Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 12

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201612 Fjárhagsáætlun A- og B-hluta sjóða Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 8. desember síðastliðinni. Í henni er gert ráð fyrir að heildartekjur sveitarfélagsins verði 973,5 m.kr. á næsta ári. Laun eru áætluð 506,7 m.kr. og önnur rekstrargjöld 331,4 m.kr. Afskriftir verða 49,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða er því jákvæð um 85,6 m.kr. fyrir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 68,7 m.kr., þannig að þegar tekið hef- ur verið tillit til þeirra er rekstrar- niðurstaða samstæðunnar í heild já- kvæð um 17,2 milljónir króna. Í samantekt sem Þorsteinn Steins- son sveitarstjóri hefur sent kemur fram að í sjóðsstreymisyfirliti áætl- unarinnar komi fram að veltufé frá rekstri er 104,7 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist til afborgana lána og nauðsyn- legra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2017. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 87,8 m.kr., afborganir lána 104,8 m.kr. og að tekin verða ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Gengið er á handbært fé um 27,9 m.kr. sem í upphafi árs er ráðgert að sé 94,7 m.kr. Handbært fé í árslok ársins 2017 er því áætlað 66,7 m.kr. gangi fjárhagáætlun árs- ins 2017 fram eins og ráðgert er. „Eins og fram hefur komið er ráðgert að verja 87,8 m.kr. í fram- kvæmdir,“ segir Þorsteinn. „Helst er þar að nefna malbiksframkvæmdir, kaup á tölvubúnaði í skóla, lagfær- ing á húsnæði grunnskólans, bætt aðgengi og girðing umhverfis sund- laug, nýtt gervigras á sparkvöllinn, endurbætur á leikskóla, áframhald- andi vinnu að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið, lagfæring á þaki íbúða eldri borgara að Hrannar- stíg 18, plöntun í Paimpolgarð, lag- færing bæjargirðinga, tjaldstæðis, gangstétta og annarra eigna sveit- arfélagsins. Jafnframt verða keyptar nýjar klippur fyrir slökkviliðið í stað þeirra eldri, sem eru komnar til ára sinna. Tæki af þessum toga eykur til muna öryggi, þegar bregðast þarf við erfiðum aðstæðum á slysstað.“ Þorsteinn segir að meginmark- mið áætlunarinnar sé að sinna vel allri grunnstarfsemi sveitarfélags- ins og vinna að nauðsynlegu við- haldi og framkvæmdum. Jafnframt er brýnt að lækka skuldir enn frek- ar en orðið er. „Áfram verður unn- ið að hagræðingu hinna mismun- andi rekstrarþátta sveitarfélagsins og þar verður sérstaklega kallað eft- ir liðsinni forstöðumanna og starfs- fólks bæjarins. Ljóst er að bestur árangur næst í þeim efnum ef all- ir starfsmenn vinna saman að því að reka samfélagið sitt á sem hag- kvæmastan hátt. Takist að láta alla þætti ganga fram eins og áætlað er fyrir í fjárhagsáætlun Grundarfjarð- arbæjar árið 2017 og einnig áranna 2018-2020 þá geta Grundfirðingar litið björtum augum til framtíðar- innar. Að lokum er öllu starfsfólki sem komið hefur að þessari vinnu þakkað fyrir vel unnin störf,“ segir Þorsteinn Steinsson. mm/ Ljósm. úr safni: tfk. Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir afgangi Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun ár- anna 2018-2020 á fundi sínum 13. desember síðastliðinn. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta jákvæð um 35,5 milljónir króna. Svipuð rekstr- arniðurstaða er fyrir þrjú árin þar á eftir samkvæmt áætlun. Áætlað er að tekjur A og B hluta árið 2017 verði 743,1 millj. kr. og að rekstr- argjöld verði 719,1 millj. kr. Hand- bært fé í árslok 2017 er áætlað kr. 43,3 millj. kr. Eignfærð fjárfesting á árinu 2017 er áætluð 85 milljón- ir. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði um 83,3 millj. króna eða tæp 12,3% af skatttekjum. Gjaldskrárbreytingar frá yfir- standandi ári eru nokkrar og á það sérstaklega við um hækkun á sorp- hirðpugjaldi og hreinsunargjaldi rotþróa. „Þessi hækkun er nauð- synleg þar sem innheimt gjald er ekki að standa undir raunkostn- aði við þá þjónustu sem verið er að veita. Þá hækka gjaldskrár félags- heimila nokkuð og á það sama við þar að tekjur standa ekki undir vax- andi rekstarkostnaði. Að öðru leyti er gjaldskrám almennt breytt í sam- ræmi við þróun verðlags,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra. Gert er ráð fyrir að 28 milljón- um króna verði varið til viðhalds fasteigna og búnaðar i eigu sveit- arfélagsins árið 2017. Stærstu við- haldserkefnin eru endurbætur á lóð Skýjaborgar, viðhald í Heiðarborg og Heiðarskóla. Samkvæmt fjár- hagsáætlun næsta árs verða fjár- munir lagðir til fjárfestinga en þar er helst um að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir við borun eftir heitu vatni í Svínadal auk framkvæmda við gatnagerð í Melahverfi auk vatnsveitu. Stærsta fjárfestingar- verkefni ársins er borun eftir heitu vatni í landi Eyrar í Svínadal en til þess er varið 50 milljónum króna á árinu 2017. Sem kunnugt er voru boraðar hitastigulsholur á svæðinu árið 2015 og þykja þær gefa góð- ar vonir um að árangur náist með frekari borun. Í þriggja ára áætlun, áranna 2018 til 2020, er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu öll árin upp á sam- tals 101,3 milljónir: 34,5 milljónum árið 2018, 33,1 milljón árið 2019 og 33,7 milljónir árið 2020. Fjár- hagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyr- ir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 verður kynnt á íbúa- fundi líkt og síðastliðin ár. Tíma- setning þeirrar kynningar verður kynnt síðar. mm Stærstu viðhaldsverkefni næsta árs eru endurbætur á lóð Skýjaborgar, viðhald í Heiðarborg og Heiðarskóla. Þá verður stærsta fjárfestingarverkefni sveitarfélags- ins á næsta ári borun eftir heitu vatni í landi Eyrar í Svínadal. Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar afgreidd með tekjuafgangi Unnur Anna Valdimarsdóttir, pró- fessor í faraldsfræði við Lækna- deild Háskóla Íslands, hefur hlot- ið 240 milljóna króna styrk frá Evr- ópska Rannsóknarráðinu (Euro- pean Research Council) til rann- sókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. „Styrkur- inn er mikil viðurkenning á vísinda- legu framlagi Unnar Önnu og sam- starfsmanna hennar við Háskóla Ís- lands og Íslenska erfðagreiningu,“ segir í tilkynningu. „Rannsóknin snýst fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæð- ur sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við von- umst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsu- bresti í kjölfar áfalla,“ segir Unn- ur Anna. mm Risastyrkur til leitar að áfallastreitugeninu Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn sam- hljóða fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2017 og þriggja ára áætl- un til 2020. Meðal helstu fram- kvæmda á næstu árum verður nið- urrif og í framhaldinu uppbygg- ing á Sementsreit. Þá verður far- ið í endurgerð og lagfæringar á nokkrum götum og byggingu nýs fimleikahúss í nágrenni við annað hvort íþróttahúsið á Jaðarsbökk- um eða Vesturgötu. Þannig áætlar bæjarstjórn að setja um 2,2 millj- arða króna í fjárfestingar og fram- kvæmdir á næstu fjórum árum án þess að taka til þess lán. Fimleikahúsið fyrir 450 milljónir Á næsta ári verða 70 milljónir króna settar í undirbúning vegna byggingar nýs fimleikahúss, en um 380 milljónir á árinu 2018. Sam- tals er því áætlað að fimleikahús- ið kosti 450 milljónir króna. Áætl- aðar eru 130 milljónir á árinu 2017 vegna endurgerðar Vesturgötu en í heildina verða settar 400 milljónir í gatnakerfið á árunum 2017 til 2020. Ráðgert er að fara í Esjubraut frá Þjóðbraut árið 2018, Garðagrund árið 2019 og Stillholt/Kirkjubraut árið 2020. Settar verða um 80 milljónir í lagfæringar á gangstétt- um samhliða gatnaframkvæmdum. Á næsta ári eru 180 milljónir áætl- aðar vegna niðurrifs og frágangs á Sementsreitnum. Heildarfjárhæð vegna uppbyggingar reitsins á ár- unum 2017 til 2020 eru áætlaðar um 480 milljónir. Af öðrum verk- efnum má nefna endurnýjun gervi- grass í Akraneshöllinni, undirbún- ing að byggingu búsetukjarna fyr- ir fatlaða, endurbætur innanhúss í Brekkubæjarskóla, endurbætur á íþróttahúsum við Vesturgötu og á Jaðarsbökkum, samning við golf- klúbbinn Leyni um uppbyggingu félagsaðstöðu og undirbúning og þróun á Dalbrautarreitnum, meðal annars með það í huga að þar rísi þjónustumiðstöð fyrir aldraða. Spá verðbólgu fyrirfram Gert er ráð fyrir óbreyttu út- svari á árinu 2017, eða 14,52% og að álagningarprósenta fasteigna- skatts verði óbreytt. Þá hyggst bæj- arstjórn hækka gjaldskrá í sam- ræmi við áætlaða vísitöluhækkun neysluverðs, eða um 3,2% 1. janúar 2017. Þar fetar sveitarstjórn í fót- spor ýmissa annarra sveitarfélag og ríkissjóðs sem í raun áætlar verð- bólgustig fyrirfram og leggur fram þensluhvetjandi hækkun. Skuldahlutfall lækkar Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra þá er staða Akraneskaup- staðar sterk en kaupstaðurinn hef- ur greitt um milljarð króna vegna langtímalána á undanförnum fjór- um árum. ,,Ef ekki verður farið í frekari lántökur þá verða langtíma- skuldir bæjarins að mestu greiddar niður á næstu tíu árum. Hinsveg- ar er lífeyrisskuldbinding bæjarins mjög há og greiðslubyrðin vegna hennar fer hækkandi á móti lækk- andi greiðslubyrði vegna lána,“ segir Regína. Hún segir jafnframt að það muni mikið um hlut ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga hjúkr- unarheimilisins Höfða en ríkið yfirtók þá skuldbindingu með sam- komulagi sem gert var í lok október síðastliðinn. Áætlað er að skulda- hlutfall A hluta bæjarsjóðs fari nið- ur í 92,5% á árinu 2017 og sam- stæðunnar í heild fari í 88%. mm Framkvæma á Akranesi án nýrra langtímalána Nýtt fimleikahús, gatnaframkvæmdir og Sementsreitur meðal helstu framkvæmda Svipmynd frá bæjarstjórnarfundi 13. desember sl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.