þótt allir væru að reyna að halda ró sinni. Dagskráin var dáldið stíf til að öllu yrði náð á tilsettum tíma. Þvottur eftir útiverkin, drifið sig í alspari- fötin og skvett vel yfir af ilmi ef minnsti grunur léki á að enn væri fjósalykt þar sem hún átti ekki að vera. Þvínæst var sest að snæðingi. Ekki var far- ið í stofuna fyrr en búið var að vaska upp og gera eldhúsið tiptop. Dáldið lengi sem tíminn var að líða einmitt þá, en styttist í minningunni eftir því sem árunum fjölgaði. Eftir aðgerðina í eldhúsinu mátti fyrst byrja að kíkja í pakkana. Einn opnaður í einu, jólakortin lesin og dáðst að fallegum gjöf- um. Þessu skyldi svo öllu lokið áður en sest var upp í jeppann og brunað til aftansöngs í Reykholtskirkju. Presturinn átti það til að vera dáldið langorð- ur, en allt hafðist þetta að lokum. Fólk óskaði hvert öðru gleðilegra jóla, leit við í kirkjugarðinum við leiði látinna ástvina og svo var brunað heim á leið. Í minningunni var alltaf snjór yfir öllu, frost og stjörnubjart. Allavega man ég ekki eftir þessu öðruvísi, en líklega hefur það þó ekki alltaf verið svo. Hins vegar var oft kominn bylur og verra veður á jóladag. Þann dag var blásið til veislu á mínu heimili, gestir streymdu í hús því móðir mín var jóladagsbarn. Einatt góður dagur. Nú þegar Dómkirkjuklukkurnar hringja brátt jólin inn, óska ég lesend- um Skessuhorns til sjávar og sveita, gleðilegrar og friðsællar hátíðar. Haf- ið hjartans þökk fyrir árið sem er að líða. Megi árið 2017 verða öllum gjöf- ult og gott. Magnús Magnússon. Kýrnar meðtóku hina postulegu blessun Þær Hafdís Bergsdóttir og Hildur Björnsdóttir hafa selt rekstur kaffi- hússins Skökkin Café við Kirkju- braut 2 á Akranesi. Kaupendur eru Christel Björg Rudolfsdóttir Clot- hier og Guðleifur Rafn Einarsson. Hyggjast þau innan tíðar opna nýtt kaffihús á sama stað undir nafninu Lesbókin Café, en nafnið Lesbók- in hefur lengi loðað við húsið. „Við ætlum bara að reyna að opna sem fyrst,“ sögðu Christel og Guðleif- ur í samtali við Skessuhorn eftir að þau fengu lyklana í hendurnar síð- degis á fimmtudaginn. „Við ætlum að breyta smá en ekkert stórvægi- lega. Bara gera húsnæðið að okkar, ljá því okkar blæ og síðan munum við opna um leið og við erum tilbú- in,“ segja þau. Aðspurð hvernig það kom til að þau ákváðu að fara út í kaffi- húsarekstur segir Guðleifur, sem er fyrrverandi sjómaður, að hug- myndin hafi kviknað í sumar. „Þessi hugmynd kviknaði hjá mér í sumar þegar ég var úti á sjó. Mig langaði til að gera eitthvað alveg nýtt, bar þessa hugmynd undir kærustuna og hér erum við,“ segir hann og bros- ir. Christel er í fæðingarorlofi sem kennari við Grundaskóla. Eru þau því bæði að söðla um og reyna sig á nýjum vettvangi. „Við erum bæði að prófa eitthvað alveg nýtt í lífinu og erum að fara aðeins út fyrir okk- ar þægindaramma,“ segir hún og brosir. „En við vonumst auðvitað bara til að fólk taki okkur vel og verði duglegt að láta sjá sig,“ bæt- ir hún við. Aðspurð segjast þau hafa í hyggju að hafa opið alla daga vikunnar, frá kl. 10 að morgni til 18 á kvöldin en ef til vill aðeins skemmri opnun- artíma laugardaga og sunnudaga. „Opna þá kannski frekar klukk- an 11 um helgar,“ segir Guðleif- ur. „Í hádeginu verði boðið upp á góðar súpur og brauð, pastasal- at, kjúklingasalat og samlokur, að ógleymdu kaffi og meðlæti,“ segir Christel. „Hugsunin er sú að þegar komið er hingað inn þá finni gest- ir góðan kaffiilm og finnist þeir vel- komnir. Hér á að vera kósí stemn- ing,“ segja þau Christel og Guðleif- ur að lokum. kgk Lesbókin Café verður opnuð við Akratorg Formleg eigendaskipti urðu síðdegis á fimmtudag og lyklarnir að húsnæðinu afhentir. Til vinstri eru nýir eigendur, þau Guðleifur Rafn Einarsson og Christel Björg Rudolfsdóttir Clothier, en þær Hafdís Bergsdóttir og Hildur Björnsdóttir til hægri. Starfsmenn Borgarverks í Borgar- nesi hafa nú í vörslu sinni sex senti- metra langa engisprettu sem barst til landsins og upp í Borgarnes með varahlutasendingu frá Suður-Kór- eu. Hafliði Gunnarsson vélamaður hjá fyrirtækinu sagði í samtali við Skessuhorn um helgina að engi- spretta þessi hafi komið skríðandi á móti starfsmönnum þegar umbúð- ir voru teknar utan af beltakeðju í síðustu viku. „Þetta er ótrúlega lífs- seigt kvikindi. Varahlutasendingin hefur örugglega verið nokkrar vik- ur á leiðinni til landsins með skipi frá Suður-Kóreu og þá var pakkinn búinn að vera úti á hlaði hjá okkur í tvær, þrjár vikur, áður en umbúð- irnar voru teknar af.“ Hafliði segir að einn fót vanti á engisprettuna, en að öðru leyti sé hún með ágætu lífs- marki. Hún sé höfð undir glasi inni á verkstæðinu fyrirtækisins við Sól- bakka og fái þar einhverja næringu. „Það er líklega betra að hafa gæslu á henni, svo ekki fari eins og í kvæð- inu hjá Bjartmari; „engisprettu- faraldur-Haraldur,“ sagði Hafliði glettinn. mm Engispretta á ferðinni í Borgarnesi Engisprettan undir bjórglasi í vörslu Borgarverksmanna. Ljósm. hg. „Að gefnu tilefni telur sveitar- stjórn rétt að fram komi að Hval- fjarðarsveit hefur keypt fasteign- ina að Lækjarmel 7 í Hvalfjarðar- sveit,“ segir í tilkynningu sem birt var á vef Hvalfjarðarsveitar síðast- liðinn fimmtudag. Tilefni þessarar yfirlýsingar var umræða sem fram hafði farið á spjallsíðu íbúa sveit- arfélagsins þar sem nokkrir íbúar lýstu furðu sinni á að sveitarsjóð- ur hafi keypt einbýlishús sem fyrr- um skólastjóri grunn- og leikskól- ans átti. Skólastjórinn lét af störfum síðsumars um svipað leiti og skóla- starf hófs. Í yfirlýsingu sveitar- stjórnar nú segir að þessi ráðstöfun um kaup á einbýlishúsinu á Haga- mel sé hluti af starfslokasamningi milli Hvalfjarðarsveitar annars veg- ar og fyrrverandi skólastjóra leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar hins vegar. „Kaupverð eignarinnar var samkvæmt verðmati óháðs fast- eignasala. Um er að ræða fasteign sem byggð er árið 2006 og í góðu standi. Ekki er gert ráð fyrir því að sveitarfélagið beri fjárhagsleg- an skaða af kaupunum, enda er um góða eign að ræða og hefur húsið nú verið sett í sölumeðferð.“ Sam- kvæmt söluskrá fasteignasölunn- ar Hákots er húsið boðið til sölu á 39,9 milljónir króna. Þá segir í yfirlýsingu sveitar- stjórnar að efni og ástæður starfs- lokanna við fráfarandi skólastjóra verða ekki tilgreind frekar. „Starfs- lokasamningar af þessu tagi eru ekki óalgengir og er ekkert í ákvæð- um þessa samnings sem getur tal- ist óvenjulegt eða umfram það sem algengt er í slíkum samningum. „Samkvæmt eðli máls er samning- urinn trúnaðarmál þó framangreint sé upplýst.“ Undir yfirlýsingu sveit- arstjórnar ritar Skúli Þórðarson sveitarstjóri. mm Kaup sveitarsjóðs á íbúðarhúsi hluti af starfslokasamningi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.