Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 30

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201630 GLEÐILEGA HÁTÍÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Samkvæmt könnun Rannsóknaset- urs verslunarinnar fór jólaverslunin í nóvember af stað með meiri krafti en áður. „Black Friday virðist hafa haft hvetjandi áhrif á verslun. Þann- ig jókst sala á stórum raf- og heim- ilistækjum um fjórðung frá sama mánuði í fyrra og aukning í sölu minni raftækja, eins og sjónvörpum, var um 15%. Húsgagnaverslun var einnig blómleg í mánuðinum, eins og verið hefur það sem af er árinu. Sala á húsgögnum var 17,3% meiri í nóvember sl. en fyrir ári síðan.“ At- hygli vekur að sala á fötum og skóm tók mikinn kipp í nóvember. Þann- ig var sala á fötum 12,7% meiri en í nóvember í fyrra og sala á skóm jókst um 16% á sama tólf mán- aða tímabili. Velta dagvöruverslana eykst jafnt og þétt. Í nóvember jókst sala í þeim um 6,3% frá nóvember í fyrra og virðast landsmenn ætla að gera vel við sig fyrir jólin bæði í mat og drykk í tilefni árstíðarinnar. Verð á dagvöru fer lækkandi og var 0,6% lægra en fyrir ári síðan. Íslendingar á faraldsfæti Í nóvember var sala snjallsíma 3,9% minni en í sama mánuði í fyrra. „Þá eru spurnir af töluverðri aukningu í innkaupaferðum Íslendinga til út- landa fyrir þessi jól vegna sterkr- ar stöðu íslensku krónunnar og því má gera ráð fyrir að hluti af jóla- innkaupunum fari þar fram. Kred- itkortavelta Íslendinga erlendis í nóvember síðastliðnum var 25% meiri en í nóvember í fyrra og nam 9,6 milljörðum kr. Á móti kemur að greiðslukortavelta útlendinga hér á landi í nóvember nam 15,4 milljörð- um kr. sem er 68% aukning í korta- veltu frá nóvember í fyrra,“ segir í samantekt Rannsóknaseturs versl- unarinnar. mm Jólaverslun fór af stað með krafti Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskóla Borgarness, Útvarp Óðal, var sent út í síðustu viku. Dagskráin hófst á mánudags- morgun og stóð alla dagana fram til klukkan 23. Henni lauk svo um kvöldmatarleitið á föstudaginn með kveðju útvarpsstjóra og veislu fyr- ir alla þá sem að útvarpinu komu. Dagskrá Útvarps Óðals var fjöl- breytt og komu nemendur úr öll- um árgöngum skólans að dagskrár- gerð. Yngri hóparnir tóku upp og hljóðrituðu efni en eldri árgangar voru með dagskrárgerð í beinni út- sendingu. Þá komu gestir að þessu sinni m.a. frá Laugargerðisskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar. Há- punktur Útvarps Óðals var þáttur- inn Bæjarmálin í beinni. Þar komu fulltrúar sveitarstjórnar, atvinnulífs og félagasamtaka og ræddu það sem efst var á baugi í samfélaginu. Hefð er fyrir því að formaður nemendafélagsins sé jafnframt út- varpsstjóri. Að þessu sinni var það Íris Stefánsdóttir. Hún sagði í sam- tali við Skessuhorn að útsending- ar hafi gengið að óskum. Töluverð vinna hafi verið í utanumhaldi, skipulagningu og textagerð og við- urkenndi hún, þegar blaðamaður ræddi við hana á fimmtudaginn, að örlítillar þreytu væri farið að gæta í hópnum, en gleðin væri þó yfir- sterkari. Undirbúningur hafi staðið lengi en nemendur leggja drög að þáttagerðinni með dágóðum fyrir- vara og fá metið til einkunnar í ís- lensku við skólann. Kristín M. Val- garðsdóttir kennari við Grunnskóla Borgarness er nemendum jafnframt til aðstoðar við utanumhald. Hún sagði að útvarpið væri fjármagnað með sölu auglýsinga og sagði hún söluna hafa gengið prýðilega. Nán- ast væri orðin hefð fyrir því að fyr- irtæki legðu málefninu lið enda eru margir stjórnendur í þeim sem sjálfir hafa lagt hönd á plóg á sínum tíma sem nemendur við skólann. Kristín segir nemendur fá gríðar- lega þjálfun í aga, framsögn, texta- gerð og þátttöku í fjölmiðlun sem eigi eftir að nýtast þeim síðar á lífs- leiðinni. mm Útvarp Óðal ómaði alla síðustu viku á FM 101,3 Útsendingar Útvarps Óðals fara fram úr gamla tækjaherbergi bíósins í Borgarnesi. Hér er stór hluti stjórnar nemendafélagsins, elstu nemendur skólans, að senda út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.