Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 8

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20168 Strætó hækkar verð um áramótin LANDIÐ: Ný gjaldskrá Strætó bs mun taka gildi 3. janúar næstkomandi. Al- mennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn yngri en 18 ára, aldr- aða og öryrkja verða óbreytt. Önnur fargjaldaform eins og farmiðar og kort hækka í kringum 4%. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostn- aði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði og tekur hækkunin nú mið af hækkunum á þeim kostnað- arþáttum. Í eigendastefnu Strætó kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostn- aði Strætó. Í dag standa far- gjaldatekjur undir um 32% af almennum rekstrarkostn- aði félagsins. -mm Styrktu Mæðra- styrksnefnd GRUNDART: Norðurál á Grundartanga lét gott af sér leiða nú fyrir hátíðirn- ar. Veitti fyrirtækið Mæðra- styrksnefnd Akraness hálfr- ar milljónar króna styrk, sem strax kom í góðar þarfir til að létta undir með þeim sem minnst hafa. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 10.-16. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes, 1 bátur. Heildarlöndun: 5.665 kg. Mestur afli: Ebbi Ak: 5.665 kg í einni löndun. Arnarstapi, 2 bátar. Heildarlöndun: 5.710 kg. Mestur afli: Haukaberg SH: 3.582 kg í einni löndun. Grundarfjörður, 6 bátar. Heildarlöndun: 266.634 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.762 kg í einni löndun. Ólafsvík, 12 bátar. Heildarlöndun: 140.065kg. Mestur afli: Guðmund- ur Jensson SH: 38.918 kg í tveimur löndunum. Rif, 11 bátar. Heildarlöndun: 337.404 kg. Mestur afli: Rifsnes HS: 65.237 kg í einni löndun. Stykkishólmur, 5 bátar. Heildarlöndun: 107.397 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 662.062 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 66.762 kg. 14. desember. 2. Rifsnes SH - RIF: 65.237 kg. 15. desember. 3. Tjaldur SH - RIF: 64.221 kg. 15. desember. 4. Þórsnes SH - STY: 62.962 kg. 14. desember. 5. Steinunn SF - GRU: 61.74 kg. 11. desember. kgk Eins og áður hefur verið greint frá leggur Vegagerðin til að nýr Vest- fjarðarvegur milli Bjarkalundar og Skálaness verði lagður um Gufu- dalssveit, svokallaðri Þ-H leið, sem liggur meðal annars um Teigsskóg í Þorskafirði. Í nýlegri umsögn Um- hverfisstofnunar til Skipulagsstofn- unar um frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum nýs Vest- fjarðavegar, er það mat Umhverf- isstofnunar að leið Þ-H sé einn af verri kostum sem til skoðunar eru, með tilliti til umhverfisáhrifa. Það segir að vegalagning eftir leið Þ-H muni hafa umtalsverð og neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, vegna mikils rasks í birkiskóg- inum Teigskógi. „Áhrif á Teigsskóg eru óafturkræf og telur Umhverfis- stofnun að leið Þ-H sé að vissu leyti verri kostur en aðrar línur sem til álita hafa komið um Teigsskóg þar sem leið Þ-H liggur á kafla talsvert hærra í landi en fyrri línur og kallar því á auknar skeringar og fyllingar,“ segir meðal annars í umsögninni. Umhverfisstofnun telur að veg- línan muni skerða landform og vistkerfi sem einkenna ströndina við Þorskafjörð vestanverðan. Hún skerði Teigsskóg þar sem hann nær milli fjalls og fjöru og þar með hæfni vistkerfisins til að bregðast við breytingum, til dæmis loftslags- breytingum. Þá er það einnig mat Umhverfisstofnunar að leið Þ-H muni raska fjörum og tjörnum á Hallsteinsnesi, auk þess sem línan muni skerða sker, hólma og eyjar í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarð- ar og þar með hafa umtalsverð nei- kvæð áhrif á landslag og náttúru- fyrirbæri sem vernd Breiðarfjarðar nær til. Vegna lítils undirlendis seg- ir stofnunin raunar vandséð hvern- ig unnt verði að koma fullbúnu fyr- ir á þessu svæði án verulegra um- hverfisáhrifa. „Umhverfisstofn- un telur verulega neikvætt að leið Þ-H liggur að mestu um svæði sem er lítt snortið af nútíma mannvirkj- um og telst nánast óraskað,“ segir í umsögninni. Umhverfisstofnun segir að all- ar þær fimm leiðir sem lagðar voru fram til mats á umhverfisáhrif- um liggi um verndarsvæði og raski vistkerfum sem njóta verndar sam- kvæmd náttúruverndarlögum. Það var því mat Umhverfisstofnunar að önnur jarðgangaleiðanna, leið D2, sé besti kosturinn með tilliti til um- hverfisáhrifa. Hún liggur á stystum kafla um svæði sem telst óraskað og þeirri leið fylgja engir tengiveg- ir. Leiðin fylgir núverandi vegi frá Bjarkalundi að Þorskafirði og þver- ar fjörðinn rétt utan Mjólkárlínu. Hún gerir ráð fyrir jarðgöngum undir Hjallaháls en nýju vegstæði yfir Ódrjúgsháls og síðan þverun Gufufjarðar skammt utan Hofs- staða og endar við Skálaneshraun á Skálanesi. kgk Umhverfisstofnun telur jarðgangaleið besta kostinn Framsóknarflokkurinn fagnaði eitt hundrað ára afmæli sínu síðastlið- inn föstudag með hátíðarhöldum á nokkrum stöðum. Framsóknar- flokkurinn var formlega stofnað- ur 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmála- flokkur landsins. Flokkurinn hef- ur alla tíð staðsett sig á miðjunni á hinum hefðbundna pólitíska ási. Hann hefur frá stofnun verið áberandi í íslenskum stjórnmálum og oftar en ekki verið leiðandi afl, því Framsóknarflokkurinn hefur átt sæti í ríkisstjórn í tæplega sjö- tíu af þeim hundrað árum sem lið- in eru frá stofnun hans. Sérstak- lega áberandi var flokkurinn frá 1971-1991 og þetta tímabil stund- um nefnt „Framsóknaráratugirn- ir.“ Flokkurinn var í stjórn hvert einasta ár á þessu 20 ára tímabili, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir kringum áramótin 1980. Meira en helming þessa tíma kom forsætis- ráðherra úr röðum Framsóknar- flokksins. Samtals hefur forsætisráðherra tólf sinnum komið úr röðum Framsóknarflokksins frá stofn- un hans og níu Framsóknarmenn gegnt embætti forsætisráðherra í þessi tólf skipti, því þrír gegndu embættinu tvisvar sinnum. „Samfylgd með þjóðinni í hundr- að ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokk- urinn hefur alla tíð verið áhrifa- mikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðn- ast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildun- um. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hef- ur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höf- um átt að venjast. Úrslit kosning- anna eru vísbending um að mynd- uð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þunga- miðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld,“ skrifar formaður Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra, Sigurður Ingi Jónasson, á heimasíðu flokksins í tilefni af hundrað ára afmælinu. kgk Framsóknarflokkur í hundrað ár Víða um land voru snæddar hátíðartertur á eitt hundrað ára afmæli flokksins. Ljósm. Elsa Lára Arnardóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.